Byrjaði að lita gráu hárin 13 ára

Rachel Peru sér ekki eftir því að hafa hætt að …
Rachel Peru sér ekki eftir því að hafa hætt að lita á sér hárið. ljósmynd/rachelperumodel.com

Hin 47 ára gamla Rachel Peru frá Bretlandi hætti að vinna sem leikskólakennari og gerðist fyrirsæta eftir að hún hætti að fela gráu hárin með hárlit. Peru fann fyrsta gráa hárið þegar hún var þrettán ára og telur sig hafa eytt rúmum fjórum milljónum í að lita á sér hárið. 

Peru sem er í stærð 16 ferðast nú um heiminn og vinnur fyrir sér sem fyrrisæta í yfirstærð og hefur hún meðal annars setið fyrir með Ashley Graham. Graham sem er í yfirstærð er ein þekktasta fyrirsæta í heiminum í dag. 

Peru hætti að lita á sér hárið þegar hún var 43 ára samkvæmt Daily Mail. Eftir að hafa heyrt að hún myndaðist vel ákvað hún að senda myndir af sér á fyriræstuskrifstofur. Hún segir ákvörðunina um að leyfa gráu hárunum að njóta sín hjálpa sér í fyrirsætuheiminum. 

Peru sem er þriggja barna móðir segist hafa vaknað einn morguninn og ákveðið að hætta að lita á sér hárið en í þrjá áratugi hafði hún farið á hárgreiðslustofu í litun. „Það hljómar skringilega, en mér leið eins og sjálfri mér. Mér leið svo þægilega og sjálfsöruggri. Ég held að það hafi orðið straumhvörf fyrir sjálfsöryggi mitt,“ sagði Peru um það að hætta að lita á sér hárið. 

„Fyrir sumar konur er ekkert verra en að verða gráhærðar, en í rauninni að sætta sig við það getur látið þig verða eftirsóknarverðari en með því að fela það.“

Peru starfar nú sem fyrirsæta.
Peru starfar nú sem fyrirsæta. ljósmynd/rachelperumodel.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál