Svitalyktareyðirinn í uppáhaldi

Gott rakakrem skiptir máli að mati Hrefnu Rósu Sætran.
Gott rakakrem skiptir máli að mati Hrefnu Rósu Sætran. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þrátt fyrir að Hrefna Rósa Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segist vera ómáluð 95 prósent af tímanum nýtur hún þess í botn að mála sig þegar hún fer eitthvað spari. 

Hvernig hugsar þú um útlitið?

„Ég reyni að borða hollan mat þegar ég ræð hvað ég borða, tek helling af olíum, til dæmis hörfræ, ólífuolíu, krillolíu og önnur bætiefni sem ég breyti reglulega um, er mikil áhugamanneskja um alls konar svoleiðis og mikið í tilraunastarfsemi. Fer í Mjölni og Sólir og svo er það nýjasta að ég er að æfa mig í að sofa betur sem ég held að sé lykillinn að góðu lífi.“

Hvernig málar þú þig dags daglega?

„Þegar ég er í stuði þá set ég á mig litað dagkrem, gel í augabrúnir, maskara og svo vel af kinnalit. Hann er númer eitt hjá mér. Annars er ég ómáluð 95 prósent í lífinu.“

En þegar þú ferð eitthvað spari?

„Þá set ég létt meik, glært púður, nokkra augnskugga, blýant, maskara, sólarbrúnkupúður, kinnalit, augnabrúnagel, varalitablýant, varalit, shimmer, glimmer, já bara alls konar. Mér finnst alveg gaman að mála mig spari.“ 

Svitalyktareyðir frá Aesop.
Svitalyktareyðir frá Aesop. skjáskot/Aesop

Hvað tekur það þig langan tíma að gera þig til?

„Ég ætla alltaf að gefa mér góðan tíma til að gera mig til þegar ég er að fara eitthvað merkilegt en það endar eiginlega alltaf á því að ég þarf að drífa mig svo ég get verið mjög snögg. Segjum svona 15-20 mín. með sturtu og öllu.“

Hvenær byrjaðir þú að mála þig?

„13 ára byrjaði ég í maskara og glossi.“

Uppáhaldssnyrtivaran?

„Það er án efa svitalyktareyðirinn minn frá Aasop. Svitalyktareyðir, ég veit, hljómar ekki spennandi en ef þú prófar hann einu sinni ferðu ekki til baka í annað.“

Hvað finnst þér skipta máli að eiga í snyrtibuddunni?

„Gott rakakrem er mikilvægast. Það er grunnurinn.“

Hrefnu langar í hárnæringastykki frá Fischer.
Hrefnu langar í hárnæringastykki frá Fischer. ljósmynd/Fischersund

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Ég er fáránlega spennt fyrir hárnæringarstykkinu sem er væntanlegt frá Fischer. Það kom svona sjampóstykki fyrst en ég nota ekki sjampó, bara hárnæringu. Það á reyndar að vera gott fyrir líkamann líka svo ég prófa það örugglega. Mjög flott vara. Frábært að sleppa við að kaupa plastumbúðir. Eitthvað sem við verðum öll að minnka.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég er í átaki að þvo andlitið kvölds og morgna, setja serum og rakakrem og þurrbursta líkamann daglega fyrir sturtu.“

Er einhver matur sem þér finnst sérstaklega góður fyrir húðina?

„Lárperur og möndlur. Svo finn ég mikinn mun þegar ég innbyrði olíurnar mínar. Finnst ég þurfa minna að bera á mig og húðin verður öll mjúk eins og barnsrass.“

Lárperur og möndlur eru góðar fyrir húðina að mati Hrefnu.
Lárperur og möndlur eru góðar fyrir húðina að mati Hrefnu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál