Þegar Björg var með Eiríks Fjalars hár

Björg segist vera komin í hring í tískubransanum. „Ekki nóg ...
Björg segist vera komin í hring í tískubransanum. „Ekki nóg með að risa jakkafötinn eru komin aftur hjá Junya Wataanabe heldur er Eiriks Fjalar klipping líka kominn hringinn,“ segir Björg.

Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara er búin að upplifa tískuna fara í hringi. Nú er tískan að verða eins og í kringum 1985 þegar Björg klæddist víðum jakkafötum og var með Eiríks Fjalars klippingu. 

„Núna er ég í að keppast við að gera allt tilbúið  fyrir framleiðslu næsta  haust/ vetur 18- 19  og koma prufum í gang fyrir sumarið 2019. Svona heilt á litið hvað ég er að pæla og hvað er verið að kynna á pöllunum erlendis fyrir næsta vetur,  þá allt er að verða stærra lausari föt  og víðar. Mikið um ciffon / silki /viscose  laus létt og fljótandi efni. Líkaminn oft og tíðum mikið hulinn. Meira einlitt finnst mér en fullt af fallegum litum, síð pils, slám og skikkjum, mikið af spennandi leðri, mikið af stórum yfirhöfnum.  Síðan er auðvita misjafnt hvernig útlitið er svo leyst hjá hönnuðunum,“ segir Björg Ingadóttir eigandi og hönnuður Spakssmannsspjara.

Björg segir að það sem sé núna verið að kynna á tískupöllunum sé ýmist mjög flott eða ekki eins flott. 

„Persónulega finnst mér nú, eins og yfirleitt alltaf margt af því sem er verið að kynna  núna á tískusýninga pöllunum hjá hönnuðunum fox ljótt og annað tjúllað  flott.  

Ég er búin að vera í þessu í marga tugi ára þannig að það er skemmtilegt að sjá tískuna koma svona aftur og aftur stundum er einhvern vegin eins og hún birtist bara eiginlega óbreytt  eins og óboðin getur í partýið en í öðrum tilfellum sem  rökrétt inngrip í tíðarandann,“ segir hún. 

Og Björg hefur upplifað ýmislegt áður eins og myndin hér fyrir ofan sýnir. 

„Þessi mynd af mér er tekin haustið 1985 og var þetta dress í mikið uppáhaldsdress sem ég gerði mér úr notuðum jakkafötum, pilsið er úr jakkafata buxunum og var  mega flott að aftan  með hálfgerðu stéli og rennilás á klaufinni. Það fyndna er að ég notaði þetta dress mikið í skólanum og ég átti eiginlega nákvæmlega eins skó og eru á myndinni frá Junya sem ég trampaði á daglega. Svo er  hárgreiðslan mögnuð ég var hár módel hjá Helgu Ólafsdóttir vinkonu minni  sem vann hjá Sture í Kaupmannahöfn  og greinilegt að Eirkís Fjalar klippingin er að koma í sterk inn aftur.  Hárið á mér var eiginlega sítrónu gult þarna og jakkafötin  læm græn,“ segir Björg og hlær. 

Hvernig er það. Þarftu að koma þér aftur í stellingar til að taka á móti þessari tísku aftur?

„Já, að vissu leiti. Þetta er flókið ferli og fjölmargir þættir sem þurfa að ganga upp. Auðveldast er þessi skapandi  partur að búa til  línurnar í grófum dráttur, en svo kemur erfið parturinn sem er vörustjórnaraferlið hvað á að endanum að framleiða og hvar, fyrir hvern. Og spyrja sig að því hvort viðskiptavinir mínir séu flottir í þessu? Eru þetta flíkurnar sem þeim vantar fyrir rétta útlitið. Eru formin að ganga upp og er ég að nýta efnið rétt, er vel farið með auðlindirnar? Næ ég að framleiða þetta á réttu verið. Þetta er líka spennandi partur af hönnunarferlinum og ekki síður mikilvægur,“ segir hún. 

En hvernig er sumarískan hjá þér? 

„Sumarið í sumar 2018 er ekki neitt mega afgerandi finnst mér. Það verður meiri breyting næsta vetur en enn eru endalausir litir og mynstur og öllu blandað saman. Allt í tísku  eins og sagt er sem er að sumu leiti hálfgert úrræðaleysi og ákveðin valkvíði í neyslumynstri dagsins í dag. Að blanda bara öllu saman  er einhvernvegin ekkert alltaf af takast, en hins vegar eru það mjög flott þegar vel tekst til og finnst mér það síður spennandi hjá hönnuðunum en getur verið mjög flott hjá einstaklingum og óska  hér með eftir  meiri stíl  og minni meðalmennsku á öllum stigum alstaðar.“

Björg Ingadóttir, eigandi Spaksmannsspjara.
Björg Ingadóttir, eigandi Spaksmannsspjara. Morgunblaðið/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Retró heimili í Covent Garden

Í gær, 15:00 Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

Í gær, 12:00 Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

Í gær, 09:00 Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

Í gær, 06:00 Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

í fyrradag Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

í fyrradag Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Klæddu þig eins og bókasafnsfræðingur

í fyrradag Tískan fer í marga hringi. Um þessar mundir minnir margt í tískunni á Goldie Hawn í Foul Play þar sem hún leikur á eftirminnilegan hátt bókasafnsfræðinginn Gloriu Mundy. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

í fyrradag Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

í fyrradag Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

í fyrradag Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »

Mannúð og heiðarleiki í forgrunni

í fyrradag Helga Ólafsdóttir hefur unnið sem hönnuður í fjölda mörg ár. Í viðtalinu talar hún um tilgang lífsins, tískuna og fleira.   Meira »

Hlébarðamynstur leyfilegt í Hvíta húsinu

16.3. Melania Trump tók á móti forsætisráðherra Írlands í grænum hlébarðamynsturskjól. Pinnahælarnir voru síðan með hefðbundnu snákaskinnsmynstri. Meira »

Fólk í samböndum líklegra til að fitna

16.3. Vísindin hafa staðfest það sem fólk hefur langi haldið, að fólk fitni í samböndum. Þeir einhleypu eru undir meiri pressu að líta vel út. Meira »

Upprunalegt Sigvalda-hús með sögu

16.3. Atriði úr myndinni Undir trénu var tekið upp í garðinum við Hvassaleiti 73. Húsið er merkilegt að því leytinu til að í húsinu er allt upprunalegt. Þetta er því alger veisla fyrir þá sem elska tekk og gamlan tíma. Meira »

Flottari brúnka með Astaxanthin

16.3. „Ef þú ert á leið í sólarfrí á næstunni langar mig að gefa þér gott ráð. Hvort sem þú ætlar að láta geisla sólarinnar verma þig í fáa eða marga daga, er gott að undirbúa húðina sem best. Því er frábært að byrja að taka inn Astaxanthin frá NOW svona þrem til fjórum vikum fyrir brottför og taka það svo inn meðan verið er í sólinni.“ Meira »

Í eins dragt, hvor var flottari?

15.3. Tilda Swinton og Keira Knightley féllu báðar fyrir smóking fyrir konur frá Chanel. Knightley mætti með slaufu en Swinton var frjálslegri eins og hún er vön að vera. Meira »

Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi

16.3. Eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi er komið á sölu. Um er að ræða 232 fm einbýli sem byggt var 1950.   Meira »

Áslaug Arna bauð í partí heim til sín

16.3. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða vinum og velunnurum í kokkteilboð heim til sín þar sem hún býr við Stakkholt í Reykjavík. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina og býður Áslaug Arna sig fram sem ritari flokksins. Meira »

Ný Cartier-lína kynnt á rauða dreglinum

16.3. Það var góð stemning í Optical Studio í gær þegar Cartier-lína var kynnt með tískusýningu. Á rauða dreglinum voru hver gleraugun sýnd á fætur öðrum. Meira »

Rún Ingvarsdóttir selur íbúðina

15.3. Rún Ingvarsdóttir hefur sett sína fallegu íbúð við Brávallagötu í Reykjavík á sölu. Rún starfaði á fréttastofu RÚV á árunum frá 2007 til 2016 en þá réð hún sig yfir til Landsbankans. Meira »