Svona lítur endurunna línan frá H&M út

Sænska móðurskipið H&M fer nýjar leiðir í Conscious Exclusive-línunni sem kemur í verslanir í dag. Línan er búin til úr endurunnum efnum og er silfrið í skartgripalínunni einnig endurunnið úr gömlum silfurmunum. Smartland heimsótti á dögunum Ósló, þar sem línan var kynnt fyrir tískusérfræðingum.

Conscious Exclusive er ævintýraleg á köflum og óendanlega kvenleg. H&M sótti innblástur í listrænt heimili sænsku listamannanna Karinar og Carls Larsson þegar hún var hönnuð. Línan er því mjög sænsk, sem er kostur ef fólk fílar Svíþjóð, og hún á án efa eftir að heilla þá sem elska vönduð efni og munstur. Léttir síðir kjólar eru til dæmis áberandi í línunni og fólk langar bara að drekka epladjús og lifa innihaldsríku lífi þegar það er komið í þessi föt. Það myndi enginn sprauta sig með heróíni í þessum endurunnu efnum.

Sem sagt, þetta er ekki beint partí-fatalína heldur lína fyrir þá sem vita hvað þeir ætla að gera við líf sitt.

Líf í jafnvægi

Kvenleiki og handverk koma við sögu í þessum fallegu munstrum sem einkenna línuna og að hluta til er línan gamaldags með sniðum sem henta þeim sem vilja sýna fallegar línur líkamans.

Það sem er merkilegt við línuna er að hún sjálfbær og búin til úr endurunnum efnum. Hluti af flíkunum er gerður úr endurnýttum trefjum úr fiskinetum og nælonúrgangi.

Ann-Sofie Johansson hjá H&M segir að línan marki tímamót hjá fyrirtækinu.

„Það er ótrúlega spennandi að kynna nú til sögunnar tvö sjálfbær efni. Með því að búa til ótrúlega fallegt blúnduefni úr econyl og fallega skartgripi úr endurunnu silfri höldum við áfram að stækka rammann fyrir sjálfbæra tískuhönnun. Verk Karin Larsson hafa um leið verið sett í nýtt samhengi, enda voru stílfærð mynstur hennar, djarflegar línur og notkun lita langt á undan hennar samtíð, svo sem sjá má hvarvetna á heimili þeirra hjóna. Hún var sterk og áhrifamikil kona og það er sá andi sem við reyndum að virkja,“ segir Ann-Sofie.

Þetta er sjöunda Conscious Exclusive-línan frá H&M. Í þetta skipti er línan ákaflega rómantísk og söguleg. Í henni eru til dæmis mjög heillandi nærföt, skór, skart, kjólar, skyrtur og buxur sem heilla.

Í línu ársins eru notuð lífrænt ræktuð efni á borð við hör, bómull og silki, tencel og endurunnið pólýester, en auk þessara efna er H&M með tvö ný efni á boðstólum; endurunnið silfur og econyl, sem eru 100% endurnýttar trefjar úr fiskinetum og öðrum nælonúrgangi.

Í línunni eru falleg munstur og útsaumur frá Karin sjálfri. Hún lagði mikinn metnað í heimili sitt og eiginmannsins sem var fullt af andstæðum. Hönnunarteymi H&M nýtti sér þennan innblástur til að skapa gullfalleg mynsturofin efni með blómamyndum, abstrakt útsaumsefni og þrykkt efni með mynstri sem byggir á tilteknum hlutum úr húsinu.

Flíkurnar í línunni eru margar hverjar eins og listaverk. Þar er til dæmis hvítur, skósíður, ermalaus kjóll úr econyl með útsaumi úr lífrænum bómullarþræði og grænn, skósíður kjóll úr mynsturofnu efni með málmáferð og blómamyndum, úr endurunnu pólýester.

Þar er líka buxnadragt með mynsturofnu svörtu efni með blómum sem er með klauf aftan á jakkanum og aðsniðnum buxum með útvíðum skálmum, sem gefur henni nútímalegt yfirbragð.

Litapallettan er heillandi. Hún er bæði grá og græn en svartur og hvítur koma líka við sögu ásamt dimmbláum og ljósbleikum.

Á meðal fylgihluta má nefna fíngerða en djarflega skartgripi, skreytta túlípönum, úr endurunnu silfri, glæsilega satínsandala úr endurunnu pólýester, fallegar, mynstraðar slæður úr tencel-blöndu og netta handtösku með skreytingum úr perlum og pallíettum úr endurunnu plasti.

„Þegar ég fór að kynna mér þessa línu hreifst ég mjög af hugmyndafræðinni á bak við hana og hönnunin er ekki síður heillandi. Tíska og sjálfbærni eru ekki lengur mótsagnir og mér finnst ótrúlega mikilvægt að innleiða endurnýtingu og endurvinnslu við alla tískuhönnun. Það er því gífurlega hvetjandi að sjá svona spennandi og framsækna hönnun sem byggir á endurvinnslu efnis,“ segir Christy Turlington Burns, sem er andlit H&M Conscious Exclusive-herferðarinnar í ár.

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

10:00 Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

05:00 Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

Í gær, 16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

Í gær, 13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

í gær Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

í gær Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í fyrradag Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í fyrradag Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »