Af hverju skaparðu ekki þitt líf líkt og Vreeland?

Eins og sést á þessari mynd líkaði Diana Vreeland einkar …
Eins og sést á þessari mynd líkaði Diana Vreeland einkar vel við rauðan lit. Hér sést hvað hún naut lífsins til fulls sem hún hafði skapað sér. Ljósmynd/skjáskot Pinterest.

Diana Vreeland er án efa ein litríkasta persóna tískusögunnar. Hún er þekkt fyrir fortíð sína sem virðist breytast við hverja frásögn hennar um hana. Hún setti tísku og hönnun á kortið á síðustu öld í gegnum störf sín hjá Harper´s Bazar og seinna Vogue.

Hér er velt upp þeirri spurningu af hverju þú lifir ekki eins litríku lífi og hún.

Vreeland þekkti Coco Chanel en var einnig fjarskyld hinni þekktu Pauline de Rothschild. Hún starfaði á árunum 1936 til 1962 á tímaritinu Harper´s Bazar en varð ritstjóri hins þekkta bandaríska Vogue á árunum 1963 til 1971. 

Það gekk ýmislegt á í lífi Vreeland, en hún gerði það ævintýralegt. Hún var einstaklega valdamikil þegar kom að tískunni í Bandaríkjunum á síðustu öld. Í raun má segja að hún réði hvað var í tísku hálfa öldina. Eftirfarandi atriði eru skemmtilegir að skoða í ljósi sögunnar. Það er ýmislegt hægt að læra af þessum dugnaðarforki sem setti svip sinn á mannlífið út um allan heim.

Vald þitt á fegurðinni

Fjölmargar bækur hafa komið út um ævi Vreeland. Í raun má segja að þær séu bækur um hvernig við getum skapað okkar eigin veröld, ekki síður en um tísku og hönnun. Við lestur þessara bóka kemur fram að Vreeland hafi verið ung að árum þegar að hún áttaði sig á því að hún væri kannski ekki fallegasta stúlkan í götunni. Þegar hún tók ákvörðun um að vera sú allra glæsilegasta.

Hún lagði alltaf mikið upp úr því að skapa sína eigin fegurð. Í raun ákvað hún hvað væri fallegt hverju sinni, ekki einungis þegar kom að tísku, heldur einnig þegar kom að útliti með vali sínu á fyrirsætum. Hún leyfði svo sannarlega ekki umhverfinu að skilgreina sig. Hún gaf lítið út á álit annarra en lagði þeim mun meira upp úr því að líta vel út, ferðast og umgangast það sem henni fannst rétti félagsskapurinn.

Það var enginn að fara að vaða yfir þessa konu. …
Það var enginn að fara að vaða yfir þessa konu. Hún var með sitt á hreinu. Ljósmynd/skjáskot Pinterest.

Vald þitt á félagsskapnum

Þegar lesið er í gegnum ævisögur Vreeland má sjá að ung að aldri ákvað hún að lífið væri ævintýri en ekki eitthvað sem hún lenti í. Ef hún upplifði áskoranir þá ýmist ræddi hún þær ekki eða breytti staðhæfingum um fortíð sína. 

Það hefur löngum þótt ótrúverðugt að segja ekki allan sannleikann, en fólk er sammála um að með þessu var hún að taka vald yfir sínu lífi. Það var eitthvað svo ævintýralegt við frásagnir hennar og vanalega kom hún ekki illa fram við fólk og hagræddi sannleikanum eftir því. Það var meira eins og hún stráði glimmeri yfir fortíðina sem margir gætu talið gráa. Hún valdi að sjá lífið í litum. Rauður var í miklu uppáhaldi hjá henni.

Þegar kom að vinum valdi hún fólk í kringum sig sem var með sterkan persónuleika. Fólk sem gat staðið jafnfætis henni og rætt allt á milli himins og jarðar. Hún er þekkt fyrir að hafa sagt sína skoðun umbúðalaust og náði með sérstökum stíl að leiðbeina konum út um allan heim í átt að betra útliti að hennar mati.

Diana Vreeland átti góða vini. Hér er hún með Jackie …
Diana Vreeland átti góða vini. Hér er hún með Jackie Onasis sem var þekkt fyrir einfaldan flottan stíl og stór sólgleraugu. Ljósmynd/skjáskot Pinterest.

Vald hugans yfir hinum efnislega heimi

Að mati Vreeland skiptu peningar engu máli ef fólk kunni ekki að fara með þá. Hún taldi að sannur glæsileiki ætti upphaf sitt í huga fólks og þaðan væri hægt að færa hann yfir á útlitið. 

Þessi skoðun kom sér vel fyrir hana, enda lifðu hún þannig lífi að fólk vissi almennt ekki hvort hún ætti svo mikið fjármagn. Eins kom sá tími í hennar lífi að hún átti minna af peningum en oft áður, en hún lét það ekki á sig fá og lifði lífinu glæsilega að vanda.

Hún er þekkt fyrir orð sín: „Málið er ekki kjóllinn sem þú ert í. Heldur lífið sem þú lifir í kjólnum.“ Þessi orð segja margt um Vreeland og hugsanagang hennar. Eins sagði hún: „Þú þarft ekki að vera fædd falleg til þess að vera brjálæðislega aðlaðandi.“

Hvernig svo sem lífið var hjá Vreeland var eitt á …
Hvernig svo sem lífið var hjá Vreeland var eitt á hreinu. Hún var glæsileg, í raun brjálæðislega glæsileg, jafnvel þótt hún væri með handklæði vafið um sig. Ljósmynd/skjáskot Pinterest.
Það sem sést svo vel á þessari mynd er þessi …
Það sem sést svo vel á þessari mynd er þessi ólýsanlegi glæsileiki sem kemur innan frá að mati Vreeland. Hver sem er gæti klæðst þessum fatnaði. En það sem skiptir máli er hvernig lífi þú lifir í fatnaðinum að mati Vreeland. Ljósmynd/skjáskot Pinterest.

Vald þitt á lífinu

Að mati Vreeland var einungis til eitt gott líf í þessum heimi. Lífið sem þig langar í og sköpun þín á því.

Að þessu leyti var Vreeland opin fyrir alls konar lífi, svo framarlega sem einstaklingurinn hafi tekið ákvörðun um að þetta væri lífið sem hann vildi.

Vreeland sagði meira með augunum og brosi en mörg orð …
Vreeland sagði meira með augunum og brosi en mörg orð hefðu getað lýst frá munni hennar. Hún elskaði lífið og hún elskaði sig. Það sést hér langar leiðir. Ljósmynd/skjáskot Pinterest.

Vald þitt á aldrinum

Vreeland hélt mikið upp á setningu sem hún hafði heyrt frá vini sínum þegar hún var á yngri árum sínum sem var: „Ég er búinn að ákveða að ég ætla að deyja ungur!“ Hversu ungur? Á hún að hafa spurt hann. „Ég er ekki viss, kannski sjötíu ára, kannski um áttrætt. Ég hef ekki ákveðið það. En ég ætla að vera ungur.“

Vreeland þorði þegar aðrir hikuðu. Þrátt fyrir að hún hafi …
Vreeland þorði þegar aðrir hikuðu. Þrátt fyrir að hún hafi yfirleitt klæðst einföldum fatnaði þá hafði hún gaman af því að ganga lengra en aðrir. Ljósmynd /skjáskot PInterest.

Vald þitt á ástinni

Vreeland skrifaði eitt sinn að fegurð sé í öllu sem getur gefið ást og þegið ást. Hún taldi að ef eldri konur byggju yfir fegurð væri það vegna þess að þær væru búnar að finna frelsið í þessum heimi í nálægð sinni við Guð sem elskar þær skilyrðislaust. Hún lagði mikla áherslu á kærleikann og andlegt líf og taldi það grunnforsendu þess að fólk gæti fundið fyrir tengingu við umheiminn.

Einfaldur fatnaður, fallegar Louis Vuitton-ferðatöskur og rauð stígvél voru einkennismerki …
Einfaldur fatnaður, fallegar Louis Vuitton-ferðatöskur og rauð stígvél voru einkennismerki Vreeland. Að auki var hún alltaf með gervifílabein um hálsinn (máninn) sem og um úlnliðina. Ljósmynd/skjáskot Pinterest.

 Vald þitt á hinu fullkomna

Vreeland er þekkt fyrir áhuga sinn á rauðum lit en talið er að hún hafi verið nánast alla sína æfi að reyna að fá málara sem hún var að vinna með mála fyrir sig hinn fullkomna rauða lit að hennar mati: „Sama hvað ég reyndi að útskýra, þá bara tókst þeim þetta ekki. Sjáið til, leiðbeiningar mínar voru eftirfarandi: „Mig langar í rauðan lit sem minnir á rococo með smá goth-áhrifum í sér og hann á að minna á búddískt altari! Þeir höfðu enga hugmynd hvað ég var að meina og eltingaleikur minn við rauða litinn átti eftir að endast mér ævina alla.“

Framangreind staðhæfing gefur skemmtilega mynd á karakter Vreeland. Hvernig hún sá fyrir sér hlutina í stað þess að láta markaðinn mata ofan í sig hvað er fallegt. Hún stóð vel með sér í einu og öllu, og leyfði engum að koma nálægt sér sem hafði ekki jafnmiklar hugmyndir um hana og hún gerði sjálf. Hún leitaðist við að gera lífið fallegra og sá framtíðina fyrir sér sjónrænt.

Einfaldur stíll Vreeland í afslöppuðu umhverfi. Takið eftir fallega bleikum …
Einfaldur stíll Vreeland í afslöppuðu umhverfi. Takið eftir fallega bleikum sokkum. Ljósmynd/skjáskot Pinterest.
Þessi mynd gefur hugmynd um dýpt og þekkingu Vreeland á …
Þessi mynd gefur hugmynd um dýpt og þekkingu Vreeland á viðfangsefninu sínu. Takið eftir því hvernig rautt umhverfið er dásamlegt með þessum rauðu stígvélum. Einkennilegt útlit sem virkar 100% þegar kemur að tískugyðju 20. aldarinnar. Ljósmynd/skjáskot Pinterest.

Vald þitt á tískunni

Þrátt fyrir að heimili Vreeland hafi verið einstaklega litríkt sem og margt af því sem hún gerði tengt vinnu sinni. Þá var smekkur hennar frekar einfaldur og látlaus, ekki svo ólíkur vinkonu hennar Coco Chanel.

Hún notaði fylgihluti til að ýta undir eigin stíl og voru hálsmen og armbönd hennar einkennismerki. Stór armbönd úr gervifílabeini var eitthvað sem hún fór nánast aldrei út án. Með fallega lagt hárið í fatnaði úr gæðaefnum.

Við herlegheitin gekk hún stundum í rauðum skóm, stígvélum og sokkabuxum. Bara svona rétt aðeins til að sýna heiminum stuðning sinn við þennan falleg lit ástarinnar.

Þessir litir eru guðdómlegir í bland við skartgripina sem Vreeland …
Þessir litir eru guðdómlegir í bland við skartgripina sem Vreeland bar á einstakan hátt. Glæsileikinn uppmálaður! Ljósmynd/skjáskot Pinterest.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál