Hreinsuðu blóðdropann á síðustu stundu

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson voru flott saman. Hún …
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson voru flott saman. Hún klæddist fötum frá Ýr Þrastardóttur í Another-Creation.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, aðstoðardagskrárstjóri RÚV, var í glæsilegum fatnaði í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn var. Það munaði litlu að illa færi þegar hönnuðurinn Ýr Þrastardóttir stakk sig á títuprjóni með þeim afleiðingum að það kom blóðdropi í kjólinn.

„Það er alveg frábært að fá að hanna á svona flotta konu, sem einmitt er glæsileg í öllu og bætir upp klæðnaðinn með frábærri framkomu. En það er líka ákveðin ábyrgð sem fylgir því og er óhætt að segja að það hafi komið upp mikið stress þegar ég stakk mig á títuprjóni daginn fyrir útsendinguna og það kom blóðdropi í dressið. Akkúrat hjá svæðinu um hálsinn sem er mest í mynd. Ég reyndi að nudda blettinn út í einhverju panikki, en það gerði illt verra. Sem betur fer gat ég fengið flýtimeðferð hjá Úðafossi og þeir hreinsuðu samfestinginn á síðustu stundu svo þetta reddaðist allt að lokum,“ segir Ýr Þrastardóttir, eigandi Another-Creation í samtali við Smartland. 

Þegar Ýr er spurð að því hvernig þetta samstarf þeirra Ragnhildar Steinunnar kom til segir Ýr að sú fyrrnefnda hafi leitað til sín. 

„Ragnhildur leitaði til mín með ákveðna hugmynd af kjól þar sem hún var svo hrifin af kjólnum sem Svala Björgvins klæddist eftir mig á rauðadreglinum í Eurovision í fyrra. Kjóllinn átti að vera með svipuðu sniði en í nýjum litum. Við gerðum prufu af hvítu og silfruðu gradient-mynstri sem varð fyrir valinu. En fyrri dressin sem voru í undankeppninni voru úr síðustu línu Another Creation, svo var sérsaumað á hana fyrir lokakvöldið,“ segir Ýr og bætir við: 

„Hugmyndin var að gera kvöldklæðnað sem samanstendur af samfestingi og pilsi yfir úr silki, sem hægt er að nota líka í sitthvoru lagi. Efnið er sérpantað frá Ítalíu og sniðið var unnið beint á hana svo það passar fullkomlega,“ segir hún.

Ýr segir að það sé alveg mögnuð tilfinning að sjá föt eftir sig á sjónvarpsskjánum og það hafi ekki verið leiðinlegt að klæða Ragnhildi Steinunni því hana klæði nánast allt. 

Klæðnaður Ragnhildar Steinunnar hefur margoft ratað í fréttir og segist Ýr vera þakklát fyrir þau fáránlega góðu viðbrögð sem hún  hafi fengið.  

„Ég hef fengið frábær viðbrögð við kjólnum og mun nýta sniðið í næstu sýningu sem ég er að undirbúa fyrir Hönnunarmars.“

Ýr Þrastardóttir, eigandi og hönnuður Another-Creation.
Ýr Þrastardóttir, eigandi og hönnuður Another-Creation.
Ragnhildur Steinunn klæddist þessum fötum frá Another-Creation í Söngvakeppninni í …
Ragnhildur Steinunn klæddist þessum fötum frá Another-Creation í Söngvakeppninni í ár.
Hún var líka í þessum kjól frá Another-Creation.
Hún var líka í þessum kjól frá Another-Creation.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál