Þegar Björg var með Eiríks Fjalars hár

Björg segist vera komin í hring í tískubransanum. „Ekki nóg …
Björg segist vera komin í hring í tískubransanum. „Ekki nóg með að risa jakkafötinn eru komin aftur hjá Junya Wataanabe heldur er Eiriks Fjalar klipping líka kominn hringinn,“ segir Björg.

Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara er búin að upplifa tískuna fara í hringi. Nú er tískan að verða eins og í kringum 1985 þegar Björg klæddist víðum jakkafötum og var með Eiríks Fjalars klippingu. 

„Núna er ég í að keppast við að gera allt tilbúið  fyrir framleiðslu næsta  haust/ vetur 18- 19  og koma prufum í gang fyrir sumarið 2019. Svona heilt á litið hvað ég er að pæla og hvað er verið að kynna á pöllunum erlendis fyrir næsta vetur,  þá allt er að verða stærra lausari föt  og víðar. Mikið um ciffon / silki /viscose  laus létt og fljótandi efni. Líkaminn oft og tíðum mikið hulinn. Meira einlitt finnst mér en fullt af fallegum litum, síð pils, slám og skikkjum, mikið af spennandi leðri, mikið af stórum yfirhöfnum.  Síðan er auðvita misjafnt hvernig útlitið er svo leyst hjá hönnuðunum,“ segir Björg Ingadóttir eigandi og hönnuður Spakssmannsspjara.

Björg segir að það sem sé núna verið að kynna á tískupöllunum sé ýmist mjög flott eða ekki eins flott. 

„Persónulega finnst mér nú, eins og yfirleitt alltaf margt af því sem er verið að kynna  núna á tískusýninga pöllunum hjá hönnuðunum fox ljótt og annað tjúllað  flott.  

Ég er búin að vera í þessu í marga tugi ára þannig að það er skemmtilegt að sjá tískuna koma svona aftur og aftur stundum er einhvern vegin eins og hún birtist bara eiginlega óbreytt  eins og óboðin getur í partýið en í öðrum tilfellum sem  rökrétt inngrip í tíðarandann,“ segir hún. 

Og Björg hefur upplifað ýmislegt áður eins og myndin hér fyrir ofan sýnir. 

„Þessi mynd af mér er tekin haustið 1985 og var þetta dress í mikið uppáhaldsdress sem ég gerði mér úr notuðum jakkafötum, pilsið er úr jakkafata buxunum og var  mega flott að aftan  með hálfgerðu stéli og rennilás á klaufinni. Það fyndna er að ég notaði þetta dress mikið í skólanum og ég átti eiginlega nákvæmlega eins skó og eru á myndinni frá Junya sem ég trampaði á daglega. Svo er  hárgreiðslan mögnuð ég var hár módel hjá Helgu Ólafsdóttir vinkonu minni  sem vann hjá Sture í Kaupmannahöfn  og greinilegt að Eirkís Fjalar klippingin er að koma í sterk inn aftur.  Hárið á mér var eiginlega sítrónu gult þarna og jakkafötin  læm græn,“ segir Björg og hlær. 

Hvernig er það. Þarftu að koma þér aftur í stellingar til að taka á móti þessari tísku aftur?

„Já, að vissu leiti. Þetta er flókið ferli og fjölmargir þættir sem þurfa að ganga upp. Auðveldast er þessi skapandi  partur að búa til  línurnar í grófum dráttur, en svo kemur erfið parturinn sem er vörustjórnaraferlið hvað á að endanum að framleiða og hvar, fyrir hvern. Og spyrja sig að því hvort viðskiptavinir mínir séu flottir í þessu? Eru þetta flíkurnar sem þeim vantar fyrir rétta útlitið. Eru formin að ganga upp og er ég að nýta efnið rétt, er vel farið með auðlindirnar? Næ ég að framleiða þetta á réttu verið. Þetta er líka spennandi partur af hönnunarferlinum og ekki síður mikilvægur,“ segir hún. 

En hvernig er sumarískan hjá þér? 

„Sumarið í sumar 2018 er ekki neitt mega afgerandi finnst mér. Það verður meiri breyting næsta vetur en enn eru endalausir litir og mynstur og öllu blandað saman. Allt í tísku  eins og sagt er sem er að sumu leiti hálfgert úrræðaleysi og ákveðin valkvíði í neyslumynstri dagsins í dag. Að blanda bara öllu saman  er einhvernvegin ekkert alltaf af takast, en hins vegar eru það mjög flott þegar vel tekst til og finnst mér það síður spennandi hjá hönnuðunum en getur verið mjög flott hjá einstaklingum og óska  hér með eftir  meiri stíl  og minni meðalmennsku á öllum stigum alstaðar.“

Björg Ingadóttir, eigandi Spaksmannsspjara.
Björg Ingadóttir, eigandi Spaksmannsspjara. Morgunblaðið/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál