Segir líkamann vera alvöru

Eudoxie Yao er stolt af vaxtarlagi sínu.
Eudoxie Yao er stolt af vaxtarlagi sínu. skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Eudoxie Yao er með línur sem tekið er eftir. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er fyrirmynd Yao en líkt og Kardashian er hún með mjótt mitti og mikinn rass. Á meðan mjaðmaummál Kardashian er 99 sentimetrar er ummál Yao 152 sentimetrar. 

Einhverjir gætu haldið að útlit Yao væri ekki náttúrulegt heldur skapað af lýtalæknum. Yao sem er 94 kíló segir svo ekki vera. „Ég hef aldrei farið í fegrunaraðgerð. Aldrei, aldrei, aldrei í mínu lífi. Ég hef alltaf verið svona. Systur mínar eru með stærri rass en ég,“ sagði Yao á vef Daily Mail

Kim Kardashian er fyrirmynd Eudoxie Yao.
Kim Kardashian er fyrirmynd Eudoxie Yao. skjáskot/Instagram

Yao lýsir útliti sínu sem „últra sexí“. „Áður snerist allt um að vera mjór en nú heillast menn af konum með línur,“ sagði Yao sem gerir í því að láta ýktar líkamslínur njóta sín. Hún klæðist mikið þröngum og teygjanlegum fötum en hún veit ekki í hvaða fatastærð hún er. 

„Fólk sem er með eins líkamsvöxt og ég klæðir sig vanalega ekki í þröng föt. Það kýs að klæðast fötum sem hylja vaxtarlag þeirra. Ég geri það ekki. Ég vil sýna vöxt minn og það getur gengið fram af fólki. Fólk sem er eins og ég mundi vanalega hylja sig algjörlega. Ég geri andstæðuna. Það er ástæðan fyrir því að ég er nú orðin fræg.“

Yao er ánægð með líkama sinn og er ekki á neinum megrunarkúr. Hún borðar bara það sem hún vill borða. Hún hefur reynt að grennast á handleggjunum en að öðru leyti er hún bara eins og hún er. „Það getur enginn sagt mér hvernig ég eigi að klæða mig, hvernig ég eigi að vera. Ég elska línurnar mínar! Ég get sagt það núna að ég elska vöxt minn!“

DÉESSE EUDOXIE 👑 👉🏽@yaonice @yaonice 👈🏽

A post shared by EUDOXIE YAO🔵 (@eudoxieyao) on Feb 5, 2018 at 4:34am PST




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál