Þegar Björg var með Eiríks Fjalars hár

Björg segist vera komin í hring í tískubransanum. „Ekki nóg ...
Björg segist vera komin í hring í tískubransanum. „Ekki nóg með að risa jakkafötinn eru komin aftur hjá Junya Wataanabe heldur er Eiriks Fjalar klipping líka kominn hringinn,“ segir Björg.

Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara er búin að upplifa tískuna fara í hringi. Nú er tískan að verða eins og í kringum 1985 þegar Björg klæddist víðum jakkafötum og var með Eiríks Fjalars klippingu. 

„Núna er ég í að keppast við að gera allt tilbúið  fyrir framleiðslu næsta  haust/ vetur 18- 19  og koma prufum í gang fyrir sumarið 2019. Svona heilt á litið hvað ég er að pæla og hvað er verið að kynna á pöllunum erlendis fyrir næsta vetur,  þá allt er að verða stærra lausari föt  og víðar. Mikið um ciffon / silki /viscose  laus létt og fljótandi efni. Líkaminn oft og tíðum mikið hulinn. Meira einlitt finnst mér en fullt af fallegum litum, síð pils, slám og skikkjum, mikið af spennandi leðri, mikið af stórum yfirhöfnum.  Síðan er auðvita misjafnt hvernig útlitið er svo leyst hjá hönnuðunum,“ segir Björg Ingadóttir eigandi og hönnuður Spakssmannsspjara.

Björg segir að það sem sé núna verið að kynna á tískupöllunum sé ýmist mjög flott eða ekki eins flott. 

„Persónulega finnst mér nú, eins og yfirleitt alltaf margt af því sem er verið að kynna  núna á tískusýninga pöllunum hjá hönnuðunum fox ljótt og annað tjúllað  flott.  

Ég er búin að vera í þessu í marga tugi ára þannig að það er skemmtilegt að sjá tískuna koma svona aftur og aftur stundum er einhvern vegin eins og hún birtist bara eiginlega óbreytt  eins og óboðin getur í partýið en í öðrum tilfellum sem  rökrétt inngrip í tíðarandann,“ segir hún. 

Og Björg hefur upplifað ýmislegt áður eins og myndin hér fyrir ofan sýnir. 

„Þessi mynd af mér er tekin haustið 1985 og var þetta dress í mikið uppáhaldsdress sem ég gerði mér úr notuðum jakkafötum, pilsið er úr jakkafata buxunum og var  mega flott að aftan  með hálfgerðu stéli og rennilás á klaufinni. Það fyndna er að ég notaði þetta dress mikið í skólanum og ég átti eiginlega nákvæmlega eins skó og eru á myndinni frá Junya sem ég trampaði á daglega. Svo er  hárgreiðslan mögnuð ég var hár módel hjá Helgu Ólafsdóttir vinkonu minni  sem vann hjá Sture í Kaupmannahöfn  og greinilegt að Eirkís Fjalar klippingin er að koma í sterk inn aftur.  Hárið á mér var eiginlega sítrónu gult þarna og jakkafötin  læm græn,“ segir Björg og hlær. 

Hvernig er það. Þarftu að koma þér aftur í stellingar til að taka á móti þessari tísku aftur?

„Já, að vissu leiti. Þetta er flókið ferli og fjölmargir þættir sem þurfa að ganga upp. Auðveldast er þessi skapandi  partur að búa til  línurnar í grófum dráttur, en svo kemur erfið parturinn sem er vörustjórnaraferlið hvað á að endanum að framleiða og hvar, fyrir hvern. Og spyrja sig að því hvort viðskiptavinir mínir séu flottir í þessu? Eru þetta flíkurnar sem þeim vantar fyrir rétta útlitið. Eru formin að ganga upp og er ég að nýta efnið rétt, er vel farið með auðlindirnar? Næ ég að framleiða þetta á réttu verið. Þetta er líka spennandi partur af hönnunarferlinum og ekki síður mikilvægur,“ segir hún. 

En hvernig er sumarískan hjá þér? 

„Sumarið í sumar 2018 er ekki neitt mega afgerandi finnst mér. Það verður meiri breyting næsta vetur en enn eru endalausir litir og mynstur og öllu blandað saman. Allt í tísku  eins og sagt er sem er að sumu leiti hálfgert úrræðaleysi og ákveðin valkvíði í neyslumynstri dagsins í dag. Að blanda bara öllu saman  er einhvernvegin ekkert alltaf af takast, en hins vegar eru það mjög flott þegar vel tekst til og finnst mér það síður spennandi hjá hönnuðunum en getur verið mjög flott hjá einstaklingum og óska  hér með eftir  meiri stíl  og minni meðalmennsku á öllum stigum alstaðar.“

Björg Ingadóttir, eigandi Spaksmannsspjara.
Björg Ingadóttir, eigandi Spaksmannsspjara. Morgunblaðið/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Þurfti rútu fyrir kjólinn

Í gær, 23:59 Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

Í gær, 21:00 Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

Í gær, 18:00 Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

Í gær, 15:30 Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

Í gær, 11:46 Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

Í gær, 05:10 Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

í fyrradag Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

í fyrradag Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

í fyrradag „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

í fyrradag Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

í fyrradag Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

11.12. Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

11.12. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

11.12. „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

11.12. Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

11.12. Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

11.12. Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

10.12. Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

10.12. Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »