Mikilvægt að muna að brosa og hafa gaman

Ljósmynd/Bragi Þór

Ljósmyndarinn Bragi Þór er vinsæll brúðkaupsljósmyndari. Hann nær að festa á filmu tímalausar myndir sem fanga augnablik kærleika og ástar í brúðkaupum. 

Bragi segir flestar fyrirspurnir um brúðarmyndatökur berast í gegnum heimasíðu fyrirtækisins Iceland Wedding Photos. „Í slíkum myndatökum er sjaldnast verið að mynda veislur heldur eingöngu athöfnina sjálfa og svo brúðhjónin í íslenskri náttúru.

Þeir sem koma frá öðrum löndum leggja mikið upp úr að fá flottar brúðarmyndir af sér, í raun myndi ég segja það ríkari áherslu frá þeim en Íslendingar eru vanir.“

Muna að hafa augun opin

Bragi er menntaður ljósmyndari frá Bandaríkjunum og hefur starfað til fjölda ára sem slíkur.

Hvað er best að hafa í huga þegar brúðarmyndir eru teknar?

„Að mínu mati er mikilvægt að muna að brosa og hafa gaman. Eins tel ég mikilvægt að brúðhjónin séu reiðubúin að taka stjórnina ef við á og þau fá hugmyndir að einhverju sem væri gaman að gera og er í þeirra anda,“ segir hann og brosir og bætir við að eins sé mikilvægt að muna að hafa augun alltaf opin.

Veðrið er ekki vandamálið

Bragi leggur áherslu á að veðrið hér á Íslandi skipti engu máli og gott sé fyrir brúðhjón að hafa það hugfast. „Margar af mínum bestu myndum hafa verið teknar í slæmu veðri og kulda.“

Hann útskýrir hversu frábært það sé að fá að upplifa stóra daginn með mörgu mismunandi fólki frá ýmsum löndum. „Það er ekki annað hægt en að vera með bros á vör á slíkum dögum enda finn ég fyrir miklu þakklæti og hlýju frá öllum sem ég mynda.“

Ljósmynd/Bragi Þór
Ljósmynd/Bragi Þór
Ljósmynd/Bragi Þór
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál