Í notuðum kjól á rauða dreglinum

Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve gekk rauða dreglinn með Cate Blanchett.
Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve gekk rauða dreglinn með Cate Blanchett. AFP

Leikkonan Cate Blanchett er formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Blanchett setti hátíðina á þriðjudag ásamt Martin Scorcase í kunnuglegum kjól. 

Stjörnurnar eru þekktar fyrir að láta ekki sjá sig í sömu flíkinni tvisvar en Blanchett var ekki hrædd við það. Svarti Armani Privé-kjólnum klæddist leikkonan einnig í janúar árið 2014 þegar hún tók á móti verðlaunum á Golden Globe-hátíðinni fyrir hlutverk sitt í myndini Blue Jasmine. 

Blanchett sendi frá sér yfirlýsingu er kemur fram á vef WWD. „Frá hátískufatnaði til stuttermabola, landfyllingar eru fullar af flíkum sem hafa verið fleygt að óþörfu,“ sagði Blanchett í yfirlýsingunni og lagði áherslu á þetta væri fáranlegt því loftslagi sem ríkir í dag. Sagði hún það fáranlegt að það væri ekki haldið upp á þessar flíkur og notað þær oftar. 

Cate Blanchett, á Golden Globe árið 2014.
Cate Blanchett, á Golden Globe árið 2014. AFP
Cate Blanchett í kjólnum á Cannes 2018.
Cate Blanchett í kjólnum á Cannes 2018. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál