Þórunn í Kisunni á vit nýrra ævintýra

Þórunn er mikil ævintýramanneskja og listræn fram í fingurgóma. Um ...
Þórunn er mikil ævintýramanneskja og listræn fram í fingurgóma. Um þessar mundir er hún að leggja drög að sínu þriðja ævintýri. Úr einkasafni.

Þórunn Edda Anspach er mörgum Íslendingum kunn enda rak hún um árabil eina fallegustu hönnunarbúð landsins; Kisuna. Hún hefur ferðast víða og er með einstakan smekk. Tíska og hönnun hafa átt hug hennar allan síðustu misseri en nú segir hún kominn tíma á nýtt ævintýri. 

Þórunn og eiginmaður hennar, Olivier Brémond, hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði verslunarreksturs og tísku en áður en þau stofnuðu Kisuna áttu þau sitt eigið sjónvarpsframleiðslufyrirtæki. „Árið 2004, þegar ég var ólétt að þriðja barninu okkar hjóna, henni Doru Elisu, ákváðum við hjónin að leggja land undir fót og láta gamlan draum rætast um að búa á Íslandi um tíma.

Það var yndisleg ákvörðun, enda vildum við að börnin okkar lærðu íslensku og kynntust íslenskri menningu betur. Eftir nokkurra mánaða búsetu á Íslandi ákváðum við að selja framleiðslufyrirtækið okkar, sem við höfðum stofnað 20 árum áður, og hefja nýjan kafla í lífinu. Við stofnuðum þá Kisuna með það að leiðarljósi að bjóða upp á öll okkar uppáhaldsmerki á sviði tísku og hönnunar.

Hugsunin var að kynna vörumerki sem þá voru ókunn Íslendingum.“

Elskar fjölbreytileikan

Seinna lokuðu þau versluninni á Íslandi og sneru sér alfarið að Kisunni í New York-borg. Hvernig er að búa í stóra eplinu?

„Ég elska fjölbreytileikann í New York. Þegar ég geng í vinnuna heyri ég í það minnsta 10 ólík tungumál. Hrifning mín á fjölbreytileikanum er án efa komin til vegna uppruna míns, þar sem ég á rætur að rekja til Íslands og Bandaríkjanna og var alin upp í Frakklandi.

Sagt er að öllum líði eins og þeir eigi heima í New York, og það er sannleikurinn að mínu mati. Borgin er einnig svo ótrúlega orkumikil og spennandi og fjölbreytileiki á sviði hönnunar, tísku og menningar mikill. Þegar maður býr í svona stórborg fer maður mikið út, í leikhús, kvikmyndahús, á djasstónleika, söngleiki, veitingahús og söfn. Valmöguleikarnir eru endalausir.“

Þórunn bendir á að í New York gangi maður allt og það gefi orku. „Að ganga um borgina er skemmtilegt þar sem hún er iðandi af áhugaverðum hlutum. Það er ýmist verið að taka upp kvikmyndir, þú hittir fólk sem er með afbrigðum vel klætt og svo framvegis.“

Tískan á að vera valdeflandi

Hverju leitar Þórunn að í tískunni?

„Að mínu mati er tískan leið til að tjá sig, hún ætti að láta þér líða vel og vera valdeflandi.

Ég horfi án efa á hvað er í tísku hverju sinni, en innst inni er ég á því að breytingarnar séu ekki svo miklar á milli árstíða. Ég vel það sem mér finnst fallegt hverju sinni. Ég held upp á þá hönnuði eða tískuhús sem bjóða upp á fallegt handverk og samfélagslega ábyrga hugsun. Ég elska hluti sem standa upp úr, eru eins konar listmunir, en ég er einnig hrifin af glæsileika svo ætli minn still sé ekki blanda af hvoru tveggja, með vott af tímabilstilfinningu líka.“

Hvaða hlutir eru í uppáhaldi hjá þér?

„Hlutir frá þremur uppáhaldshönnuðum mínum, þeim Christian Wijnant, Forte Forte og Tsumori Chisato, myndu vekja mestan áhuga hjá mér. Þessir hönnuðir eru að mínu mati ótrúlega listrænir og veita mér sífellt hugljómun.“

Hvað með þína eigin línu?

„Fyrir nokkrum árstíðum gerðum við okkar eigin línu, sem voru nokkrir ómissandi klassískir hlutir í fataskápinn. Línan seldist vel, en verðið var hátt þar sem línan var smá í sniðum og fáir hlutir framleiddir í hverjum stíl. En við nutum þess að búa til línuna.“

Þórunn ólst upp hjá mjög sterkri fyrirmynd, Högnu Sigurðardóttur, einum af okkar þekktustu arkitektum.

Þórunn sem barn með móður sinni Högnu Sigurðardóttur arkitekt.
Þórunn sem barn með móður sinni Högnu Sigurðardóttur arkitekt. Úr einkasafni.

„Mamma var með magnaðan stíl sjálf. Hún sagði mér að þegar hún var að læra arkitektúr í Les Beaux Arts í París fór hún reglulega í uppáhaldsbúðina sína, Soniu Rykiel, fann sér þar einn hlut og lagði fyrir í hverjum mánuði til að geta keypt hann. Af þessu hafði hún mikla ánægju. Af henni lærði ég að einn fallegur hlutur er miklu verðmætari en tíu ódýrir minna áhugaverðir hlutir. Jafnframt tel ég að hún hafi gefið mér skynbragð á hvernig fallegar línur eiga að vera í fatnaði. Næstum eins og skúlptúr, með ákveðið jafnvægi í umfangi. Jafnvel þótt hún elskaði svart líkaði henni vel við liti, en þeir voru ekki skærir, heldur daufir.“ Þórunn segir að fyrir tilstilli móður sinnar hafi hún lært að innrétta heimili sitt. „Hún kenndi mér hvernig til dæmis það er alltaf betra að setja saman nokkra hluti inni á heimilinu í stað þess að dreifa þeim víða. Hún kenndi mér einnig að húsgögn ættu ávallt að hafa rými í kringum sig en aldrei vera upp við vegg. Þessir litlu hlutir sem eru frá henni komnir, sem henni fannst almennir og koma af sjálfu sér, er hæfni sem ég hef tileinkað mér og kannski erfitt að útskýra það með orðum.“

Hvaða merkingu hefur Ísland fyrir þig?

„Faðir minn var Þjóðverji sem varð seinna bandarískur ríkisborgari eftir að hafa þjónað í hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Hann sagði ávallt að það væru forréttindi að vera Íslendingur. Móðir mín tók undir það og reyndum við eftir fremsta megni að heimsækja landið á hverju ári. Við fórum á hverju ári til Vestmannaeyja til ömmu og afa. Einnig ólumst við upp við að hafa íslenskar au pair með okkur í París.“

Djúpar íslenskar rætur

Þórunn leggur áherslu á djúpar íslenskar rætur. „En ég finn fyrir þessum alþjóðlega uppruna í mér líka. Mér finnst ég frönsk að hluta þótt ég sé það ekki að fullu, amerísk að hluta þótt ég sé það ekki að fullu!“

Spurð um Ísland segir Þórunn að hér sé ákveðin orka. „Ísland er einstakt, einangrað og hér er ákveðinn ferskleiki. En mest af öllu finnst mér landið og fólkið sem það byggir mjög listrænt.“

Þórunn elskar afskorin blóm og hönnun hvort heldur sem er ...
Þórunn elskar afskorin blóm og hönnun hvort heldur sem er í fatnaði eða fyrir heimilið. Úr einkasafni.

Hún bendir á að sú staðreynd, að Ísland er eyja í miðju hafi, hefur áhrif á félagsgerð fólksins í landinu. „Á Íslandi er einstakt fólk, þar sem sköpun þess er ólík annarra þegar kemur að tísku, hönnun, listum og tónlist svo eitthvað sé nefnt.“

Íslendingar eru sterkir og öðruvísi

Þórunn sér fegurðina hér á landi í magnaðri náttúrunni, í litunum hér og formum. „En helst sé ég fegurðina í Íslendingum sjálfum, sem mér finnst ótrúlega sterkir og öðruvísi en allir aðrir sem ég þekki.“

Hvaða ráð myndir þú gefa ungum íslenskum konum sem langar að finna sinn eigin stíl og túlka hann í gegnum tísku og hluti í kringum sig?

Þórunn lærði margt um uppsetningu á húsgögnum frá móður sinni ...
Þórunn lærði margt um uppsetningu á húsgögnum frá móður sinni Högnu Sigurðar. Úr einkasafni.

„Að mínu mati á það sem þú gengur í að endurspegla persónuleikann. Fatnaður þinn ætti að láta þér finnast þú vera sterk og falleg og tískan á alltaf að vera ánægjuleg. Sem verslunareigandi hef ég séð svo margar ungar stúlkur og konur vera týndar í tískunni og ekki meðvitaðar um hvað fer þeim vel. En eftir að þær hafa mátað hluti og fengið ráðgjöf getur breytingin verið mögnuð. Fatnaður getur nefnilega breytt okkur og látið okkur líða vel.“

Verslun með karakter og sál

Spurð um Kisuna í dag segir Þórunn: „Í gegnum árin höfum við safnað að okkur tryggum viðskiptavinahópi og hefur rekstur verslunarinnar bæði hér í New York en einnig á Íslandi að okkar mati haft áhrif á samfélagið. Fólk er duglegt að segja okkur að það sé engin verslun eins og Kisan. New York er að mestu leyti með verslunarkeðjur eða stór tískuhús. En Kisan er það sem fólk telur að Soho hafi verið sköpuð fyrir; sjálfstæð lítil búð með karakter og sál.“

Þórunn útskýrir að á þessu ári verði Kisan 10 ára og leigusamningur í New York renni senn út. Það sé ein af forsendunum fyrir því að hún sé tilbúin að leggja af stað í nýtt ævintýri. „Við höfum ákveðið að fara aftur til Parísar og hefja þriðja upphaf okkar; nýjan kafla í lífinu. Eiginmaður minn mun hefja störf í fjölskyldufyrirtækinu sínu, sem var stofnað fyrir 50 árum og heitir Pierre & Vacances Center Parks. Fyrirtækið sérhæfir sig í ferðaþjónustu,“ segir hún og bætir við að sjálf ætli hún í nokkur sjálfstæð verkefni en muni seinna hugleiða að leggja fjölskyldufyrirtækinu lið.

Tími til að kveðja

„Að okkar mati er ferðaþjónustan spennandi iðnaður að vinna í og við hlökkum til þess að hefja þetta þriðja ævintýri okkar saman.“

Að lokum bendir Þórunn á sína upplifun af lífinu í New York. „Trump forseti hefur haft áhrif á New York eins og svo margt annað. Í raun má segja að í borginni ríki eins konar depurð og leiði. Þetta eru ekki sömu Bandaríkin og við sóttum heim fyrir 10 árum, sem tóku glaðlega og vel á móti öllum. Að okkar mati er því núna rétti tíminn til að kveðja.“

Mikilvægt að kenna lifandi trúfræðslu

Í gær, 23:59 Unnur Guðný María Gunnarsdóttir hefur ásamt prestum leitt börnin í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík í fermingarfræðslunni í vetur. Meira »

Á erfitt með að fá fullnægingu 75 ára

Í gær, 21:00 „Ég er 75 ára og varð ekkja fyrir fjórum árum eftir 50 ára langt hjónaband. Ég hef verið að prófa stefnumótasíður og hef hitt tvo indæla menn síðasta árið.“ Meira »

Vinna upp úr fötum sem var hafnað

Í gær, 18:00 Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs. Meira »

Hödd selur eitursvala raðhúsið sitt

Í gær, 15:00 Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er nýstandsett en það var byggt 2017. Meira »

Veggfóðrið gjörbreytti hjónaherberginu

í gær Ásta Sigurðardóttir lét veggfóðra einn vegg í hjónaherbergi sínu í Fossvogi. Hún valdi veggfóður frá Versace sem kemur með alveg nýja dýpt inn í herbergið. Í leiðinni málaði hún veggina í stíl og lakkaði hjónarúmið. Meira »

„Komdu út úr myrkrinu“

í gær Orri Einarsson einn af stjórnendum Áttunnar lýsir reynslu sinni í neyslu og lífinu í bata. Hann kallar á alla þá sem eru ennþá þarna úti að koma út úr myrkrinu. „Hlutverk ykkar í lífinu er ekki að vera fíklar. Það er meira og stærra líf sem bíður ykkar.“ Meira »

Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

í fyrradag Stjörnurnar eru flestar með stílista í vinnu sem sjá um að klæða þær fyrir opinbera viðburði. Það eru þó sumar sem vilja ekkert með stílista hafa. Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

í gær „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

í fyrradag „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

í fyrradag Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

í fyrradag Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

HönnunarMars í Epal

í fyrradag Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

19.3. Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

19.3. Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

18.3. Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

18.3. Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

19.3. „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

18.3. Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

18.3. Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

18.3. Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »