Meghan mætti með alpahúfu

Meghan Markle var flott með hvíta alpahúfu.
Meghan Markle var flott með hvíta alpahúfu. AFP

Meghan Markle sinnti í fyrsta skipti opinberlegri skyldu ásamt Elísabetu Englandsdrottningu þegar hún mætti í messu í Westminster Abbey í London. Konurnar í fjölskyldunni, þær Meghan, Katrín, Camilla og Elísabet, mættu allar með hatta eins og vant er að konur í konungsfjölskyldunni geri við hátíðleg tilefni.  

Á meðan Katrín, Camilla og drottningin skörtuðu fremur hefðbundnum höttum mætti Meghan með hvíta alpahúfu. Húfan kemur frá Stephen James og smellpassaði við hvítu kápuna frá Amöndu Wakeley en kápan kostar rúmlega 120 þúsund íslenskar krónur. 

Á meðan Meghan valdi hvítt og dökkan kjól undir lét Katrín hertogaynja lítið fyrir sér fara komin átta mánuði á leið í dökkbláu en kápan sem hún klæddist er úr smiðju Beulah London samkvæmt People

Meghan, Harry, Katrín og Vilhjálmur, öll í sínu fínasta pússi.
Meghan, Harry, Katrín og Vilhjálmur, öll í sínu fínasta pússi. AFP
Camilla með sparihatt.
Camilla með sparihatt. AFP
Elísabet Englandsdrottning sést sjaldan án hatts.
Elísabet Englandsdrottning sést sjaldan án hatts. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál