Þegar Björg var með Eiríks Fjalars hár

Björg segist vera komin í hring í tískubransanum. „Ekki nóg ...
Björg segist vera komin í hring í tískubransanum. „Ekki nóg með að risa jakkafötinn eru komin aftur hjá Junya Wataanabe heldur er Eiriks Fjalar klipping líka kominn hringinn,“ segir Björg.

Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara er búin að upplifa tískuna fara í hringi. Nú er tískan að verða eins og í kringum 1985 þegar Björg klæddist víðum jakkafötum og var með Eiríks Fjalars klippingu. 

„Núna er ég í að keppast við að gera allt tilbúið  fyrir framleiðslu næsta  haust/ vetur 18- 19  og koma prufum í gang fyrir sumarið 2019. Svona heilt á litið hvað ég er að pæla og hvað er verið að kynna á pöllunum erlendis fyrir næsta vetur,  þá allt er að verða stærra lausari föt  og víðar. Mikið um ciffon / silki /viscose  laus létt og fljótandi efni. Líkaminn oft og tíðum mikið hulinn. Meira einlitt finnst mér en fullt af fallegum litum, síð pils, slám og skikkjum, mikið af spennandi leðri, mikið af stórum yfirhöfnum.  Síðan er auðvita misjafnt hvernig útlitið er svo leyst hjá hönnuðunum,“ segir Björg Ingadóttir eigandi og hönnuður Spakssmannsspjara.

Björg segir að það sem sé núna verið að kynna á tískupöllunum sé ýmist mjög flott eða ekki eins flott. 

„Persónulega finnst mér nú, eins og yfirleitt alltaf margt af því sem er verið að kynna  núna á tískusýninga pöllunum hjá hönnuðunum fox ljótt og annað tjúllað  flott.  

Ég er búin að vera í þessu í marga tugi ára þannig að það er skemmtilegt að sjá tískuna koma svona aftur og aftur stundum er einhvern vegin eins og hún birtist bara eiginlega óbreytt  eins og óboðin getur í partýið en í öðrum tilfellum sem  rökrétt inngrip í tíðarandann,“ segir hún. 

Og Björg hefur upplifað ýmislegt áður eins og myndin hér fyrir ofan sýnir. 

„Þessi mynd af mér er tekin haustið 1985 og var þetta dress í mikið uppáhaldsdress sem ég gerði mér úr notuðum jakkafötum, pilsið er úr jakkafata buxunum og var  mega flott að aftan  með hálfgerðu stéli og rennilás á klaufinni. Það fyndna er að ég notaði þetta dress mikið í skólanum og ég átti eiginlega nákvæmlega eins skó og eru á myndinni frá Junya sem ég trampaði á daglega. Svo er  hárgreiðslan mögnuð ég var hár módel hjá Helgu Ólafsdóttir vinkonu minni  sem vann hjá Sture í Kaupmannahöfn  og greinilegt að Eirkís Fjalar klippingin er að koma í sterk inn aftur.  Hárið á mér var eiginlega sítrónu gult þarna og jakkafötin  læm græn,“ segir Björg og hlær. 

Hvernig er það. Þarftu að koma þér aftur í stellingar til að taka á móti þessari tísku aftur?

„Já, að vissu leiti. Þetta er flókið ferli og fjölmargir þættir sem þurfa að ganga upp. Auðveldast er þessi skapandi  partur að búa til  línurnar í grófum dráttur, en svo kemur erfið parturinn sem er vörustjórnaraferlið hvað á að endanum að framleiða og hvar, fyrir hvern. Og spyrja sig að því hvort viðskiptavinir mínir séu flottir í þessu? Eru þetta flíkurnar sem þeim vantar fyrir rétta útlitið. Eru formin að ganga upp og er ég að nýta efnið rétt, er vel farið með auðlindirnar? Næ ég að framleiða þetta á réttu verið. Þetta er líka spennandi partur af hönnunarferlinum og ekki síður mikilvægur,“ segir hún. 

En hvernig er sumarískan hjá þér? 

„Sumarið í sumar 2018 er ekki neitt mega afgerandi finnst mér. Það verður meiri breyting næsta vetur en enn eru endalausir litir og mynstur og öllu blandað saman. Allt í tísku  eins og sagt er sem er að sumu leiti hálfgert úrræðaleysi og ákveðin valkvíði í neyslumynstri dagsins í dag. Að blanda bara öllu saman  er einhvernvegin ekkert alltaf af takast, en hins vegar eru það mjög flott þegar vel tekst til og finnst mér það síður spennandi hjá hönnuðunum en getur verið mjög flott hjá einstaklingum og óska  hér með eftir  meiri stíl  og minni meðalmennsku á öllum stigum alstaðar.“

Björg Ingadóttir, eigandi Spaksmannsspjara.
Björg Ingadóttir, eigandi Spaksmannsspjara. Morgunblaðið/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Þorði varla að horfa á leikinn

06:00 María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

Í gær, 23:59 Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

Í gær, 21:00 Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

Í gær, 18:00 Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »

Viltu nota keppnis góða vörn?

Í gær, 15:00 Daily UV FACE MOUSSE var valin besta sólvaran á andlitið árið 2018. Þetta eru alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga frá London, New York og Sydney. Alls 600 snyrtivörumerki tóku þátt í þessari keppni, sem ekki er hægt að styrkja, um bestu sólvöruna. Meira »

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

Í gær, 12:00 Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

Í gær, 09:00 Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

í gær „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »

Goddur lét sig ekki vanta

í fyrradag Þjóðleikhúsið iðaði af lífi og fjöri þegar Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson var frumsýnt.   Meira »

Eiginkonur landsliðsmanna á hörkuæfingu

í fyrradag Eiginkonur landsliðsmanna eru staddar í Moskvu. Í morgun tóku þær á því í ræktinni undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur.   Meira »

10 heitustu leikmennirnir á HM

í fyrradag Þetta eru heitustu leikmennirnir á heimsmeistarmótinu í fótbolta 2018.   Meira »

Sumarveisla í boði McCartney í Mílanó

í fyrradag Stella McCartney hélt fallega garðveislu í Mílanó til að sýna sumarlínu tískuhússins fyrir árið 2019.  Meira »

Elstu systkinin gáfuðust

í fyrradag Yngsta systkinið er kannski það frekasta en það elsta er gáfaðasta. Ástæðan er ekki sú að öll góðu genin klárist í byrjun heldur er frekar foreldrunum um að kenna. Meira »

Litríkt eldhús við Túngötu

í fyrradag Við Túngötu í Reykjavík stendur fallegt parhús með afar hressu eldhúsi. Flísarnar á milli skápanna eru litríkar og keyra upp stemninguna. Meira »

Emilia Clarke í íslenskri hönnun

í fyrradag Breska leikkonan Emilia Clarke, sem leikur drekamóðurina Daenerys Targaryen í Game of Thrones, klæðist Jökla Parka-úlpu frá 66°Norður á mynd sem hún birti af sjálfri sér á Instagram. Meira »

Hver er Derek Blasberg?

19.6. Þeir sem þekkja sögu Diana Vreeland og Anna Wintour myndu skilgreina hinn unga Derek Blasberg þann aðila innan tískunnar sem kemst hvað næst að feta í þeirra fótspor. Meira »

Steldu stílnum: Maradona á HM

18.6. Fótboltastjarnan Diego Maradona horfði á leik Argentínu og Íslands úr stúkunni á laugardaginn. Maradona er með útlitið alveg á hreinu og skartaði ansi flottum sólgleraugum. Meira »

„Enginn hefur roð við Rúrik Gíslasyni“

18.6. „Það er áhugavert að bera saman landsliðsstrákana. Allir eru þeir að bæta við sig fylgi en enginn hefur roð við Rúrik. Á sama tíma, þegar maður skoðar hvaða einstaklingum er verið að fletta upp á Google, þá er það Hannes sem hefur verið að fá mun meiri athygli og þá sérstaklega rétt í kringum leikinn við Argentínu,“ segir Sigurður. Meira »

Skyggði á brúðina í hálfrar milljón króna kjól

18.6. Meghan Markle mætti brúðkaup frænku Harry Bretaprins í hvítum kjól með bláu munstri. Kjóllinn kostar meira en margir fá í mánaðarlaun. Meira »

Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí

18.6. Íslensku landsliðsmennirnir hafa heillað marga en þó ekki Elle og Vogue. Engin úr landsliðshópnum komst á lista yfir þá sem þykja heitastir á HM í Rússlandi að mati Vogue og Elle. Meira »

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA

18.6. Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Meira »