Eliza Reid með leyniskilaboð í kertum

Eliza Reid forsetafrú ásamt eiginmanni sínum forseta Íslands, Guðna Th. …
Eliza Reid forsetafrú ásamt eiginmanni sínum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Ljósmynd/Íslandsstofa

Árlegt átak Mennt­un­ar­sjóðs Mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur hefst í þessari viku. All­ur ágóði af sölu Mæðrablóms­ins renn­ur í Mennt­un­ar­sjóðinn sem styrk­ir tekju­lág­ar kon­ur til mennt­un­ar svo að þær eigi betri mögu­leika á góðu framtíðar­starfi. Frá því að sjóður­inn var stofnaður árið 2012 hafa verið veitt­ir yfir 170 styrk­ir til 100 kvenna. Eliza Reid forsetafrú lagði verkefninu lið.

Þór­unn Árna­dótt­ir hönnuður hannaði nokkr­ar ólík­ar út­gáf­ur af leyniskila­boðakert­um. Kert­in inni­halda skila­boð á bæði ís­lensku og ensku, til­einkuð mæðrum. Kert­in eru í litl­um postu­líns­skál­um og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós leyniskila­boð á botni skál­ar­inn­ar. Skila­boðin standa líka á límmiða utan á pakkn­ing­un­um sem hægt er að fjar­lægja áður en kertið er gefið. Þórunn segist hafa fylgst vel með því mikilvæga starfi sem Mæðrastyrksnefnd hefur verið að vinna undanfarin ár. „Því var mjög gaman að fá tækifæri til að leggja þessu góða málefni lið. Leyniskilaboðakertin eru tilvalin sem „mæðradagsblóm“ og ótrúlega skemmtilegt að fá tækifæri til að gefa þau út á íslensku og með mæðradaginn í huga.“

Kertin eru skemmtileg mæðradagsgjöf.
Kertin eru skemmtileg mæðradagsgjöf. Ljósmynd/Aðsend

El­iza Reid for­setafrú valdi skilaboðin sem eru í kertunum.

„Ég kunni vel að meta orðin „Ég skal mála allan heiminn, elsku mamma“ vegna þess að þau endurspegla saklausan og sannan trúnað barns við móður sína og ástina sem tengir þau saman. Með þeim er móðirin ekki sett í einhverja staðalímynd en þau draga fram hvaða augum börn líta einatt móður sína. Og þau eru tekin úr ágætu íslensku barnalagi,“ segir Eliza og bætir við. „Mér þótti mikið til um að vera beðin um að taka þátt í þessu frábæra framtaki. Sú þjálfun og menntun sem maður býr að skiptir sköpum um framgang í vinnu og ekki síður til að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði og styrkja sjálfsmyndina. Ég er afar ánægð með þennan sjóð sem liðsinnir konum sem þurfa að stíga skref til að bæta framtíð sína og þar með barna sinna.“

Kertin verða til sölu í öllum búðum Pennans Eymundssonar, í Epal Skeifunni, Hörpu og Kringlunni, og hjá Heimkaup.is í tvær vikur, frá 7.maí. Einnig verða sjálfboðaliðar í Kringlunni helgina 12-13. maí að selja kertin.

Fyrir þau sem vilja styrkja sjóðinn er tekið við frjálsum framlögum í banka: 515-14-407333, kennitala: 660612-1140.

Sjá Facebooksíðu verkefnisins.  Nánar um verkefnið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál