Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

Karlie Kloss á tískusýningu Victoria's Secret árið 2014.
Karlie Kloss á tískusýningu Victoria's Secret árið 2014. AFP

Fyrirsætan Karlie Kloss er ekki nema 25 ára en á langan og farsælan fyrirsætuferil að baki. Hún er þekkt fyrir að ganga tískupallinn fyrir undirfatamerkið Victoria's Secret sem hún vill ekki meina að sé ófemínískt. 

„Tískusýning eins og Victoriu Secret er svo viðeigandi í heiminum sem við búum í í dag,“ sagði Kloss í viðtali við The Telegraph. Hún segir sýninguna vera jákvæða þar sem konur fá að vera þær kynverur sem þær eru og vera við stjórnvölinn.  

undirföt eru í aðalhlutverki á tískusýningum Victoria's Secret.
undirföt eru í aðalhlutverki á tískusýningum Victoria's Secret. AFP

Hún segir að sýning eins og tískusýning Victoria's Secret leyfi konum að vera þær sjálfar og vera besta útgáfan af sjálfum sér. „Hvort sem það er að ganga á háum hælum, með farða eða í fallegum nærfötum, ef þú hefur stjórn og eflist vegna þín þá er það kynþokkafullt. Persónulega elska ég að fjárfesta í öflugu ilmvatni eða nærfötum, en ég er viss um að það er á mínum forsendum.“

Fólk setur greinilega upp mismunandi gleraugu þegar um er að ræða nærfatasýningar á borð við Victoria's Secret en það er nokkuð ljóst að Kloss er með hjartað á réttum stað. Árið 2014 setti hún á laggirnar Kode with Klossy sem eru tveggja vikna langar sumarbúðir þar sem stelpum á aldrinum 13 til 18 ára er gefið tækifæri til að læra forritun. Fyrirsætan trúir því að það að læra að forrita geti haft áhrif á framtíð stúlknanna. 

Karlie Kloss á tískusýningu Victoria's Secret árið 2013.
Karlie Kloss á tískusýningu Victoria's Secret árið 2013. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál