„Það er alltaf hægt að læra allt sjálfur“

Úr samstarfslínu Reykjavík Roses og Converse.
Úr samstarfslínu Reykjavík Roses og Converse. ljósmynd/xdeathrow

Íslenska fatamerkið Reykjavík Roses er að senda frá sér nýja fatalínu í samstarfi við Converse. Reykjavík Roses varð til sem frumkvöðlaverkefni í Menntaskólanum við Sund árið 2013 og síðan hefur fyrirtækið blómstrað.

Arnar Leó Ágústson, Sturla Sær Fjelsted, Hlynur James Hákonarson og Konráð Logi Bjartmarsson standa að merkinu. Arnar Leó segir að þeir hafi ákveðið að hella sér út í fyrirtækið eftir að vel gekk með það í MS. Eftir menntaskóla fór lína frá þeim í sölu í Smash sem seldist upp á viku og þá hafi boltinn farið að rúlla. Reykjavík Roses hefur áður farið í starfað með öðrum merkjum eins og KBE-klíkunni sem Herra Hnetusmjör stendur fyrir. 

ljósmynd/xdeathrow

Hvernig kom samstarfið til?

„Þetta kemur til þegar Converse erlendis er að velja íslenskt merki í gegnum Converse á Íslandi og það endar á því að við erum valdir. Þannig þetta er allt með leyfi frá Converse. Við erum að vinna fatnað, það eru bolir, peysur, háskólapeysur og síðermaboli, háskólajakka, regnjakka og skó,“ segir Arnar Leó og segir að þeir hafi fengið alveg frjálsar hendur.

Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir Reykjavík Roses?

„Þetta er rosalega gott fyrir ferilskrá merkisins og opnar auðvitað einhverjar dyr. Það svo alltaf gaman að tengja merkið við önnur merki og vinna það saman. Eins og Converse er búið að vera gera núna á markaði erlendis þá eru þeir að fara í samstarf við lókal merki,“

ljósmynd/xdeathrow

Það gengur vel hjá strákunum þrátt fyrir að þeir hafi ekki farið í sérstakt nám í hönnun en þeir bæði hanna flíkur og búa til snið sjálfir. „Ef þú vilt eitthvað og ert tilbúin að leggja þig fram þá gerir þú það sama hvort sem þú ert búin að læra það eða ekki. Það er alltaf hægt að læra allt sjálfur. Við erum búnir að vera duglegir að standa saman og unnið hörðum höndum við að hjálpast að,“ segir Arnar Leó og bætir því við að þeir fái líka aðstoð frá hinum og þessum.

Arnar Leó er bjartsýnn fyrir framtíðina hjá Reykjavík Roses. Nú eru þeir að vinna að sumarlínu og margt fleira á dagskrá. „Það er nóg að gera og nóg að koma frá okkur.“

ljósmynd/xdeathrow
ljósmynd/xdeathrow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál