Tískufyrirmyndin Amber Valletta

Amber Valetta er fyrirmynd margra ungra kvenna sem eru að …
Amber Valetta er fyrirmynd margra ungra kvenna sem eru að fóta sig í heimi tískunnar. Pinterest.

Amber Valletta hefur löngum þótt ein fallegasta kona heims. Hún er fædd í Arizona og hefur starfað sem fyrirsæta, framleiðandi og leikkona allt sitt líf. Hún á sér merkilega sögu og við fórum aðeins yfir lífshlaupið sem gerði hana að því sem hún er í dag. Sannkölluð fyrirmynd þegar kemur að lífsstíl, tísku og fagurfræði. 

Amber Valletta er fædd árið 1974. Hún hóf feril sinn sem tískumódel og sló í gegn einungis átján ára framan á bandaríska Vogue. Hún hóf ferilinn 15 ára og landaði samningum við tískuhús á borð við Giorgio Armani, Chanel, Louis Vuitton, Prada, Valentino, Gucci og Versace svo einhver séu nefnd.

Upp úr árinu 2000 hóf hún að fókusera á leiklist. Fyrsta hlutverk hennar var í kvikmyndinni What Lies Beneath. Hún lék einnig í kvikmyndunum Hitch, Transporter 2, Man About Town, Dead Silence, Gamer, and The Spy Next Door.

Árið 2011 hóf hún feril sinn í sjónvarpi.

Amber Valetta á sér mörg andlit. Öll eru þau undurfalleg.
Amber Valetta á sér mörg andlit. Öll eru þau undurfalleg. Pinterest.

Áskorunum snúið upp í tækifæri

Það sem hefur vakið athygli varðandi þessa flottu konu er hversu vel henni hefur tekist við að takast á við áskoranir í lífinu. Hún hefur talað opinskátt um fyrirsætuiðnaðinn, hvernig átraskanir og eiturlyf eru hluti af daglegu viðfangsefni ungra kvenna í geiranum. Hvernig við getum dottið í fíkn á öllum sviðum í lífinu, þegar við kaupum meira en við höfum efni á, gleymum okkur á netinu eða skiptum um maka örar en eðlilegt þykir.

Hversu heimurinn getur verið flókinn að lifa í. Hvernig okkur getur leiðst, orðið einmana og viljað fá okkur fix til að forðast sjálf okkur og augnablikið.

Valetta er auðmjúk og einlæg þegar hún kemur fram og …
Valetta er auðmjúk og einlæg þegar hún kemur fram og segir að hún þurfi að vera í stöðugri vinnu með sig. Pinterest.

Hvarf inn í heim áfengis og fíkniefna

Í viðtali við vefinn MindBodyGreen viðurkenndi hún vanmátt sinn gagnvart áfengi og fíkniefnum. Hún segist taka fulla ábyrgð á öllu því sem hún hafi gert um æfina, en talar um hvernig hægt er að snúa áskorunum upp í tækifæri og segir: „Það sem áður var fullt af myrkri og ótta er nú fullt af ljósi og kærleik. Ég þakka fyrir hvern dag í mínu lífi og þarf að læra að vera góð og kærleiksrík manneskja á hverri stundu. Lífið hefur aldrei verið mér auðvelt, en ég er þakklát fyrir allt sem ég á og vildi aldrei hafa líf mitt öðruvísi en það er í dag.“

Amber Valletta er sögð hafa aðstoðað margar frægar konur í sinni grein sem hafa villst á veginum og hafa þurft fyrirmynd til að líta upp til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál