Svona lítur endurunna línan frá H&M út

Sænska móðurskipið H&M fer nýjar leiðir í Conscious Exclusive-línunni sem kemur í verslanir í dag. Línan er búin til úr endurunnum efnum og er silfrið í skartgripalínunni einnig endurunnið úr gömlum silfurmunum. Smartland heimsótti á dögunum Ósló, þar sem línan var kynnt fyrir tískusérfræðingum.

Conscious Exclusive er ævintýraleg á köflum og óendanlega kvenleg. H&M sótti innblástur í listrænt heimili sænsku listamannanna Karinar og Carls Larsson þegar hún var hönnuð. Línan er því mjög sænsk, sem er kostur ef fólk fílar Svíþjóð, og hún á án efa eftir að heilla þá sem elska vönduð efni og munstur. Léttir síðir kjólar eru til dæmis áberandi í línunni og fólk langar bara að drekka epladjús og lifa innihaldsríku lífi þegar það er komið í þessi föt. Það myndi enginn sprauta sig með heróíni í þessum endurunnu efnum.

Sem sagt, þetta er ekki beint partí-fatalína heldur lína fyrir þá sem vita hvað þeir ætla að gera við líf sitt.

Líf í jafnvægi

Kvenleiki og handverk koma við sögu í þessum fallegu munstrum sem einkenna línuna og að hluta til er línan gamaldags með sniðum sem henta þeim sem vilja sýna fallegar línur líkamans.

Það sem er merkilegt við línuna er að hún sjálfbær og búin til úr endurunnum efnum. Hluti af flíkunum er gerður úr endurnýttum trefjum úr fiskinetum og nælonúrgangi.

Ann-Sofie Johansson hjá H&M segir að línan marki tímamót hjá fyrirtækinu.

„Það er ótrúlega spennandi að kynna nú til sögunnar tvö sjálfbær efni. Með því að búa til ótrúlega fallegt blúnduefni úr econyl og fallega skartgripi úr endurunnu silfri höldum við áfram að stækka rammann fyrir sjálfbæra tískuhönnun. Verk Karin Larsson hafa um leið verið sett í nýtt samhengi, enda voru stílfærð mynstur hennar, djarflegar línur og notkun lita langt á undan hennar samtíð, svo sem sjá má hvarvetna á heimili þeirra hjóna. Hún var sterk og áhrifamikil kona og það er sá andi sem við reyndum að virkja,“ segir Ann-Sofie.

Þetta er sjöunda Conscious Exclusive-línan frá H&M. Í þetta skipti er línan ákaflega rómantísk og söguleg. Í henni eru til dæmis mjög heillandi nærföt, skór, skart, kjólar, skyrtur og buxur sem heilla.

Í línu ársins eru notuð lífrænt ræktuð efni á borð við hör, bómull og silki, tencel og endurunnið pólýester, en auk þessara efna er H&M með tvö ný efni á boðstólum; endurunnið silfur og econyl, sem eru 100% endurnýttar trefjar úr fiskinetum og öðrum nælonúrgangi.

Í línunni eru falleg munstur og útsaumur frá Karin sjálfri. Hún lagði mikinn metnað í heimili sitt og eiginmannsins sem var fullt af andstæðum. Hönnunarteymi H&M nýtti sér þennan innblástur til að skapa gullfalleg mynsturofin efni með blómamyndum, abstrakt útsaumsefni og þrykkt efni með mynstri sem byggir á tilteknum hlutum úr húsinu.

Flíkurnar í línunni eru margar hverjar eins og listaverk. Þar er til dæmis hvítur, skósíður, ermalaus kjóll úr econyl með útsaumi úr lífrænum bómullarþræði og grænn, skósíður kjóll úr mynsturofnu efni með málmáferð og blómamyndum, úr endurunnu pólýester.

Þar er líka buxnadragt með mynsturofnu svörtu efni með blómum sem er með klauf aftan á jakkanum og aðsniðnum buxum með útvíðum skálmum, sem gefur henni nútímalegt yfirbragð.

Litapallettan er heillandi. Hún er bæði grá og græn en svartur og hvítur koma líka við sögu ásamt dimmbláum og ljósbleikum.

Á meðal fylgihluta má nefna fíngerða en djarflega skartgripi, skreytta túlípönum, úr endurunnu silfri, glæsilega satínsandala úr endurunnu pólýester, fallegar, mynstraðar slæður úr tencel-blöndu og netta handtösku með skreytingum úr perlum og pallíettum úr endurunnu plasti.

„Þegar ég fór að kynna mér þessa línu hreifst ég mjög af hugmyndafræðinni á bak við hana og hönnunin er ekki síður heillandi. Tíska og sjálfbærni eru ekki lengur mótsagnir og mér finnst ótrúlega mikilvægt að innleiða endurnýtingu og endurvinnslu við alla tískuhönnun. Það er því gífurlega hvetjandi að sjá svona spennandi og framsækna hönnun sem byggir á endurvinnslu efnis,“ segir Christy Turlington Burns, sem er andlit H&M Conscious Exclusive-herferðarinnar í ár.

5 óvæntar fæðutegundir sem minnka bjúg

18:00 Ertu uppblásin/n eftir sumarið og langar til að komast á rétt ról? Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera skaltu halda áfram að lesa. Meira »

Kylie í fyrsta skipti á forsíðu Vogue

17:04 Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ástralska Vogue í september. Kendall Jenner, systir hennar, tók viðtalið og spjalla þær um móðurhlutverkið og snyrtivöruheiminn. Meira »

Vertu eins og Laura Palmer í vetur

15:00 Studiolína H&M; er innblásin af sjónvarpsþáttunum Twin Peaks. Sjúk næntís-áhrif einkenna línuna.  Meira »

Ásgeir Kolbeins elskar bleikt súkkulaði

12:00 Harpan var full af súkkulaðielskendum á dögunum þegar bleikt súkkulaði frá Nóa Síríus var kynnt. Ásgeir Kolbeins lét sig ekki vanta enda mikill smekkmaður. Meira »

Saga Garðars og Snorri orðin hjón

08:52 Leikkonan Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason tónlistarmaður gengu í hjónaband á Suðureyri um helgina. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona gaf þau saman. Meira »

Þarftu að fara í afvötnun?

06:00 Þegar einn súkkulaðibiti kallar á þann næsta og þú hefur ekki stjórn á því sem þú borðar gæti lausnin fyrir þig verið að fara í afvötnun frá sykri og sterkju. MFM-miðstöðin gæti verið með lausnina fyrir þig. Meira »

„Crazy Rich“-kjólar í Hollywood

Í gær, 23:59 Frumsýning kvikmyndarinnar „Crazy Rich Asians“ var full af „Crazy Rich“-kjólum í Hollywood á dögunum. Kvikmyndin verður frumsýnd í Sambíó föstudaginn 24. ágúst næstkomandi og er beðið eftir henni með spenningi. Meira »

23 ráð til að hreyfa þig meira daglega

í gær Það er ekki gott fyrir heilsuna að sitja löngum stundum. Til þess að vinna gegn kyrrsetunni er ráðið að finna leiðir til að hreyfa þig meira í gegnum daginn. Meira »

Það sem lætur hjartað þitt syngja

í gær „Gerðu það sem lætur hjartað þitt syngja. Ekki starfa til að búa til pening. Starfaðu til að dreifa ást út í umhverfið. Finndu út hvað þú myndir gera ef þú ættir alla penininga í heiminum og starfaðu við það. Þú ert með svörin innra með þér.“ Meira »

Hvað einkennir fatnað sem klæðir mig?

í gær Margar konur eru góðar í að finna sinn eigin stíl og varpa þannig inn í samfélagið skemmtilegum skilaboðum um hverjar þær eru og hvert þær eru að fara. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga fyrir þær sem eru að byrja að móta stílinn. Meira »

Kærastan vill ekki tala um fortíðina

í gær „Fyrir nokkrum vikum komst ég að því að hún hafði verið svolítið svöl í sínum samskiptum við hitt kynið því ég þekki einn sem hafði sent henni póst um kvöld í gegnum Tinder. Þau höfðu aldrei hitt hvort annað og hún svaraði honum að koma heim til hennar strax.“ Meira »

Langar þig í 504 fm einbýli við Ægisíðu?

í gær Við Ægisíðu í Reykjavík stendur heillandi einbýli á nokkrum hæðum. Gott útsýni yfir til Bessastaða og út á sjó er úr húsinu. Meira »

Jógakennari Paltrow kennir Íslendingum

í gær Baron Baptiste er heimsþekktur jógakennari sem hefur unnið meðal annars með Gwyneth Paltrow. Hann hefur gefið út fimm bækur og verið tilnefndur á „best sellers list“ hjá New York Times. Hann var staddur á Íslandi á dögunum að taka þátt í opnun nýrrar jógastöðvar Iceland Power Yoga. Meira »

Vissir þú að það eru til 9 tegundir af húmor?

í fyrradag Ef þú spyrð fólk hverju það er að leita eftir þegar kemur að maka þá er líklegt að fólk setji góðan húmor ofarlega á listann sinn. En hver getur sagt að sérstök tegund af húmor sé betri en annar? Meira »

Vogue hættir að ráða fyrirsætur yngri en 18 ára

18.8. Tískutímaritið Vogue hefur gefið út að það ætli að hætta að ráða fyrirsætur sem eru yngri en 18 ára í myndatökur fyrir tímarit þeirra. Meira »

Hélt upp á 46 ára afmælið á ströndinni

18.8. Leikkonan Angie Harmon varð 46 ára í vikunni. Hún hélt upp á afmælið í sundfatnaði sem virðist vera það nýjasta á meðal hinna frægu í dag. Meira »

Hvað myndi Scarlett Johansson gera?

18.8. Kærasti ungrar konu er skotinn í Scarlett Johansson og vill ekki sofa hjá henni. Hún er hrædd um að Scarlett Johansson sé búin að eyðileggja sambandið og leitar því ráða. Meira »

Kærastinn klæðir sig upp – hvað er til ráða?

18.8. „Ég hef ekki séð hann uppáklæddan enn þá, en hann hefur sýnt mér myndir og þar lítur hann alveg ansi sannfærandi út, í fallegum og smekklegum fötum og vel málaður. Raunar er hann svo sannfærandi að það kitlar mig pínulítið. Og það gerir mig enn ringlaðri! Hvað á ég að gera? Mig langar mjög að halda í þennan yndislega mann en óttast að þessar hneigðir hans geri mig á endanum afhuga honum og ég líti frekar á hann sem vinkonu en kærasta. Meira »

Ferðaþjónustugreifi kaupir Fjölnisveg 11

18.8. Fjölnisvegur 11 er eftirsótt fasteign þeirra ríku og frægu. Húsið hefur verið í eigu ríkasta fólks Íslands en nú hefur það skipt um eigendur. Meira »

Áhrif Roundup og glýfosats á heilsu okkar

18.8. „Skaðsemi glýfosats hefur þó lengi verið til umfjöllunar og líklegt er að það sé og verði enn í fæðu okkar til fjölda ára, því þótt reglugerðir um magn þess í matvælum séu öflugar í Evrópusambandslöndunum, má vera 70 sinnum meira magn af því í matvælum samkvæmt bandarískum reglugerðum.“ Meira »

Nokkur Tinder-ráð fyrir helgina

17.8. Helgin nálgast og því um að gera að kíkja inn á Tinder og fylgja þessum ráðum. Þeir fiska sem róa og þeir sem eru með flottan Tinder-prófíl eru líklegri til að fá fleiri „mötch“. Meira »