Svona lítur endurunna línan frá H&M út

Sænska móðurskipið H&M fer nýjar leiðir í Conscious Exclusive-línunni sem kemur í verslanir í dag. Línan er búin til úr endurunnum efnum og er silfrið í skartgripalínunni einnig endurunnið úr gömlum silfurmunum. Smartland heimsótti á dögunum Ósló, þar sem línan var kynnt fyrir tískusérfræðingum.

Conscious Exclusive er ævintýraleg á köflum og óendanlega kvenleg. H&M sótti innblástur í listrænt heimili sænsku listamannanna Karinar og Carls Larsson þegar hún var hönnuð. Línan er því mjög sænsk, sem er kostur ef fólk fílar Svíþjóð, og hún á án efa eftir að heilla þá sem elska vönduð efni og munstur. Léttir síðir kjólar eru til dæmis áberandi í línunni og fólk langar bara að drekka epladjús og lifa innihaldsríku lífi þegar það er komið í þessi föt. Það myndi enginn sprauta sig með heróíni í þessum endurunnu efnum.

Sem sagt, þetta er ekki beint partí-fatalína heldur lína fyrir þá sem vita hvað þeir ætla að gera við líf sitt.

Líf í jafnvægi

Kvenleiki og handverk koma við sögu í þessum fallegu munstrum sem einkenna línuna og að hluta til er línan gamaldags með sniðum sem henta þeim sem vilja sýna fallegar línur líkamans.

Það sem er merkilegt við línuna er að hún sjálfbær og búin til úr endurunnum efnum. Hluti af flíkunum er gerður úr endurnýttum trefjum úr fiskinetum og nælonúrgangi.

Ann-Sofie Johansson hjá H&M segir að línan marki tímamót hjá fyrirtækinu.

„Það er ótrúlega spennandi að kynna nú til sögunnar tvö sjálfbær efni. Með því að búa til ótrúlega fallegt blúnduefni úr econyl og fallega skartgripi úr endurunnu silfri höldum við áfram að stækka rammann fyrir sjálfbæra tískuhönnun. Verk Karin Larsson hafa um leið verið sett í nýtt samhengi, enda voru stílfærð mynstur hennar, djarflegar línur og notkun lita langt á undan hennar samtíð, svo sem sjá má hvarvetna á heimili þeirra hjóna. Hún var sterk og áhrifamikil kona og það er sá andi sem við reyndum að virkja,“ segir Ann-Sofie.

Þetta er sjöunda Conscious Exclusive-línan frá H&M. Í þetta skipti er línan ákaflega rómantísk og söguleg. Í henni eru til dæmis mjög heillandi nærföt, skór, skart, kjólar, skyrtur og buxur sem heilla.

Í línu ársins eru notuð lífrænt ræktuð efni á borð við hör, bómull og silki, tencel og endurunnið pólýester, en auk þessara efna er H&M með tvö ný efni á boðstólum; endurunnið silfur og econyl, sem eru 100% endurnýttar trefjar úr fiskinetum og öðrum nælonúrgangi.

Í línunni eru falleg munstur og útsaumur frá Karin sjálfri. Hún lagði mikinn metnað í heimili sitt og eiginmannsins sem var fullt af andstæðum. Hönnunarteymi H&M nýtti sér þennan innblástur til að skapa gullfalleg mynsturofin efni með blómamyndum, abstrakt útsaumsefni og þrykkt efni með mynstri sem byggir á tilteknum hlutum úr húsinu.

Flíkurnar í línunni eru margar hverjar eins og listaverk. Þar er til dæmis hvítur, skósíður, ermalaus kjóll úr econyl með útsaumi úr lífrænum bómullarþræði og grænn, skósíður kjóll úr mynsturofnu efni með málmáferð og blómamyndum, úr endurunnu pólýester.

Þar er líka buxnadragt með mynsturofnu svörtu efni með blómum sem er með klauf aftan á jakkanum og aðsniðnum buxum með útvíðum skálmum, sem gefur henni nútímalegt yfirbragð.

Litapallettan er heillandi. Hún er bæði grá og græn en svartur og hvítur koma líka við sögu ásamt dimmbláum og ljósbleikum.

Á meðal fylgihluta má nefna fíngerða en djarflega skartgripi, skreytta túlípönum, úr endurunnu silfri, glæsilega satínsandala úr endurunnu pólýester, fallegar, mynstraðar slæður úr tencel-blöndu og netta handtösku með skreytingum úr perlum og pallíettum úr endurunnu plasti.

„Þegar ég fór að kynna mér þessa línu hreifst ég mjög af hugmyndafræðinni á bak við hana og hönnunin er ekki síður heillandi. Tíska og sjálfbærni eru ekki lengur mótsagnir og mér finnst ótrúlega mikilvægt að innleiða endurnýtingu og endurvinnslu við alla tískuhönnun. Það er því gífurlega hvetjandi að sjá svona spennandi og framsækna hönnun sem byggir á endurvinnslu efnis,“ segir Christy Turlington Burns, sem er andlit H&M Conscious Exclusive-herferðarinnar í ár.

10 lífsreglur Esther Perel

06:00 „Ást er eins og á þar sem ævintýri og leyndarmál fljóta um. Hjónaband er ekki endalok rómantíkur, heldur upphaf hennar. Fólk í góðu hjónabandi veit að það hefur fjölmörg ár til stefnu til að læra meira um hvort annað, til að dýpka tengslin og prófa sig áfram, ná árangri saman og jafnvel mistakast.“ Meira »

Þreytt á hjákonuleiknum

Í gær, 23:59 „Ég hef verið að hitta strák bara fyrir skemmtilegt kynlíf, jafnvel skotist úr vinnunni í hádeginu til þess að gera það. Ég er orðin þreytt á því núna en get ekki hætt þessu.“ Meira »

Stuð hjá Hallgrími Helgasyni

Í gær, 21:00 Hallgrímur Helgason fagnaði nýútkominni bók sinni, Sextíu kíló af sólskini, með vinum og velunnurum á Bryggjunni Brugghúsi.   Meira »

Eins og samlokugrill fyrir hrukkur

Í gær, 18:00 Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og eigandi Pjatt.is, segir að ljósabekkir séu eins og samlokugrill sem framleiði hrukkur. Meira »

Stjörnur sem lita ekki hár sitt

Í gær, 15:00 Á meðan sumir lita ljótan hárlit sinn eða fela gráu hárin eru aðrir sem leyfa sínum náttúrulega hárlit að njóta sín.   Meira »

Ef þú vilt eitthvað nýtt þá er bastið málið

Í gær, 12:00 Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Meira »

Breytti um hárlit en er ljósa hárið betra?

Í gær, 09:00 Rose Byrne er ein af þeim sem hefur breytt um hárstíl fyrir veturinn en það er ekki óalgengt að fólk breyti til þegar ný árstíð skellur á. Meira »

Allar framkvæmdir þarf að hugsa til enda

í gær Í einu tignarlegasta húsi borgarinnar við Túngötu í Reykjavík býr fjölskylda sem leggur mikið upp úr því að halda í þá fallegu hugmyndafræði sem bjó að baki hönnun hússins í upphafi. Innanhússarkitektinn Sólveig Jónsdóttir endurhannaði eldhúsið. Meira »

Stjörnumerkin sem stunda mesta kynlífið

í fyrradag Stjörnumerkið sem stundar besta kynlífið stundar líka það mesta svo það er ekki hægt að halda því fram að magn sé ekki sama og gæði. Meira »

Ástin sigrar alltaf allt

í fyrradag Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband. Meira »

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

í fyrradag Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

í fyrradag Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

í fyrradag Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

í fyrradag Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

19.10. „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

19.10. Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

18.10. Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

18.10. Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

18.10. Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

18.10. Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

18.10. Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »
Meira píla