Íslenskar konur fljótar að tileinka sér tískuna

Hreindís Guðrún Eyfeld hefur endalausan áhuga á skóm og er ...
Hreindís Guðrún Eyfeld hefur endalausan áhuga á skóm og er nánast með heilt herbergi undir þá heima hjá sér. GS skór / einkaeign.

Hreindís Guðrún Eyfeld er verslunarstjóri hjá GS skóm í Smáralind. Hún fylgist vel með tískunni og fer reglulega í innkaupaferðir þar sem hún fylgist með nýjustu straumum og stefnum. 

Hvað geturðu sagt mér um tískuna í sumar? „Hún er litrík og skemmtileg. Rauðir tónar, rósableikt og dýraprint verður áberandi í skóm, en einnig í fatnaði,“ segir Hreindís eða Dísa eins og hún er vanalega kölluð og heldur áfram. „Það verður mikil litagleði og samlita sett munu koma enn sterkar inn. Það verður vinsælt að blanda saman litum sem almennt þykja ekki tóna saman eins og t.d. pastel fjólublár og heitur rauður, en það er hluti af „anti-fashion“ trendinu.“

Dýraprint verður áberandi í skóm á þessu ári að sögn ...
Dýraprint verður áberandi í skóm á þessu ári að sögn Dísu. GS skór/einkaeign.

Dísa segir að svartur hafi oft verið kallaður þjóðarliturinn, en mörgum íslenskum konum líður vel í svörtum fatnaði og skóm. Fyrir þær vanaföstu mælir Dísa með því að prufa að klæðast litríkum skóm, t.d. rauðum, við svört föt.

Það verður mikið um litadýrð á þessu ári. Rauðir skór ...
Það verður mikið um litadýrð á þessu ári. Rauðir skór með svörtum buxum gerir mikið fyrir útlitið. GS skór/einkaeign.

„Í vor byrjum við að bjóða upp á lakkskó sem munu koma enn sterkar inn með haustinu. Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna núna er hvað það er margt í gangi. Lágir- og hair hælar, támjóir skór og rúnaðir. Það finna allir pottþétt það sem þeir eru að leita sér að.“

Dísa segir að í sumar verða litríkir kjólar vinsælir. „Við litríka kjóla er gaman að skarta litríkum skóm sem tengjast meginlit kjólsins.“

Vandað leður frá Spáni

Dísa segir strigaskó einnig vinsæla. Mokkasínur eru einnig áfram í tísku, bæði með opnum hæl og lokuðum. „Þær eru oftar en ekki skreyttar með sylgjum.“

Dísa segir að mikið af skónum í GS skóm séu framleiddir á Spáni. „Það er mikil hefð fyrir skóframleiðslu á Spáni og leðrið þaðan er mjög vandað og gott. Okkur finnst mikilvægt að skórnir séu mjúkir og þægilegir og endist vel.“ Dísa hefur frá því hún man eftir sér alltaf haft áhuga á tísku. „Ég hóf starfsferil minn í fatnaði og færði mig svo yfir í skóna. Ég hef endalausan áhuga á skóm og er nánast með heilt herbergi undir þá heima!“

Fallegir dömuskór úr GS skóm.
Fallegir dömuskór úr GS skóm. GS skór / einkaeign.

Hrifin af ólíkum árstíðum í tískunni

Hvernig eru íslenskar konur að mati Dísu? „Þær eru með ákveðinn stíl sem mér finnst fallegur. Ég er þó ekki sammála þeim sem segja íslensku kventískuna vera einsleita, hún er mjög fjölbreytt að mínu mati. Íslenskar konur eru fljótar að tileinka sér nýjustu strauma þegar kemur að tísku og margar nú þegar farnar að klæðast litríkari flíkum og skóm en vanalega.“

Dísa segist hrifin af árstíðunum í tískunni en að það sé þó alltaf ákveðin lína sem heldur sér í gegnum árið. „Til að mynda eru klassísk svört stígvél og hælar alltaf vinsælar vörur í GS skóm. Allar konur ættu að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk í sumar og hana hlakka til að aðstoða konur við að finna sér nýja skó.“

Svartir góðir skór við gallabuxur eru ómissandi allt árið um ...
Svartir góðir skór við gallabuxur eru ómissandi allt árið um kring. GS Skór/einkaeign.

Best klæddu konur Íslands

09:00 Hefð hefur skapast fyrir því að velja best klæddu konur landsins árlega. Að þessu sinni var valið vandasamt enda fjölmargar íslenskar konur sem bera af þegar kemur að klæðaburði. Eftirfarandi er listi yfir þær sem komust á blað dómnefndar sem skipuð var af ritstjórn Tískublaðs Morgunblaðsins. Meira »

Taktu inn sama vítamín og Kim Kardashian

06:00 Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með þykkt og fallegt hár á höfðinu. Nú hefur hún ljóstrað því upp hver galdurinn á bak við þetta er. Meira »

Ósiðir kvenna eftir ræktina

Í gær, 23:59 Ekki fara allar konur í sturtu eftir æfingu, skipta um föt, drekka vatn og borða hollt. Sumar fara í sveittum buxum í næstu bílalúgu. Meira »

Sjálfstæðiskonur skemmtu sér

Í gær, 18:30 Landssamband sjálfstæðiskvenna hélt landsfundarhóf á Hótel Íslandi og þangað mættu um 150 konur. Hefð er að LS standi fyrir hófi fimmtudaginn fyrir landsfund og á því var engin breyting nú. Meira »

Gjafir fyrir fermingarstúlkuna

í gær Verslanir landsins eru fullar af áhugaverðum gjöfum fyrir fermingarbarnið í dag. Eftirfarandi eru gjafahugmyndir sem ættu að koma að gagni. Meira »

Heitustu tæknivörurnar fyrir fermingarbarnið

í gær Tækninni fleygir fram og það sem var heitasta tæknivaran á síðasta ári er svo sannarlega ekki það sama og nú.   Meira »

Heiðrún Anna heimsótt í Lundúnum

í gær Baðherbergi Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur tónlistarmanns í Lundúnum fékk yfir 100.000 læk á Pinterest. Baðherbergið hannaði hún sjálf frá grunni ásamt öllum öðrum rýmum á heimili sínu. Húsið er ákaflega fallegt og litríkt. Meira »

Katrín paraði saman grænt og grænt

í gær Græn föt eru framarlega í fataskáp Katrínar hertogaynju. Við grænan kjól klæddist hún grænni kápu en ekki er lengra síðan en um síðustu helgi að hún klæddist dökkgrænni kápu. Meira »

Er algjör töskuperri

í gær Birgitta Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi segist versla alltof mikið á netinu. Hún segist fara inn á Asos-appið nokkrum sinnum á dag og endar oft á því að kaupa sér bunka af fötum. Meira »

Komdu vel fyrir á fyrstu 5 mínútunum

í fyrradag Hversu snemma á að mæta í atvinnuviðtal? Ekki of snemma en ekki of seint heldur. Það þarf ekki bara að heilla ráðningastjórann líka fólkið í móttökunni til þess að landa draumastarfinu. Meira »

Pör sem gera þetta stunda meira kynlíf

í fyrradag Kynlífið batnar ekki bara við betri bólbrögð. Það er gott fyrir sambandið að skreppa til útlanda eða upp í bústað.   Meira »

Einfalt ráð til að auka brennsluna

í fyrradag Einfaldasta leiðin velja þann tímaglugga að fasta sem þér hentar, 12 eða 14 klst sem dæmi. Þú þarft ekki að styðjast við Intermittent fasting á hverjum degi. Hugsaði bara með þér að borða ekkert 2-4 klst fyrir svefn á virkum dögum. Þar sem konur eru viðkvæmari fyrir blóðsykursójafnvægi en karlar m.a mæli ég því fremur með konur fasti í 12-14 klst fremur en lengur. Meira »

Fermingargjafir sem breyta

21.3. Þegar kemur að því að gefa fermingarbörnum gjafir eru mörg okkar hugsandi yfir hvaða gjafir geta gefið börnunum í lífinu okkar nýtt og jákvætt sjónarhorn á lífið. Á fermingaraldri er unga fólkið okkar svo meðtækilegt fyrir heimspeki og jákvæðum boðskap. Meira »

Nýtt heimili fyrir litla peninga

21.3. Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður er komin með sína litalínu sem fæst í Slippfélaginu. Sæbjörg eða Sæja eins og hún er kölluð segir samstarfið hafi orðið til eftir þrotlausa vinnu við að finna réttu litina. Meira »

Mikilvægt að kenna lifandi trúfræðslu

20.3. Unnur Guðný María Gunnarsdóttir hefur ásamt prestum leitt börnin í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík í fermingarfræðslunni í vetur. Meira »

Vinna upp úr fötum sem var hafnað

20.3. Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs. Meira »

Missirinn blossaði upp

21.3. Emilíana Torrini er gestur Trúnó á fimmtudaginn. Hún segir frá því hvernig paranojan hafi blossað upp þegar hún varð móðir.   Meira »

Útlandalegt við Hagamel

21.3. Við Hagamel í Reykjavík stendur glæsileg íbúð með áhugaverðu yfirbragði. Hver hlutur á sinn stað og smekklegheitin eru allsráðandi. Meira »

Á erfitt með að fá fullnægingu 75 ára

20.3. „Ég er 75 ára og varð ekkja fyrir fjórum árum eftir 50 ára langt hjónaband. Ég hef verið að prófa stefnumótasíður og hef hitt tvo indæla menn síðasta árið.“ Meira »

Hödd selur eitursvala raðhúsið sitt

20.3. Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er nýstandsett en það var byggt 2017. Meira »