Kemst „Belgurinn“ í fitusog?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í fitusog og hvort það sé ráðlagt stuttu eftir keisaraskurð. 

Sæl Þórdís,

þar sem að ég fór í minn þriðja keisara núna fyrir 4,5 mánuðum síðan og í fyrsta skipti að lenda í því að vera með rosalegan maga eftir aðgerðina (kannski vegna aldurs. Ég er 41) langar mig svo að spyrjast fyrir hvað það kostar að fara í fitusog og hvort að það sé ráðlagt 6-7 mánuði eftir keisara.

Kveðja,

Belgurinn.

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson


 

Sæl og til hamingju með nýja barnið.

Já, það er vissulega of snemmt að fara í fitusog á maga 6-7 mánuðum eftir keisara. Vöðvarnir eru enn að jafna sig og það tekur þá lengri tíma hjá eldri mæðrum. Það getur líka verið að þú hafir fengið gliðnun á milli vöðva í miðlínu, án þess að um eiginlegt kviðslit sé að ræða og þá er fitusog ekki lausn á því. Ég ráðlegg þér að gera kviðæfingar og nota tímann til þess að koma þér í gott form. Síðan þegar barnið þitt er orðið u.þ.b. 1 árs að sjá hvort þú sért enn eins ósátt við magann. Ef svo er, að þá panta tíma hjá lýtalækni og meta hvað kemur til greina hjá þér, fitusog eða jafnvel svunta með lagfæringu á vöðvalögunum í sömu aðgerð.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál