Íslenskar konur fljótar að tileinka sér tískuna

Hreindís Guðrún Eyfeld hefur endalausan áhuga á skóm og er …
Hreindís Guðrún Eyfeld hefur endalausan áhuga á skóm og er nánast með heilt herbergi undir þá heima hjá sér. GS skór / einkaeign.

Hreindís Guðrún Eyfeld er verslunarstjóri hjá GS skóm í Smáralind. Hún fylgist vel með tískunni og fer reglulega í innkaupaferðir þar sem hún fylgist með nýjustu straumum og stefnum. 

Hvað geturðu sagt mér um tískuna í sumar? „Hún er litrík og skemmtileg. Rauðir tónar, rósableikt og dýraprint verður áberandi í skóm, en einnig í fatnaði,“ segir Hreindís eða Dísa eins og hún er vanalega kölluð og heldur áfram. „Það verður mikil litagleði og samlita sett munu koma enn sterkar inn. Það verður vinsælt að blanda saman litum sem almennt þykja ekki tóna saman eins og t.d. pastel fjólublár og heitur rauður, en það er hluti af „anti-fashion“ trendinu.“

Dýraprint verður áberandi í skóm á þessu ári að sögn …
Dýraprint verður áberandi í skóm á þessu ári að sögn Dísu. GS skór/einkaeign.

Dísa segir að svartur hafi oft verið kallaður þjóðarliturinn, en mörgum íslenskum konum líður vel í svörtum fatnaði og skóm. Fyrir þær vanaföstu mælir Dísa með því að prufa að klæðast litríkum skóm, t.d. rauðum, við svört föt.

Það verður mikið um litadýrð á þessu ári. Rauðir skór …
Það verður mikið um litadýrð á þessu ári. Rauðir skór með svörtum buxum gerir mikið fyrir útlitið. GS skór/einkaeign.

„Í vor byrjum við að bjóða upp á lakkskó sem munu koma enn sterkar inn með haustinu. Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna núna er hvað það er margt í gangi. Lágir- og hair hælar, támjóir skór og rúnaðir. Það finna allir pottþétt það sem þeir eru að leita sér að.“

Dísa segir að í sumar verða litríkir kjólar vinsælir. „Við litríka kjóla er gaman að skarta litríkum skóm sem tengjast meginlit kjólsins.“

Vandað leður frá Spáni

Dísa segir strigaskó einnig vinsæla. Mokkasínur eru einnig áfram í tísku, bæði með opnum hæl og lokuðum. „Þær eru oftar en ekki skreyttar með sylgjum.“

Dísa segir að mikið af skónum í GS skóm séu framleiddir á Spáni. „Það er mikil hefð fyrir skóframleiðslu á Spáni og leðrið þaðan er mjög vandað og gott. Okkur finnst mikilvægt að skórnir séu mjúkir og þægilegir og endist vel.“ Dísa hefur frá því hún man eftir sér alltaf haft áhuga á tísku. „Ég hóf starfsferil minn í fatnaði og færði mig svo yfir í skóna. Ég hef endalausan áhuga á skóm og er nánast með heilt herbergi undir þá heima!“

Fallegir dömuskór úr GS skóm.
Fallegir dömuskór úr GS skóm. GS skór / einkaeign.

Hrifin af ólíkum árstíðum í tískunni

Hvernig eru íslenskar konur að mati Dísu? „Þær eru með ákveðinn stíl sem mér finnst fallegur. Ég er þó ekki sammála þeim sem segja íslensku kventískuna vera einsleita, hún er mjög fjölbreytt að mínu mati. Íslenskar konur eru fljótar að tileinka sér nýjustu strauma þegar kemur að tísku og margar nú þegar farnar að klæðast litríkari flíkum og skóm en vanalega.“

Dísa segist hrifin af árstíðunum í tískunni en að það sé þó alltaf ákveðin lína sem heldur sér í gegnum árið. „Til að mynda eru klassísk svört stígvél og hælar alltaf vinsælar vörur í GS skóm. Allar konur ættu að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk í sumar og hana hlakka til að aðstoða konur við að finna sér nýja skó.“

Svartir góðir skór við gallabuxur eru ómissandi allt árið um …
Svartir góðir skór við gallabuxur eru ómissandi allt árið um kring. GS Skór/einkaeign.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál