Mættu í hettupeysum og pilsum

Hettupeysur er hægt að nota við allt.
Hettupeysur er hægt að nota við allt. Samsett mynd

Hettupeysur eru ekki bara fyrir ungt fólk í gallabuxum eins og einhver myndi halda. Hettupeysur má nota við allt ef marka má klæðnað söngkonunnar Beyoncé og leikkonunnar January Jones í vikunni. 

Á þriðjudaginn mætti Jones á tískuviðburð í Los Angeles þar em hún klæddist svartri hettupeysu, röndóttu missíðu pilsi og hælaskóm. Þrátt fyrir að klæðnaðurinn hafi eflaust verið útpældur leit Jones út fyrir að hafa skellt sér bara í fötin greitt hárið í tagl og farið út, hettupeysan gefur kæruleysislegt yfirbragð. 

Aðeins tveimur dögum fyrr klæddist poppdrottningin Beyoncé afar svipuðum fötum þegar hún fylgdist með NBA-leik. Varð gult ósamhverft pils frá Jacquemus fyrir valinu, brún hettupeysa frá JW Anderson og auðvitað hælaskór. 

Beyonce og Blue Ivy Carter.
Beyonce og Blue Ivy Carter. AFP
January Jones í hettupeysu og pilsi.
January Jones í hettupeysu og pilsi. AFP
Beyoncé klæddist gulu pilsi frá Jacquemus.
Beyoncé klæddist gulu pilsi frá Jacquemus. skjáskot/mytheresa.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál