Nuddar andlitið í tíu mínútur á morgnana

Fyrirsætan Natasha Poly hugsar vel um húðina.
Fyrirsætan Natasha Poly hugsar vel um húðina. AFP

Fyrirsætan Natasha Poly á langan feril að baki síðan hún sló í gegn árið 2004. Poly sem er rússnesk hugsar vel um húð sína og veit hvað hún þarf að gera til þess að halda húðinni fallegri. 

Poly segir í viðtali við The Guardian að áður en flutti frá Rússlandi og byrjaði að sitja fyrir í tímaritum á borð við Vogue fór hún eftir gamalli bók sem amma hennar átti. Þá prófaði hún að lita á sér hárið með því að þvo það upp úr soðnum lauk og segir það hafa virkað. Hún notaði einnig vatnsflöskur sem lóð og bjó til hármaska úr eggjum. Andlitsmaska gerði hún svo úr ferskum jarðaberjum, það virkaði vel rétt eins og laukurinn. 

Nú notar Poly þó nútímalegri aðferðir. Hún segist vakna með bólgið andlit og því tekur hún tíu mínútur í það að nudda á sér andlitið með rósaolíu. Hún segist nota tímann meðan hún nuddar antlitið og leitar til dæmis að hleðslutækinu sínu eða pakkar í tösku með annarri hendi. 

Eftir andlitsnuddið fær hún sér volgt vatn með sítrónu og gerir æfingar af tölvuskjá með stjörnuþjálfaranum Tracy Anderson. Fyrir fyrirsætu segir hún að það sé mikilvægt að vera með litla tónaða vöðva. 

Poly notar ekki farða á hverjum degi til þess að gefa húðinni hvíld. Þegar hún málar sig notar hún hyljara, púður og litar i augabrúnirnar. Hún segir jafnframt að hún sé eiginlega hætt að lita á sér hárið þar sem fyrirsætustörfin hafi eiginlega eyðilagt á henni hárið. Á tískuvikum sýndi hún kannski fimm sýningar á dag og þurfti þá að þrífa það jafnoft þar sem það var verið að eiga við það. 

Lífernið hefur áhrif á húðina og það veit Poly sem er hætt að reykja. Hún sleppir líka helst kaffi og áfengi. 

Natasha Poly, Michael Kors og Anna Ewers.
Natasha Poly, Michael Kors og Anna Ewers. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál