7 ráð til þess að fá sítt hár í sumar

Megan Fox er með sítt og fallegt hár.
Megan Fox er með sítt og fallegt hár. AFP

Það er gott ráð að láta klippa reglulega slitna enda til þess að viðhalda heilbrigðu og fallegu hári. Það eru þó fleiri trix í bókinni til þess að stuðla að meiri og betri hárvexti. Elle fór yfir nokkur góð ráð fyrir það fólk sem dreymir um síðara hár. 

Mataræðið

Mataræðið skiptir alltaf máli og það á líka við þegar kemur að heilbrigði hársins. Mælt er með að fólk innbyrði nógu mikið af járni, B-vítamíni, sinki og prótíni. Best er að borða fæðu sem innihalda þessi efni en auk þess er hægt að taka bætiefni. 

Hárvörur í hófi

Það hjálpar ekki hárvextinum þegar skítur, olíur og önnur efni safnast saman í hársverðinum. Mælt er með því að stilla hárvörnum í hóf, þetta geta verið þurrsjampó eða önnur efni sem eru notuð til þess að móta hárið. 

Koffín

Koffín er talið hafa jákvæð áhrif hárvöxt en Elle greinir frá þýskri rannsókn sem sýndi að koffín gæti aukið hraðann á hárvextinum um 25 prósent. Það þó ekki endilega mælt með því að fólk drekki því mun meira kaffi en til eru koffínhárvörur sem hafa góð áhrif. 

Leikkonan Julia Roberts er með fallegt hár.
Leikkonan Julia Roberts er með fallegt hár. AFP

Nuddaðu hársvörðinn

Nudd örvar blóðflæðið og því hefur höfuðnudd góð áhrif á hárvöxtinn. Hægt er að fara í höfuðnudd á stofu en einnig hægt að nudda höfuðið sjálfur og toga aðeins í hárið. 

Gera minna

Rétt eins það getur verið gott að stilla efnum sem við setjum í hárið í hóf má segja það sama um tæki sem við notum til að gera hárið fínt. Hárgreiðslutæki sem gefa frá sér hita, kambar og burstar geta gert hárið viðkvæmt þannig það virkar styttra þegar endarnir klofna. 

Réttu teygjurnar

Mikilvægt er að nota góðar teygjur til þess að halda hárinu fallegu. Glærar gormateygjur hafa verið vinsælar undafarin misseri og þykja þær betri en til dæmis gömlu teygjurnar með járninu. Ekki er heldur gott að setja teygjuna fast í sig á sama stað dag eftir dag. 

Klipping

Hárið vex ekki endilega hraðar við það eitt að fara oft í klippingu en það lítur betur út þegar búið er að klippa slitnu endana. Það er líka líkur á því að það þurfi að klippa minna af því til lengri tíma litið. Ef farið er í klippingu með mjög slitna enda þarf oft að taka óþægilega mikið af hárinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál