Ekki reyna of mikið

Franskar konur er með hár sem tekið er eftir víða …
Franskar konur er með hár sem tekið er eftir víða um heiminn. mbl.is/Thinkstockphotos.

Þegar kemur að hártískunni er sérstaklega ein lína sem vekur mikla aðdáðun okkar á Smartlandinu um þessar mundir. Það er hið fullkomna „effortless“ glansandi franska hár sem sést víða í tímaritum um þessar mundir.

Breska Vogue er að fjalla um þetta hár, W hefur fjallað um það, BAZAAR fjallar um það. Svo nú verðum við íslensku konurnar að vita hvað eigum við nákvæmlega að gera?

Samkvæmt þessum timaritum þá eru franskar konur sérfræðingar í að vera með hár sem er það sem kallast “effortless“, eða eins og þær hafi einstaklega lítið fyrir því. Þær þvo hárið einu sinni í viku og hafa fallega liði í því. Þær lykta eins og ilmvatnið sem þær bera, en ekki eins og jarðaberjailmurinn í hársápunni sem þær nota. Svo er þessi ómótstæðilegur glans sem við verðum að vita hvernig hægt er að ná fram.

Astrid Boysen hárgreiðslumeistari á Salon Veh segir: „Franskar konur kunna að blása á sér hárið vikulega og halda því svo við með þurru sjampó inn á milli. Þær fara reglulega í glans skol eða láta lita sig með litum sem eru náttúrulegir og þá myndi ég mæla með Redken litunum. Síðan nota þær efni í hárið sem nær fram gljáa. Ef íslenskar konur vilja ná þessu fram myndi ég ráðleggja þeim að nota Diamond oil glow dry línuna. Þetta er ein lína stór lína sem gefur gljáa og gott hald fyrir mismunandi hárgerðir.“

Astrid Boysen hárgreiðslumeistari á Salon Veh kann að gera hár …
Astrid Boysen hárgreiðslumeistari á Salon Veh kann að gera hár í anda frönsku tískunnar. mbl.is/Hari



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál