Diskótímabilið heillar

Gunnsteinn notar dreka Gucci-jakkann í vinnunni. Bindið er einnig frá …
Gunnsteinn notar dreka Gucci-jakkann í vinnunni. Bindið er einnig frá Gucci og svarta skyrtan frá Filippa K. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Veitingahúsamaðurinn Gunnsteinn Helgi Maríusson leggur mikið upp úr fatastílnum hvort sem hann er heima eða í vinnunni. Hann sér til dæmis um að starfsfólk hans sé vel klætt og hefur til að mynda keypt pelsa á starfsfólk sitt á barnum Pablo Discobar. 

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Einfaldur, 95% af fötunum mínum eru einlit svört eða hvít. Fataskápnum er skipt í tvennt, hvít föt vinstra megin og svört föt hægra megin. Ég á fáar flíkur, en bara góðar flíkur,“ segir Gunnsteinn. 

Hvað kom til að þú keyptir pelsa á allt starfsfólkið?

„Pablo Discobar er ekki bara bar sem selur frábæra kokteila, að koma á Pablo er heildarupplifun. Að ganga upp stigann er eins og að fara aftur í tímann og þegar upp er komið er maður kominn aftur til 1978, klæðnaðurinn, tónlistin og hamingjan frá þessum tíma er stór partur af upplifuninni. Barþjónar Pablo eru allir í late 70’s tískunni og allir eiga sinn pels. Við erum einnig búnir að kaupa Pablo-gallajakka á alla barþjónana til að nota í sumar þegar verður of heitt fyrir pelsana

Sólgleraugun hans Gunnsteins.
Sólgleraugun hans Gunnsteins. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hvað er það við pelsa sem heillar?

„Pelsar voru mjög vinsælir á diskótímanum og allt við það tímabil heillar. Við erum einnig að opna í sumar annan bar sem mun heita Bar Miami og þar fá allir starfsmenn sérhannaða hvíta blazer-jakka og ósýnilega sokka.“

Áttu þér tískufyrirmynd?

„Nei, engin sérstök tískufyrirmynd. Sæki frekar innblástur í hin ýmsu tímabil og fæ innblástur úr gömlum bíómyndum.“

Fallegar mokkasíur frá Louis Vuitton.
Fallegar mokkasíur frá Louis Vuitton. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hvaða flík er í uppáhaldi?

„Það eru tvær flíkur sem ég nota langmest, ætli þær séu ekki í uppáhaldi. Gucci-jakki sem ég nota alltaf í vinnunni sem er með ísaumuðum drekamynstrum & Burberry-rykjakki sem ég er mestmegnis í þegar ég er ekki að vinna.“

Gunnsteinn í bláum rykfrakka frá Burberry og skyrtu frá Won …
Gunnsteinn í bláum rykfrakka frá Burberry og skyrtu frá Won hundred. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hvaða verslanir eru í uppáhaldi? 

„Ég versla mest í GK hérlendis og Burberrys og Gucci erlendis.“

Hvað gerir þú við föt sem þú ert hættur að nota?

„Gef bræðrum mínum og Rauða krossinum.“

Hvað kaup­irðu þér alltaf þó svo að þú eig­ir nóg af því?

„Sokka.“

Gunnsteinn á þessa sumarlegu skó en langar þó í nýja …
Gunnsteinn á þessa sumarlegu skó en langar þó í nýja fyrir sumarið. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Nýj­asta flík­in í skápn­um?

„Svört rúllukragapeysa sem ég keypti í Húrra.“

Bestu kaup sem þú hefur gert?

„Klassískar svartar gallabuxur eru bestu kaup sem hægt er að gera, passa við allt og alltaf.“

Hvað er á óskalistanum fyrir sumarið?

„Skór.“

Gunnsteinn í jakkafötum frá GK, svartri rúllukragapeysu úr Húrra og …
Gunnsteinn í jakkafötum frá GK, svartri rúllukragapeysu úr Húrra og bláu Louis Vuitton-skónum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Hálsmen frá Orr sem Gunnsteinn fékk í afmælisgjöf frá kærustunni …
Hálsmen frá Orr sem Gunnsteinn fékk í afmælisgjöf frá kærustunni sinni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál