Best klæddu konur Íslands

Helga Ólafsdóttir, Eliza Reid, Saga Sig og Sylvía Erla Melsted …
Helga Ólafsdóttir, Eliza Reid, Saga Sig og Sylvía Erla Melsted þykja allar smekkkonur. Samsett mynd

Hefð hefur skapast fyrir því að velja best klæddu konur landsins árlega. Að þessu sinni var valið vandasamt enda fjölmargar íslenskar konur sem bera af þegar kemur að klæðaburði. Eftirfarandi er listi yfir þær sem komust á blað dómnefndar sem skipuð var af ritstjórn Tískublaðs Morgunblaðsins.

Sylvía Erla Melsted, söngkona

Dómnefnd hrósar Sylvíu fyrir að vera frumleg þegar kemur að klæðaburði. Hún er með þroskaðan smekk og mjög listræn þegar hún kemur fram. Falleg og einlæg stúlka.

Sylvía Erla Melsteð er með þroskaðan fatastíl.
Sylvía Erla Melsteð er með þroskaðan fatastíl. mbl.is/Styrmir Kári

Helga Ólafsdóttir, eigandi iglo+indi

Helga er alltaf í ljósum einföldum fatnaði, með yndislega fallegt hárið og lítið máluð. Hún er eins náttúrulega og geislandi og hægt er að vera samkvæmt dómnefnd.

Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og eigandi iglo+indi er alltaf náttúrulega geislandi.
Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og eigandi iglo+indi er alltaf náttúrulega geislandi. Ljósmynd/Saga Sig

Eliza Reid, forsetafrú

Að mati dómnefndar er forsetafrúnni að takast virkilega vel til með klæðaburð í opinberum heimsóknum. Fatasmekkur hennar sem hefur alltaf verið fallegur, er að ná nýjum hæðum. Hún leggur mikið upp úr því að líta vel út í embættinu.

Eliza Reid og Guðni Th.Jóhannesson voru glæsileg í afmælisveislu á …
Eliza Reid og Guðni Th.Jóhannesson voru glæsileg í afmælisveislu á dögunum. Hún leggur mikið upp úr að líta vel út í embættinu. Ljósmynd/Kongehuset.no

Edda Gunnlaugsdóttir, tískuritstjóri Glamour

Edda er ein af þeim sem eru alltaf fallega klæddar. Hún velur vönduð og klassísk föt með flottu tvisti og er yfirleitt með flotta tösku við sem toppar heildarútlitið.

Edda Gunnlaugsdóttir er alltaf í vönduðum og klassískum fötum.
Edda Gunnlaugsdóttir er alltaf í vönduðum og klassískum fötum. Instagram.

Snæfríður Ingvarsdóttir, leikkona

Dómnefnd er sammála um að Snæfríður klæðir sig upp á skemmtilega öðruvísi. Eins og í ævintýri þar sem fataskápurinn er búningageymsla leikhúsanna.

Snæfríður Ingvarsdóttir er ævintýralega falleg og flott stelpa.
Snæfríður Ingvarsdóttir er ævintýralega falleg og flott stelpa. Instagram.

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA

Hrafnhildur er að mati dómnefndar hin íslenska Sophia Loren. Hún klæðir sig í aðsniðin föt til að sýna mjótt mittið og er til fyrirmyndar allan daginn í huggulegum skrifstofufatnaði sem er allt í senn þægilegur og smart.

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er að mati dómnefndar hin íslenska Sophia Loren.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er að mati dómnefndar hin íslenska Sophia Loren. mbl.is/Ófeigur

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ

Dómnefnd telur Fríðu alltaf klassíska og smart, með einfaldan stíl. Hún klæðir sig mikið upp á í tímabilsfatnað sem hún gerir nýtískulegan á sinn hátt. Einföld snið og ljósir tónar eru hennar aðalsmerki.

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans er alltaf klassísk og smart.
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans er alltaf klassísk og smart. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Karitas Sveinsdóttir, eigandi Haf Studio

Karitas velur sér föt með fallegum formum. Hún er með þennan breska hástéttarstíl sem margar konur eru að reyna að fylgja. Hún velur vandað og fátt í kringum sig og er örugglega ekki að eyða í óþarfa.

Karitas Sveinsdóttir ásamt eiginmanni sínum. Takið eftir skófatnaði hennar sem …
Karitas Sveinsdóttir ásamt eiginmanni sínum. Takið eftir skófatnaði hennar sem er alltaf guðdómlegur. Instagram

Klara Thorarensen, eigandi Heimahússins

 Klara nær að klæða sig þannig að hún er alltaf viðeigandi og smart. Hún hefur mjög gott auga fyrir litum og línum og er ekki að ögra með klæðaburði sínum, þrátt fyrir að vera mjög kvenleg og smart.

Klara Thorarensen er ákaflega falleg kona sem klæðir sig alltaf …
Klara Thorarensen er ákaflega falleg kona sem klæðir sig alltaf á viðeigandi hátt. Kvenleg og smart. Facebook.

Saga Sig, ljósmyndari

Dómnefnd segir Sögu eins og sólina, bjarta og ferska. Hún kemur sífellt á óvart og kemur fram við fatnað eins og listmuni. Hún setur föt saman á óvenjulegan en skemmtilegan hátt. Andstæðan við það sem almenningur er að gera.

Saga Sig hefur litríkan og líflegan stíl, sem sker sig …
Saga Sig hefur litríkan og líflegan stíl, sem sker sig úr. Hún eltist ekki við tískustrauma, heldur klæðist því sem henni þykir fallegt. Ljósmyndari / Bjarni Sig

Birna Rún Gísladóttir, bankastarfsmaður

Að mati dómnefndar er Birna Rún tignarleg líkt og tígurinn. Hún er sexí á sannfærandi hátt og er mikið í leðri og dýramynstri. Úfið hárið og náttúruleg förðun er hennar aðalsmerki.

Katrín Borg Jakobsdóttir, Birna Rún Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon. …
Katrín Borg Jakobsdóttir, Birna Rún Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon. Birna er ákaflega tignaleg og falleg kona. mbl.is/Freyja Gylfa

Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni

Dómnefnd var sammála um að hún bæri af hvort sem hún væri í síðkjól á leiðinni í fín boð eða bara í gallabuxum og bol í vinnunni. Hún er hrifin af stórum kápum og fer aldrei út úr húsi nema vera tipp topp.

Erna Hrund Hermannsdóttir fer aldrei út úr húsi nema tipp …
Erna Hrund Hermannsdóttir fer aldrei út úr húsi nema tipp topp til fara. mbl.is/Hanna Andresdottir

Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar

Ágústa er flott þegar hún sækir opinberar veislur á vegum utanríkisráðuneytis að mati dómnefndar. Hún er snillingur að finna á sig vel sniðnar gallabuxur og er með svalan stíl. Hún á stórt töskusafn og kann að setja saman einfaldan en töff fatnað.

Ágústa Johnson er alltaf flott. Hún er með svalan stíl …
Ágústa Johnson er alltaf flott. Hún er með svalan stíl og kann að setja saman einfaldan en töff fatnað. mbl.is/Árni Sæberg

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstóri í Vesturbyggð

Ásthildur er alltaf fallega klædd og gætir þess vel að eiga helst bara vönduð og fín föt. Ljósir tónar eru áberandi í fatastíl Ásthildar og svo er hún stundum eins og fjórða Wathne-systirin í klæðaburði.

Ásthildur Sturludóttir velur aðeins vönduð og fín föt.
Ásthildur Sturludóttir velur aðeins vönduð og fín föt.

Halla Bára Gestsdóttir, innanhúshönnuður 

Dómnefnd var sammála um að Halla Bára hefði þetta heillandi og afslappaða yfirbragð sem væri svo eftirsótt.

Halla Bára Gestsdóttir er innanhússhönnuður með masterspróf. Hún er með …
Halla Bára Gestsdóttir er innanhússhönnuður með masterspróf. Hún er með þetta stílhreina, afslappaða yfirbragð. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS

Dómnefnd var sammála um að Heiðrún Lind legði mikinn í klæðaburð sinn. Hún á gott safn af fallegum jökkum og er alltaf í fallegum skóm og með merkileg veski.

Heiðrún Lind á gott safn af fallegum fatnaði. Hún er …
Heiðrún Lind á gott safn af fallegum fatnaði. Hún er alltaf smart og einstaklega falleg. Mynd úr safni.

Eva H. Baldursdóttir, fjármálaráðuneytinu

Eva er samkvæmt dómnefnd ekki þessi hefðbundni embættismaður þegar kemur að klæðnaði. Hún er flott vaxin og smávegis rokkari.

Samt er hún með kvenlegan stíl og allt virðist klæða hana vel.

Eva H. Baldursdóttir er klassísk en alltaf smávegis rokkari. Með …
Eva H. Baldursdóttir er klassísk en alltaf smávegis rokkari. Með kvenlegan stíl sem eftir er tekið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál