Er hægt að fara aftur í svuntuaðgerð?

Hér sést hvernig svuntuaðgerð hefur breytt útliti magasvæðisins.
Hér sést hvernig svuntuaðgerð hefur breytt útliti magasvæðisins. Ljósmynd/makemeheal.com

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá íslenskri konu sem fór í svuntuaðgerð fyrir 15 árum. 

Sæl Þórdís!

Ég fór í svuntuaðgerð fyrir næstum 15 árum síðan og eftir það hef ég bæði þyngst aftur og gengið með nokkur börn síðan, en er næstum því komin í kjörþyngd í dag (5-6 kg of þung sem ég reikna með að sé aukahúðin). Í dag er ég ekki beint með svuntu en slappan maga og þá sérstaklega efri maga og einnig er ég með mikið af lausri húð á mjóbakinu. Ég myndi halda að ég myndi þurfa fara í bolaðgerð til að ná að laga þetta. Hvað kostar svoleiðis aðgerð? Er svoleiðs aðgerð gerð á stofu eða sjúkrahúsi? Og er mikið erfiðara að gera aðgerðina þar sem ég hef farið áður?

Kveðja,

Jójó manneskjan

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Sæl „jójó manneskja“ og takk fyrir spurninguna.

Það er vissulega tæknilega erfiðara að framkvæma svuntuaðgerð hjá einstaklingi sem farið hefur áður í þannig aðgerð og meiri líkur á fylgikvillum í kjölfarið. Ef aukahúðin er mikil ofan nafla en lítil eða engin neðan hans, þá er líklegt að þú verðir með nokkurra cm lóðréttan skurð í miðlínu ofan við langa örið þitt. Þegar húðin er laus á mjöðmum og baki nægir stundum að gera fitusog á því svæði (til þess að kalla fram samvexti í undirhúðinni á því svæði) um leið og svuntuaðgerðin er framkvæmd.

Vissulega er stundum nauðsynlegt að gera sk. hringsvuntu (þá nær skurðurinn allan hringinn um líkamann). Almennt er mælt með því að ef framkvæma á hringsvuntu í einni aðgerð að gera það þá á spítala. Ef gert er fitusog á baki samhliða svuntunni reynist hringsvunta oft óþörf.

Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá lýtalækni og skoða möguleika þína.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál