Endurnýtti 56 ára gamlan kjól

Rita Moreno í gamla kjólnum.
Rita Moreno í gamla kjólnum. AFP

Leikkonan Rita Moreno mætti á ókarsverðlaunahátíðina í sama kjólnum og fyrir 56 árum. Árið 1962 vann Moreno Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í West Side Story. 

Pilsið á kjólnum var það sama en búið var að breyta efra stykkinu. Kjóllinn er greinilega klassískur og hefur elst vel þrátt fyrir að hafa verið notaður fyrst árið 1962. 

Vanity Fair greindi frá áformum Moreno eftir að dóttir hennar, Fernanda Luisa Fisher, greindi frá þeim á æfingu fyrir verðlaunahátíðina. Leikkonan staðfesti áformin síðan á Twitter. 

Moreno, sem er orðin 86 ára, hefur ekki bara unnið Óskarinn heldur líka Emmy-, Grammy- og Tony-verðlaunin sem þykir nokkurt afrek. 

Rita Moreno.
Rita Moreno. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál