Mætti með andlitsfarða á Óskarinn

Daniel Kaluuya gelymdi ekki andltinu áður en hann mætti á …
Daniel Kaluuya gelymdi ekki andltinu áður en hann mætti á Óskarinn. AFP

Leikarinn Daniel Kaluuya var tilnefndur til Óskarverðlaunanna í ár fyrir hlutverk sitt í Get Out. Þrátt fyrir að hann vann ekki mætti hann glerfínn á Óskarinn og rétt eins og konurnar á rauða dreglinum kom hann við í förðunarstólnum áður en hann fór á rauða dregilinn. 

I-d greinir frá því að Kaluuya verið með andlitsfarða frá Fenty Beauty, förðunarlínu söngkonunnar Rihönnu, á Óskarinn. Hann er ekki eina karlkynsstjarnan sem gengur með snyrtivörur frá Rihönnu en leikarinn Ezra Miller skartaði varagloss frá söngkonunni á rauða dreglinum í fyrra. Konur eru oftar uppteknari af því að farða sig en karlmenn sem eru þó að verða stærri hópur á förðunarmarkaðnum en áður var. 

Þekkt er að karlmenn noti anlitsfarða fyrir sjónvarstökur og myndatökur og þar sem hvergi eru fleiri myndavélar en á rauða dreglinum fyrir Óskarinn er kannski ekki skrítið að Kaluuya hafi mætta með farða. 

Sara Clark sem hefur farðað stjörnur á borð við Tom Hiddleston segir í viðtali við Fashion Beans að smá farði geti gert öllum mönnum gott. Á veturn líta margir grámyglulega út og mælir hún því með smá bronzing geli fyrir karla til þess að gefa þeim meiri gljáa. 

Daniel Kaluuya.
Daniel Kaluuya. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál