Tók 8.762 klukkustundir að sauma í kjólinn

Naomi Watts var glæsileg í bróderuðum kjól.
Naomi Watts var glæsileg í bróderuðum kjól. AFP

Leikkonan Naomi Watts var stórglæsileg á Met Gala á mánudaginn í afar fallegum kjól og herðaslá frá Micheal Kors. Kjóllinn fékk Watts ekki bara út í búð heldur var hann sérstaklega gerður fyrir tilefnið og tók vinnan við hann mun lengri tíma en vinna við venjulega kjóla. 

Watts lýsti vinnunni við kjólinn í viðtali við ástralska VogueÍ báðar flíkurnar var saumað gull, kristallar og pallíettur. Það tók 7.462 vinnustundir að sauma í kjólinn og 800 vinnustundir til viðbótar fóru í það að suma í herðaslánna. Til þess að setja þessar tölur í samhengi eru 8.760 klukkustundir í venjulegu ári. 

„Venjulega er ég mikið fyrir þægindi en á Met Gala snýst þetta um að heiðra sýn hönnuðarins. Þegar þú sérð hversu spenntir þeir eru, viltu hjálpa til við að bjóða upp á hana,“ sagði Watts um kjólinn og hönnunina. 

„Met Gala snýst um hátísku. Þema Met Gala gerir þetta allt mjög spennandi. Allir hönnuðir koma með sína túlkun og það er svo skemmtilegt að sjá þær allar á kvöldinu,“ sagði Watts sem var spennt að sjá klæðnað hinna stjarnanna. 

Naomi Watts.
Naomi Watts. AFP
Naomi Watts í kjól frá Michael Kors.
Naomi Watts í kjól frá Michael Kors. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál