Vera Wang spáir í brúðarkjól Meghan

Vera Wang er þekkt fyrir brúðarkjólahönnun sína.
Vera Wang er þekkt fyrir brúðarkjólahönnun sína. AFP

Það eru tvær vikur í brúðkaup ársins en 19. maí ganga Vilhjálmur Bretaprins og leikkonan Meghan Markle í það heilaga. Mikil spenna ríkir fyrir brúðarkjól Meghan en nú er ljóst að fatahönnuðurinn Vera Wang mun ekki sjá um að hanna kjólinn. 

Wang staðfesti það í viðtali við Harper's Bazaar á dögunum en áður hefði Victoria Beckham tekið fyrir það að vera hanna kjólinn. Þrátt fyrir að Wang hanni ekki kjól Meghan hefur hún skoðun á hvernig kjól Meghan ætti að velja enda Wang sérfræðingur í brúðarkjólum. 

Meghan Markle klæðist líklega hvítu á brúðkaupsdaginn.
Meghan Markle klæðist líklega hvítu á brúðkaupsdaginn. AFP

Mikill áhugi er á brúðkaupinu víða um heim og er Wang ein þeirra sem segist fá æði fyrir konunglegum brúðkaupum. Hún telur líklegt að Meghan velji breskt merki til þess að sjá um kjólinn þó svo hún geti líka klæðst bandarískri hönnun enda er Meghan frá Bandaríkjunum.

Þegar kemur að stílnum telur Wang að Meghan fari einhvern milliveg og velji nútímalegan kjól sem verði ekki eins stór og kjóll Díónu prinsessu eða Katrínar hertogaynju. Vonast hún til þess að Meghan velji hvorki mikinn kjól né kjól í hafmeyjusniði þegar kemur að sniði. 

Stjörnurnar hafa verið duglegar að klæðast kjólum Very Wang á stóra daginn og hafa systurnar Kim og Khloé Kardashian báðar gift sig í brúðarkjólum frá Wang. Forsetadæturnar Chelsea Clinton og Ivanka Trump giftu sig í kjólum frá Wang. Auk þess sem söngkonurnar Alicia Keys, Jennifer Lopez og Victoria Bekcham hafa klæðst kjólum frá Wang í brúðkaupum sínum. 
Katrín klæddist brúðarkjól frá Alexander McQueen.
Katrín klæddist brúðarkjól frá Alexander McQueen. AFP
David og Elizabeth Emanuel hönnuðu stóran brúðarkjól Díönu prinsessu.
David og Elizabeth Emanuel hönnuðu stóran brúðarkjól Díönu prinsessu. AFP
Brúðarkjóll frá Veru Wang.
Brúðarkjóll frá Veru Wang.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál