Snyrtipenninn mælir með...

Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands.
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands.

Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, hefur tekið saman lista yfir þær snyrtivörur sem henni finnst skora hæst í apríl. Hún segir nauðsynlegt að vinna vel í húðinni og setja á sig örlitla brúnku til að mæta sumrinu á frísklegri hátt.

Aukið sjálfstraust með Marc Inbane

Ég og brúnkukrem eigum ekki mikla samleið og yfirleitt finnst mér þau yfirþyrmandi. Þegar mér var svo boðið í kynningu hjá Marc Inbane um daginn hugsaði ég með mér að ég gæti nú allavega mætt fyrir áfengið og veitingarnar. Ekki vissi ég að þetta kvöld ætti eftir að verða til þess að breyta allri minni sýn á brúnkuvörur. Þar hitti ég eigendur Marc Inbane, stórkostleg hjón frá Hollandi, og allar vörurnar frá þeim hafa gert mig kjaftstopp. Brúnkuspreyið er svo auðvelt í notkun og eðlilegt á litinn, andlitsskrúbburinn er sá allra besti sem ég hef prófað og ég mun halda áfram að prófa mig áfram með fleiri vörur. Auðvitað á sjálfstraust ekki að sveiflast með brúnkukremi en ég er búin að vera að nota brúnkuspreyið undanfarið og spreyja örlitlu framan í mig (minna er meira), dreifi úr því með hanskanum og einn daginn fannst mér ég vera hreinlega huggulegri en áður með náttúrulegan lit í andlitinu. Með þetta sjálfstraust mætti ég á blint stefnumót, virkaði mjög svo útitekin og sagðist auðvitað hafa verið í fjallgöngu. Vonum að hann stingi ekki upp á Esjunni í næstu viku.

Frískari ásýnd á þremur sekúndum með Guerlain

Það er brúnkuþema hjá mér þennan mánuðinn en það fylgir þegar vor er í lofti. Konungsfjölskylda sólarpúðursins var að endurnýja terracotta-púðrið sitt og það hefur aldrei verið jafnfallegt, að mínu mati. Guerlain segist endurvekja ljóma húðarinnar á þremur sekúndum með þessu púðri en ég hef þó ekki tekið tímann. Hins vegar höfðar Guerlain alltaf til drottningarinnar innra með mér svo ég gef mér ávallt góðan tíma til að njóta þegar ég nota vörur frá franska snyrtihúsinu.

Falin perla frá Estée Lauder

Ég uppgötva alltaf leyndar perlur í snyrtileiðöngrum mínum og ein slík er augabrúnagelið frá Estée Lauder en það er líklega eitt það besta sem ég hef komist í kynni við. Bæði heldur það augabrúnahárunum á sínum stað en augabrúnirnar mínar virka einnig talsvert þykkari og meiri um sig. Þetta þurfa allir að prófa.

Djúpnæring sem þyngir ekki hárið frá Briogeo

Um daginn prófaði ég loksins hina umtöluðu djúpnæringu frá Briogeo sem nefnist Don't Despair, Repair! (sem gæti verið mottóið á morgnana þegar maður lítur í spegil?) en fjórar útgáfur eru til af þessari formúlu: Hinn klassíski hármaski, næturhármaski, tveggja þrepa hármaski með hettu og svo í spreyformi sem ekki er skolaður úr hárinu. Allar fjórar formúlurnar er hrein unun að nota og ég skil vel ,,hæpið“ í kringum þessar vörur. Vissulega eru til margir góðir hármaskar en þessum tekst að mýkja hárið og næra án þess að þyngja það og eru án sílikonefna. Briogeo fæst í versluninni Nola á Höfðatorgi eða á nola.is.

Lífrænar nýjungar frá Eco by Sonya

Margir þekkja lífrænu brúnkuvörurnar frá Eco By Sonya en núna eru komnar húðvörur frá merkinu sem allar eru lífrænar og náttúrulegar. Tvær vörur fönguðu auga mitt strax en sú fyrri nefnist Glory Oil og er sérstaklega hönnuð til að minnka sjáanleika öra og fínna lína á húðinni. Olíublanda úr Incha Inchi, Acai og graskerafræjum er stútfull af andoxunarefnum, omega 3 og 6 ásamt vítamínum. Seinni varan er Face Compost sem er djúphreinsandi en í senn næringarríkur andlitsmaski og eins konar ofurfæða fyrir húðina. Hann inniheldur m.a. spínat, klórellu, chia-fræ, acai-ber, spirúlínu, aloe vera og hvítan leir. Húðin mín ljómar sem aldrei fyrr og henta báðar vörurnar öllum húðgerðum.Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: Snyrtipenninn

Snapchat: Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

Bloggað um fréttina

Eitursvöl herratíska

Í gær, 23:59 Í vetur verða þykkar mjúkar peysur í lit áberandi. Litlir teinóttir frakkar og notaðar gallabuxur svo dæmi séu tekin. Stórar peysur og lag af mismunandi fötum er málið ef marka má GQ um þessar mundir. Meira »

Vandamálin sem pör geta ekki leyst

Í gær, 21:20 Það eru ekki mörg vandamál sem ekki má leysa en þau eru þó nokkur. Sambandssérfræðingurinn Tracy Cox er með þetta á hreinu.   Meira »

Hárgreiðslumaður stjarnanna segir frá

Í gær, 18:30 Hvað er best að gera þegar þú vilt síðara hár? Olsen-tvíburarnir, Diane Kruger og Kate Bosworth myndu leita ráða hjá hárgreiðslumanninum Mark Townsend. Meira »

Vinsælasta andlitslyftingin í dag

Í gær, 15:30 Húðmeðferðarstofan Húðfegrun býður upp á laserlyftingu sem er sambærileg við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið beint í vinnu eftir meðferð. Meira »

„Þetta gerðist svo fljótt!“

Í gær, 12:30 „Þetta gerðist svo fljótt, hann var tek­inn frá okk­ur strax. Þannig eru þessi lyf sem eru í gangi í dag sem ungu krakk­arn­ir virðast vera að fikta við.“ Meira »

Fór í brjóstaminnkun og fékk sýkingu

Í gær, 09:07 „Ég fór í brjótsaminnkun fyrir 29 árum og varð fyrir því óhappi að það kom mjög slæm sýking í annað brjóstið og við það varð það miklu minna. Ég held að það sé af því að drenið var tekið fyrr úr því brjósti.“ Meira »

10 lífsreglur Esther Perel

Í gær, 06:00 „Ást er eins og á þar sem ævintýri og leyndarmál fljóta um. Hjónaband er ekki endalok rómantíkur, heldur upphaf hennar. Fólk í góðu hjónabandi veit að það hefur fjölmörg ár til stefnu til að læra meira um hvort annað, til að dýpka tengslin og prófa sig áfram, ná árangri saman og jafnvel mistakast.“ Meira »

Þreytt á hjákonuleiknum

í fyrradag „Ég hef verið að hitta strák bara fyrir skemmtilegt kynlíf, jafnvel skotist úr vinnunni í hádeginu til þess að gera það. Ég er orðin þreytt á því núna en get ekki hætt þessu.“ Meira »

Stuð hjá Hallgrími Helgasyni

í fyrradag Hallgrímur Helgason fagnaði nýútkominni bók sinni, Sextíu kíló af sólskini, með vinum og velunnurum á Bryggjunni Brugghúsi.   Meira »

Eins og samlokugrill fyrir hrukkur

í fyrradag Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og eigandi Pjatt.is, segir að ljósabekkir séu eins og samlokugrill sem framleiði hrukkur. Meira »

Stjörnur sem lita ekki hár sitt

í fyrradag Á meðan sumir lita ljótan hárlit sinn eða fela gráu hárin eru aðrir sem leyfa sínum náttúrulega hárlit að njóta sín.   Meira »

Ef þú vilt eitthvað nýtt þá er bastið málið

í fyrradag Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Meira »

Breytti um hárlit en er ljósa hárið betra?

í fyrradag Rose Byrne er ein af þeim sem hefur breytt um hárstíl fyrir veturinn en það er ekki óalgengt að fólk breyti til þegar ný árstíð skellur á. Meira »

Allar framkvæmdir þarf að hugsa til enda

í fyrradag Í einu tignarlegasta húsi borgarinnar við Túngötu í Reykjavík býr fjölskylda sem leggur mikið upp úr því að halda í þá fallegu hugmyndafræði sem bjó að baki hönnun hússins í upphafi. Innanhússarkitektinn Sólveig Jónsdóttir endurhannaði eldhúsið. Meira »

Stjörnumerkin sem stunda mesta kynlífið

19.10. Stjörnumerkið sem stundar besta kynlífið stundar líka það mesta svo það er ekki hægt að halda því fram að magn sé ekki sama og gæði. Meira »

Ástin sigrar alltaf allt

19.10. Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband. Meira »

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

19.10. Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

19.10. Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

19.10. Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

19.10. Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

19.10. „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »