Snyrtipenninn mælir með...

Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands.
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands.

Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, hefur tekið saman lista yfir þær snyrtivörur sem henni finnst skora hæst í apríl. Hún segir nauðsynlegt að vinna vel í húðinni og setja á sig örlitla brúnku til að mæta sumrinu á frísklegri hátt.

Aukið sjálfstraust með Marc Inbane

Ég og brúnkukrem eigum ekki mikla samleið og yfirleitt finnst mér þau yfirþyrmandi. Þegar mér var svo boðið í kynningu hjá Marc Inbane um daginn hugsaði ég með mér að ég gæti nú allavega mætt fyrir áfengið og veitingarnar. Ekki vissi ég að þetta kvöld ætti eftir að verða til þess að breyta allri minni sýn á brúnkuvörur. Þar hitti ég eigendur Marc Inbane, stórkostleg hjón frá Hollandi, og allar vörurnar frá þeim hafa gert mig kjaftstopp. Brúnkuspreyið er svo auðvelt í notkun og eðlilegt á litinn, andlitsskrúbburinn er sá allra besti sem ég hef prófað og ég mun halda áfram að prófa mig áfram með fleiri vörur. Auðvitað á sjálfstraust ekki að sveiflast með brúnkukremi en ég er búin að vera að nota brúnkuspreyið undanfarið og spreyja örlitlu framan í mig (minna er meira), dreifi úr því með hanskanum og einn daginn fannst mér ég vera hreinlega huggulegri en áður með náttúrulegan lit í andlitinu. Með þetta sjálfstraust mætti ég á blint stefnumót, virkaði mjög svo útitekin og sagðist auðvitað hafa verið í fjallgöngu. Vonum að hann stingi ekki upp á Esjunni í næstu viku.

Frískari ásýnd á þremur sekúndum með Guerlain

Það er brúnkuþema hjá mér þennan mánuðinn en það fylgir þegar vor er í lofti. Konungsfjölskylda sólarpúðursins var að endurnýja terracotta-púðrið sitt og það hefur aldrei verið jafnfallegt, að mínu mati. Guerlain segist endurvekja ljóma húðarinnar á þremur sekúndum með þessu púðri en ég hef þó ekki tekið tímann. Hins vegar höfðar Guerlain alltaf til drottningarinnar innra með mér svo ég gef mér ávallt góðan tíma til að njóta þegar ég nota vörur frá franska snyrtihúsinu.

Falin perla frá Estée Lauder

Ég uppgötva alltaf leyndar perlur í snyrtileiðöngrum mínum og ein slík er augabrúnagelið frá Estée Lauder en það er líklega eitt það besta sem ég hef komist í kynni við. Bæði heldur það augabrúnahárunum á sínum stað en augabrúnirnar mínar virka einnig talsvert þykkari og meiri um sig. Þetta þurfa allir að prófa.

Djúpnæring sem þyngir ekki hárið frá Briogeo

Um daginn prófaði ég loksins hina umtöluðu djúpnæringu frá Briogeo sem nefnist Don't Despair, Repair! (sem gæti verið mottóið á morgnana þegar maður lítur í spegil?) en fjórar útgáfur eru til af þessari formúlu: Hinn klassíski hármaski, næturhármaski, tveggja þrepa hármaski með hettu og svo í spreyformi sem ekki er skolaður úr hárinu. Allar fjórar formúlurnar er hrein unun að nota og ég skil vel ,,hæpið“ í kringum þessar vörur. Vissulega eru til margir góðir hármaskar en þessum tekst að mýkja hárið og næra án þess að þyngja það og eru án sílikonefna. Briogeo fæst í versluninni Nola á Höfðatorgi eða á nola.is.

Lífrænar nýjungar frá Eco by Sonya

Margir þekkja lífrænu brúnkuvörurnar frá Eco By Sonya en núna eru komnar húðvörur frá merkinu sem allar eru lífrænar og náttúrulegar. Tvær vörur fönguðu auga mitt strax en sú fyrri nefnist Glory Oil og er sérstaklega hönnuð til að minnka sjáanleika öra og fínna lína á húðinni. Olíublanda úr Incha Inchi, Acai og graskerafræjum er stútfull af andoxunarefnum, omega 3 og 6 ásamt vítamínum. Seinni varan er Face Compost sem er djúphreinsandi en í senn næringarríkur andlitsmaski og eins konar ofurfæða fyrir húðina. Hann inniheldur m.a. spínat, klórellu, chia-fræ, acai-ber, spirúlínu, aloe vera og hvítan leir. Húðin mín ljómar sem aldrei fyrr og henta báðar vörurnar öllum húðgerðum.Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: Snyrtipenninn

Snapchat: Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

Bloggað um fréttina

Chloé Ophelia opnar snyrtibudduna

12:00 Chloé Ophelia er ljósmyndari búsett í Portúgal. Hún býr í litlum bæ í Algarve með eiginmanni sínu Árna Elliott ásamt tveimur sonum þeirra, þeim Högna Hierónymus og Hyrning Harper. Meira »

Allt sem umvefur þig ætti að hafa tilgang

09:00 Karitas Möller er arkitekt hjá Tvíhorf arkitektum. Hún hefur nýverið eignast tvíbura. Karitas ákvað að verða arkitekt eftir að hafa heimsótt húsið hennar Högnu Sigurðardóttur arkitekts á Bakkaflöt. Meira »

Konur eiga bullandi séns

06:00 Hjördís Hugrún Sigurðardóttir og móðir hennar Ólöf Rún Skúladóttir skrifuðu bókina „Tækifærin“ saman. Þær hvetja konur að deila ráðum sem þú myndir gefa þér yngri undir #jáhúnáséns. Meira »

Sex stellingar fyrir sturtuna

Í gær, 23:59 Sturtukynlíf getur verið snúið en hér er listi yfir sex stellingar sem hafa reynt vel í sturtunni. Vert er að taka fram að stórar og rúmgóðar sturtur henta betur en litlir sturtuklefar. Meira »

Útlitið segir ekki allt – kafaðu dýpra

Í gær, 21:00 Ert þú ein/einn af þeim sem eyðir lunganum úr deginum í ræktinni í að æfa rassvöðvana svo þeir verði eins og Kardashian? Eða bringuvöðvana svo þeir verði eins og á Rocky Balboa? Þú verður að hætta því, í það minnsta fókusera á fleira. Vísindin segja að fleira en útlitið skipti máli þegar kemur að því að vera sjarmerandi. Meira »

Æfingin sem breytti handleggjum Jennifer Garner

Í gær, 18:00 Leikkonan Jennifer Garner er komin með upphandleggsvöðva sem minna á ofurmenni. Garner notaði ekki bara lóð heldur er uppáhaldsæfingin hennar framkvæmd með teygju. Meira »

Skáparáð frá fataskápahönnuði stjarnanna

Í gær, 15:00 Fataskápur er ekki sama og fataskápur, það veit fataskápahönnuðurinn Lisa Adams. Tyra Banks, Khloé Kardashian og Christina Aguiliera treysta á skápahönnun Adams. Meira »

Ertu að gefast upp á Instagram?

í gær Það eru ekki allir að leita að berum bossum og andarandlitum á samfélagsmiðlum. Hér eru nokkrir áhugaverðir reikningar fyrir þá fróðleiksfúsu á Instagram. Meira »

Allt á útopnu á Bastard Brew&Food

í gær Það var glaumur og gleði í loftinu þegar veitingastaðurinn Bastard Brew&Food var opnaður í sama húsnæði og Vegamót voru áður til húsa. Eins og sést á myndunum var allt á útopnu og mikið stuð. Meira »

Heilluð af axlarpúðum

í gær Ágústa Sveinsdóttir sér um kynningarmál fyrir Geysi ásamt því að vera með ýmis sjálfstæð hönnunar-verkefni á hliðarlínunni. Hún er útskrifuð úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og ræðir hér um uppáhalds flíkurnar sínar. Meira »

Magnesíum núllstillir sykurlöngun og fleira

í fyrradag „Færð þú oft sykurlöngun þegar það er streitutímabil hjá þér? Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Við þurfum magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans og einnig er magnesíum nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Magnesíum ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar m.a. við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli. Meira »

Snjallforrit sem hraðar þér í áttina að ástinni

í fyrradag Það er alltaf gott að hafa vísindin með sér á ókunnar slóðir. Sér í lagi ef þú mátt engan tíma missa og ert að leita að ástinni. Heystax er nýtt snjallforrit sem notar andlitsgreini til að nema hversu hrifin þið eruð af hvort öðru á einungis 30 sekúndum. Meira »

Hildur og Jón geisluðu af gleði

í fyrradag Ungir sjálfstæðismenn, Huginn, Heimdallur, Týr og Stefnir, héldu bjórkvöld á kosningaskrifstofunni við Klapparstíg. Eyþór Arnalds tók nokkra vel valda slagara. Meira »

Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn

í fyrradag „Við fluttum inn í Háagerðið í mars 2016. Það var ansi margt sem þurfti að laga því íbúðin var illa farin. Við brutum niður veggi, tókum allt gólfefni af gólfinu. Þar á meðal rifum við af um það bil þrjú lög af dúkum, sem voru lagðir ofan á hvorn annan og sennilega var elsta lagið frá 1967 þegar íbúðin var byggð.“ Meira »

Ég skalf ef ég þurfti að tjá mig

í fyrradag „Að tala fyrir framan hóp af fólki var bara algjörlega ógerlegt fyrir mig og ég man eftir fyrsta verkefninu mínu þar sem ég þurfti að tala yfir ca 20 manna hópi. Ég skalf á beinunum, fékk svimatilfinningu og það hefði líklega liðið yfir mig ef ég hefði ekki haft standandi tússtöflu fyrir framan mig til að styðja mig við.“ Meira »

Á ég að hætta með henni?

25.5. „Ég er í sambandi við konu og við eigum barn saman, ég elska barnið mitt meira en sjálfan mig og mér hryllir við þeirri tilhugsun að fá ekki að vera í kringum það á hverjum degi. En aftur á móti er allur neisti farinn úr þessu sambandi og hann kemur ekki aftur hvað mig varðar amk,“ segir íslenskur karl í spurningu til Valdimars. Meira »

Hvernig gluggatjöld á ég að velja?

25.5. Í hverri viku berast spurningar frá lesendum Smartlands sem vantar ráð varðandi heimili sitt. Hér kemur spurning frá konu sem er týnd í frumskógi gluggatjaldanna og veit ekki hvað hún á að velja. Meira »

Þetta ætti að gera fyrir 35 ára aldurinn

24.5. Það er ekki allir sem ná að safna tvöföldum árlaunum sínum fyrir 35 ára aldurinn. Hér eru níu atriði sem eru viðráðanlegri.   Meira »

Er kominn tími til að fella grímuna?

24.5. Hvernig er hægt að vera atvinnumaður í íþróttum, eiga fallega eiginkonu, fullt af eignum og í raun allt í lífinu sem maður óskaði sér. En ekki hamingjusamur? Atvinnumaðurinn Lewis Howes hefur fellt grímuna og hvetur aðra karlmenn til að gera hið sama. Meira »

Auðvelt að leika eftir hárgreiðslu Meghan

24.5. Hárgreiðslumaður hertogaynjunnar af Sussex segir að fólk ætti að geta leikið eftir brúðargreislu Meghan heima. Hárgreiðslukonan Teddi Cranford gerði ágæta tilraun. Meira »

Ágústa Eva hélt uppi stuðinu

24.5. Viðreisn og Neslistinn héldu kosningahátíð í kosningamiðstöð sinni við Sundlaug Seltjarnerness í gær. Kosningamiðstöðin er í sögufrægum söluskála sem meðal annars hefur hýst Skarasjoppu og Systrasamlagið, sem því miður hætti starfsemi sinni fyrir rúmu ári. Meira »