Hártíska sem er búin að vera

Bleikt hár er búið að vera.
Bleikt hár er búið að vera. skjáskot/Instagram

Toppur eða ekki toppur? Hvað á að gera við hárið? Að minnsta kosti ekki setja langar hárlengingar í það ef eitthvað er að marka hárgreiðslumeistara sem hefur unnið í París í 20 ár, en hún dæmdi hárlengingarnar og fleiri hárgreiðslur dauðar í viðtali við Byrdie

Bleikt 

Kim Kardashian litaði á sér hárið bleikt á dögunum en var fljót að lita það dökkbrúnt enda kannski áttaði hún á sig að tími bleika litarins eru taldir. Það er að minnsta kosti skoðun hárgreiðslumeistarans í París að bleikir endar séu búnir að vera og í rauninni bara allt bleikt. 

Langar hárlengingar

Talandi um raunveruleikastjörnur þá segir hárgreiðslumeistarinn að hár í takt við það sem bandarískar raunveruleikastjörnur hafa verið þekktar fyrir sé dottið úr tísku í París. Náttúruleg fegurð er aðal málið og því langar hárlengingar ekki málið í París. 

Marglitað hár

Bleikur var ekki eini vinsæli hárliturinn. Að lita hárið í öllum litum regnbogans var vinsælt í fyrra í París en ekki lengur. Nú er það hins vegar stíllinn búinn að vera, að minnsta kosti í París þar sem konur forðast liti sem eru vel sýnilegir. 

Kim Kardashian hefur líka prófað hárlengingar.
Kim Kardashian hefur líka prófað hárlengingar. Instagram/kimkardashian
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál