Eliza mætti í jakka úr Rauða krossinum

Forsetafrúin einstaklega falleg í jakka frá Rauðakrossinum.
Forsetafrúin einstaklega falleg í jakka frá Rauðakrossinum. Skjáskot/Facebook

Forsetafrúin Eliza Reid var glæsileg á Eddunni í flottum jakka úr Rauðakrossbúðinni, Skólavörðustíg 12. Eliza birti mynd af sér og eiginmanni sínum, Guðna Th. Jóhannessyni af Eddunni á Facebook. 

Í athugasemd við myndina er henni hrósað fyrir jakkann og upplýsti hún þá að jakkann hafi hún fengið í Rauðakrossbúðinni í Þingholtunum. 

Í janúar voru forsetahjónin í opinberri heimsókn í Svíþjóð þar sem Eliza klæddist meðal annars klæðskerasniðnum fatnaði. Smekkur hennar er því greinilega fjölbreyttur og veigrar hún það ekki fyrir sér að ganga í notuðum fatnaði eins og boðið er upp á í búðum Rauða krossins. 

Nú auglýsir Smartland bara eftir þeim sem þekkja sögu jakkans!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál