Ónýtur rauður dregill?

Coppola svöl á Óskarnum.
Coppola svöl á Óskarnum. Pinterest.

Að sögn kvikmyndaleikstjórans Sofia Coppola eru stílistar í Hollywood að eyðileggja stílinn á rauða dreglinum.

„Leikkonurnar líta allar eins og út og við sjáum ekki lengur þennan einstaka persónuleika hvers og eins skína í gegn,“ skrifar Coppola í pistli sínum á W-magazine. Hún segir ástæðuna mega rekja til tískuiðnaðarins sem er gagnrýninn á stíl leikkvenna.

Það er ekki á hverjum degi sem leikstjórinn gefur tískunni gaum en hún segir í pistli sínum að það sé ekki lengur hægt að gera greinamun á leikkonunum, heldur líta þær allar svipað út. Hún segir vonbrigði að nú þurfi leikkonur að ráða sér ekki einungis umboðsmann heldur einnig stílista til að vera góðar leikkonur. Enda sé ætlast til af þeim að þær séu tískufyrirmyndir um leið og þær sýna fram á hæfileika sína á hvíta tjaldinu.

Björk Guðmundsdóttir í hinum ógleymalega svanakjól.
Björk Guðmundsdóttir í hinum ógleymalega svanakjól. FRED PROUSER

Við gefum Coppola orðið: „Frá upphafi þess tíma sem fólk fór að hafa áhyggjur af því hvernig gagnrýnendur myndu túlka fatnað þess, þá hafa stílistar orðið nauðsynlegir sem gerir það að verkum að við sjáum ekki lengur þennan persónulega stíl hvers og eins. Samfélagsmiðlar eru ekki að hjálpa til heldur, þar sem fólk getur komið á framfæri skilaboðum um hvernig hinn og þess lítur úr án þess að skilja eftir nafn eða greina hverjir þeir eru. Þetta hefur ekki orðið til þess að bæta starfsumhverfi leikkvenna. Við erum ekki lengur með konur á borð við Björk á rauða dreglinum. Hins vegar vil ég minnast á Chloë Sevigny sem lítur alltaf út fyrir að velja sjálf á sig fatnaðinn sem og Tracee Ellis Ross og Solange Knowles sem fá stílistana sína einungis til að hjálpa til með grunnatriði. Svo eru auðvitað til þær sem virðast hafa gaman af tísku, eins og Kirsten Dunst og Elle Fanning.“

Björk falleg á rauðadreglinum.
Björk falleg á rauðadreglinum. ERIC GAILLARD

Coppola segist elska að sjá leikkonu á rauða dreglinum sem lítur út fyrir að vera sú sem hún er, jafnvel þó að útlit hennar sé ekki fullkomið. En að mestu leyti, eru leikkonur gerðar þannig á rauða dregllinum að engin venjuleg manneskja hefur möguleika á að líta þannig út þegar hún klæðir sig upp á. 

Coppola skrifar að lokum: „Ég vildi að við lifðum á tímum þar sem leikkonur sem þora að taka að sér ýmiskonar hlutverk, myndu hafa hugrekki til að taka áhættu þegar kemur að því að koma opinberlega fram og vera eins og þær raunverulega eru án þess að tískuiðnaðurinn væri að koma inn í með gagnrýni á túlkun hverrar og einnar konu. Það myndi hafa svo góð áhrif á allar aðrar konur í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál