Dorrit bauð vinkonum sínum í boð

Susan Gutfreund, Dorrit Moussaieff og Meg Braff.
Susan Gutfreund, Dorrit Moussaieff og Meg Braff. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir

Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú Íslands var gestgjafi í glæsilegu boði sem íslenska húðvörumerkið Bioeffect hélt í New York á dögunum. Merkið er selt í öllum betri verslunum um allan heim og eru fáir betri en Dorrit til að kynna það því hún hefur notað húðdropana frá upphafi. Nú eru Bioeffect vörurnar komnar inn í Bergdorf-Goodman í New York. 

Veislan var liður í að kynna Bioeffect frekar fyrir bandarískum neytendum, en fyrirtækið herjar nú á Bandaríkjamarkað af fullum krafti. Dorrit Moussaieff hefur notað vörur frá Bioeffect frá upphafi og er meðal annars sérstakur aðdáandi 30 Day Treatment vörunnar. Því þótti vel við hæfi að leita til hennar og fá hana í þetta markaðssamstarf.

Avril Graham og Nancy Marks.
Avril Graham og Nancy Marks. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir

Dorrit bauð þrjátíu af sínum nánustu vinkonum sem eru jafnframt meðal áhrifamestu kvenna New York-borgar. Þar má nefna sjónvarpsfréttakonuna Mariu Bartiromo sem er með sinn eigin þátt á sunnudagsmorgnum á Fox News, Jennifer Stockman forstöðukonu Guggenheim-safnsins, Avril Graham, tískuritstjóra Harper‘s Bazaar, og Debru Black, Broadway-leikstjóra sem hefur unnið til fjölda Tony-verðlauna á ferli sínum.

Bergdorf Goodman er ein af elstu og þekktustu stórverslunum New York, en hún var stofnuð árið 1901 af Herman Berfdorf og Edwin Goodman. Hún er til húsa í tilkomumikilli byggingu efst á 5th Avenue, rétt við Central Park. Það er mikil ásókn í að komast þangað inn með ný vörumerki og færri komast að en vilja. BIOEFFECT-vörurnar fengu þó strax góðar viðtökur og fóru í sölu hjá þeim í október á síðasta ári. Síðan þá hafa viðskiptavinir verslunarinnar einnig tekið þeim fagnandi.

Hádegisverðurinn var haldinn í glæsilegum sal inn af veitingastað á sjöundu hæð stórverslunarinnar. Matseðillinn samanstóð af ofnbökuðum íslenskum þorski og Siggi‘s Skyr með ferskum berjum. Auk þess var á borðum íslenskt vatn og súkkulaði úr smiðju Omnom.

Björn Örvar, einn stofnenda ORF Líftækni og framkvæmdastjóri rannsókna og nýsköpunar, hélt stutta kynningu um sögu BIOEFFECT og vísindin á bak við vörurnar. Líflegar og skemmtilegar umræður sköpuðust því konurnar voru greinilega afar áhugasamar um þessar einstöku vörur. Að hádegisverðinum loknum voru gestir leystir út með fallegum BIOEFFECT gjafapoka.  

Jennifer Stockman prófar EGF Serum á handarbaki sínu.
Jennifer Stockman prófar EGF Serum á handarbaki sínu. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Björn Örvar og Dorrit Moussaieff ásamt Nancy Marks, fjárfesti.
Björn Örvar og Dorrit Moussaieff ásamt Nancy Marks, fjárfesti. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Avril Graham ánægð með gjafapokann.
Avril Graham ánægð með gjafapokann. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Claudia Romo Edelman og Dorrit Moussaieff.
Claudia Romo Edelman og Dorrit Moussaieff. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Liz Robbins og Kira Fairman.
Liz Robbins og Kira Fairman. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Björn Örvar ásamt Angelu Welcome hjá Bergdorf-Goodman, Ástu Pétursdóttur, vörumerkjastjóra …
Björn Örvar ásamt Angelu Welcome hjá Bergdorf-Goodman, Ástu Pétursdóttur, vörumerkjastjóra Bioeffect og Maggie Ciafardini. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Maggie Ciafardini, starfsmaður Bioeffect í Bandaríkjunum.
Maggie Ciafardini, starfsmaður Bioeffect í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Berglind Johansen, framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs Bioeffect, og Björn Örvar.
Berglind Johansen, framkvæmdarstjóri sölu- og markaðssviðs Bioeffect, og Björn Örvar. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Björn Örvar ásamt Debru Black.
Björn Örvar ásamt Debru Black. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Björn Örvar sýndi vinkonunum Dorritar fyrir og eftir myndir.
Björn Örvar sýndi vinkonunum Dorritar fyrir og eftir myndir. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Hér sést hvernig augnsvæðið verður fyrir og eftir.
Hér sést hvernig augnsvæðið verður fyrir og eftir. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Konurnar hlustuðu heillaðar á frásögn Björns Örvar.
Konurnar hlustuðu heillaðar á frásögn Björns Örvar. Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Bioeffect-vörurnar taka sig vel út í Bergdorf-Goodman
Bioeffect-vörurnar taka sig vel út í Bergdorf-Goodman Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál