Íslenskar konur fljótar að tileinka sér tískuna

Hreindís Guðrún Eyfeld hefur endalausan áhuga á skóm og er ...
Hreindís Guðrún Eyfeld hefur endalausan áhuga á skóm og er nánast með heilt herbergi undir þá heima hjá sér. GS skór / einkaeign.

Hreindís Guðrún Eyfeld er verslunarstjóri hjá GS skóm í Smáralind. Hún fylgist vel með tískunni og fer reglulega í innkaupaferðir þar sem hún fylgist með nýjustu straumum og stefnum. 

Hvað geturðu sagt mér um tískuna í sumar? „Hún er litrík og skemmtileg. Rauðir tónar, rósableikt og dýraprint verður áberandi í skóm, en einnig í fatnaði,“ segir Hreindís eða Dísa eins og hún er vanalega kölluð og heldur áfram. „Það verður mikil litagleði og samlita sett munu koma enn sterkar inn. Það verður vinsælt að blanda saman litum sem almennt þykja ekki tóna saman eins og t.d. pastel fjólublár og heitur rauður, en það er hluti af „anti-fashion“ trendinu.“

Dýraprint verður áberandi í skóm á þessu ári að sögn ...
Dýraprint verður áberandi í skóm á þessu ári að sögn Dísu. GS skór/einkaeign.

Dísa segir að svartur hafi oft verið kallaður þjóðarliturinn, en mörgum íslenskum konum líður vel í svörtum fatnaði og skóm. Fyrir þær vanaföstu mælir Dísa með því að prufa að klæðast litríkum skóm, t.d. rauðum, við svört föt.

Það verður mikið um litadýrð á þessu ári. Rauðir skór ...
Það verður mikið um litadýrð á þessu ári. Rauðir skór með svörtum buxum gerir mikið fyrir útlitið. GS skór/einkaeign.

„Í vor byrjum við að bjóða upp á lakkskó sem munu koma enn sterkar inn með haustinu. Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna núna er hvað það er margt í gangi. Lágir- og hair hælar, támjóir skór og rúnaðir. Það finna allir pottþétt það sem þeir eru að leita sér að.“

Dísa segir að í sumar verða litríkir kjólar vinsælir. „Við litríka kjóla er gaman að skarta litríkum skóm sem tengjast meginlit kjólsins.“

Vandað leður frá Spáni

Dísa segir strigaskó einnig vinsæla. Mokkasínur eru einnig áfram í tísku, bæði með opnum hæl og lokuðum. „Þær eru oftar en ekki skreyttar með sylgjum.“

Dísa segir að mikið af skónum í GS skóm séu framleiddir á Spáni. „Það er mikil hefð fyrir skóframleiðslu á Spáni og leðrið þaðan er mjög vandað og gott. Okkur finnst mikilvægt að skórnir séu mjúkir og þægilegir og endist vel.“ Dísa hefur frá því hún man eftir sér alltaf haft áhuga á tísku. „Ég hóf starfsferil minn í fatnaði og færði mig svo yfir í skóna. Ég hef endalausan áhuga á skóm og er nánast með heilt herbergi undir þá heima!“

Fallegir dömuskór úr GS skóm.
Fallegir dömuskór úr GS skóm. GS skór / einkaeign.

Hrifin af ólíkum árstíðum í tískunni

Hvernig eru íslenskar konur að mati Dísu? „Þær eru með ákveðinn stíl sem mér finnst fallegur. Ég er þó ekki sammála þeim sem segja íslensku kventískuna vera einsleita, hún er mjög fjölbreytt að mínu mati. Íslenskar konur eru fljótar að tileinka sér nýjustu strauma þegar kemur að tísku og margar nú þegar farnar að klæðast litríkari flíkum og skóm en vanalega.“

Dísa segist hrifin af árstíðunum í tískunni en að það sé þó alltaf ákveðin lína sem heldur sér í gegnum árið. „Til að mynda eru klassísk svört stígvél og hælar alltaf vinsælar vörur í GS skóm. Allar konur ættu að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk í sumar og hana hlakka til að aðstoða konur við að finna sér nýja skó.“

Svartir góðir skór við gallabuxur eru ómissandi allt árið um ...
Svartir góðir skór við gallabuxur eru ómissandi allt árið um kring. GS Skór/einkaeign.

Stelpa breytir leikjasenunni

Í gær, 23:30 Það þarf sterk bein til að vera kvenfrumkvöðull og án efa sterkari bein ef þú ætlar að sigra í tölvuleikjaiðnaðinum. Margrét Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, er að ryðja brautina með nýjum samningi við Google og Musical Futures. Meira »

Fyrstu skipti stjarnanna voru misjöfn

Í gær, 20:30 Fólk á misjafnar sögur af því hvernig það missti sveindóminn eða meydóminn. Það sama á við um stjörnurnar í Hollywood.   Meira »

Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

Í gær, 17:30 Kórónan sem Díana prinsessa gifti sig með var í fyrsta sinn notuð eftir lát hennar í brúðkaupi systurdóttur hennar á dögunum. Meira »

Rúrik vildi þrengri buxur og styttri ermar

Í gær, 14:30 Rúrik Gíslason, heitasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ef marka má Instagram, lét sérsauma á sig föt.   Meira »

Ósk Gunnarsdóttir selur slotið

Í gær, 11:23 Útvarpskonan og flugfreyjan, Ósk Gunnarsdóttir, hefur sett íbúðina á sölu. Íbúðin er litrík og heillandi og staðsett á besta stað. Meira »

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

Í gær, 09:40 Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

Í gær, 07:00 Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

í fyrradag Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

í fyrradag Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

í fyrradag Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

í fyrradag Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

í fyrradag Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

í fyrradag Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

í fyrradag María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

20.6. Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

20.6. Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

20.6. Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »

Viltu nota keppnis góða vörn?

20.6. Daily UV FACE MOUSSE var valin besta sólvaran á andlitið árið 2018. Þetta eru alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga frá London, New York og Sydney. Alls 600 snyrtivörumerki tóku þátt í þessari keppni, sem ekki er hægt að styrkja, um bestu sólvöruna. Meira »

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

20.6. Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

20.6. Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

20.6. „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »