Þurfum við allt þetta kynjabull?

Aldís Rún Ingólfsdóttir vakti athygli á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í …
Aldís Rún Ingólfsdóttir vakti athygli á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í gær fyrir línu sína Verði hold. Ljósmynd/Aðsend

Á útskriftasýningu fatahönnunardeildar LHÍ vakti Aldís Rún Ingólfsdóttir athygli fyrir línu sína Verði hold (Become Flesh). Línan er í anda réttrúnaðargyðinga, með ádeilu á hefðbundin kynhlutverk og það að við byrjum að hólfa fólk ofan í kyn-kassann jafnvel áður en það fæðist. Aldís segir eðlilegt að karlar geti valið að vera í kjólum ef þá langar til og hún gæti sjálf alveg heillast af karli í kjól ef honum liði vel í flíkinni.

Ádeila á kynjahlutverkin

Útskriftarsýningin gekk vel í alla staði og má sjá að hér er á ferðinni sterkur samrýndur hópur ungs fólks sem mun láta til sín taka í náinni framtíð á sviði tísku og hönnunar.

Hver er hugmyndin að baki línunnar þinnar?

„Þessar staðalímyndir okkar á því hvað er að vera karlmaður og kvenmaður og að allt annað sé frávik, en svo virðist sem enginn viti hver ákvað þessar staðalímyndir.  Línan er því eins konar ádeila á kynja­hlut­verk­in sem okk­ur eru útveguð við fæðingu. Ég notaðist svo við fag­ur­fræði, varðandi „silhouettur“, smáatriði og efnispælingar frá rét­trúnaðargyðingum (hasidic),“ seg­ir Al­dís. 

Stórar herðar og mjótt mittið gerði áhugaverðan brag á þessa …
Stórar herðar og mjótt mittið gerði áhugaverðan brag á þessa fallegu línu. mbl.is/Valgarður Gíslason

Þegar karl fer í kjól og kona það sem hún vill

Á tískusýningunni mátti sjá í línu Aldísar formfastar og agaðar línur. Axlarmikla jakka og mittisbönd. „Samkvæmt „hasidic“-gyðingum klæðast karlmennirnir axlarmiklum og síðum jakkafrökkum, þessum öguðu fallegu beinu línum. Í bland við það skoðaði ég einnig brúðarkjóla kvenna innan þessa trúarhóps, þeir eru algjört meistaraverk og eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður. Ég vildi láta kynin giftast í minni sýningu í stað þess að karlmaður og kvenmaður væru að giftast. Þar af leiðandi blandaði ég þessum afar ólíku formum saman. Kjólarnir voru innblásnir af jakkafrökkum, í bland við brúðarkjóla og slör.“ 

Aldísi er formunað að skilja það hlutverk sem kynin hafa í samfélaginu okkar sem og annars staðar. „Áður en við fæðumst þá er byrjað að setja okkur í þetta hólf sem við veljum ekki sjálf. Ég sem dæmi á lítinn strák sem finnst gaman að fylgjast með mér klæða mig. Hann elskar að vera með lítinn gosbrunn í hárinu og finnst gaman að skoða skartið mitt. Ég staldra við það síðan þegar honum eru einungis gefnar gjafir sem eiga að höfða til hans kyns, karlkyns. Hann hefur til að mynda aldrei fengið fatnað að gjöf með glimmeri eða pallíettum, sem honum þykir að sjálfsögðu afskaplega fallegt. Af hverju á sonur minn bara að hafa áhuga á bílum?“

Ljósmynd/Aðsend

Myndi heillast af manni í kjól

Að mati Aldísar er þetta einstaklingsfrelsi svo mikilvægt. „Mér finnst fólk bara mega gera það sem það velur að gera,“ segir hún, spurð um hvað henni finnist um þær dægurstjörnur í dag sem gera mikið út á líkamann, kyn sitt og nekt. „Auðvitað er það mismunandi manna á milli hversu mikið kynið fer inn í okkar daglega líf. Ef það hentar fólki að setja það mikið inn í sitt líf er það fínt mín vegna. En mér finnst að við þurfum að velta þessu upp og spyrja okkur: Þurfum við raunverulega allt þetta kynjabull jafnvel áður en börn okkar fæðast?“

Aldís segir eðlilegt að í boði sé fyrir karla að vera í kjólum rétt eins og við konur getum valið okkur að vera í buxum.

Myndir þú heillast af manni í kjól?

„Já alveg bókað. Ef honum liði vel og væri sáttur við sig. Þá er það fínt mín vegna, en vissulega eru afleiðingar af því eins og öðru, það væri kannski efni í aðra grein,“ segir Aldís og brosir.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál