Er ég of ung fyrir botox?

mbl.is/Getty

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá íslenskri konu sem vill fá að vita meira um bótox.

Sæl Þórdís, 

Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti. Ég hef lesið um að því fyrr sem maður byrjar að fara í botox því betri verður árangurinn seinna meir. Er eitthvað til í því? Hvað kosta botox sprautur og er hægt að fá þær á Íslandi?

Kveðja, BB

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Sæl og takk fyrir spurninguna. Já, það er hægt að fá botox á Íslandi. Það eru nokkrar tegundir sérgreinalækna sem hafa leyfi til þess að nota botox og meðal annars lýtalæknar. Botox hefur verið notað í mörg ár á Íslandi í ýmsum læknisfræðilegum tilgangi en frá 2007 til þess að slétta úr hrukkum. Ef þú ert ekki komin með neinar hrukkur þá myndi ég ekki mæla með notkun botox strax. Það er vissulega rétt að botox getur hægt á aldursbreytingum en ég mæli ekki með fyrirbyggjandi notkun þess. Ef þú ert búin að missa fyllingu í andlitinu þá myndi ég frekar mæla með fylliefnum eins og hyaluronic sýru eða jafnvel þinni eigin fitu. Annars er best að þú pantir þér tíma hjá lýtalækni og skoðir þína möguleika.

Með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál