Skallameðal við sjóndeildarhringinn

Bruce Willis er nauðasköllóttur
Bruce Willis er nauðasköllóttur AFP

Hárleysi er eitthvað sem margir menn óttast. Nú er hins vegar von á breytingum en breskir vísindamenn komust að því að beinþynningarlyf örvi hárvöxt þrisvar sinnum meira en önnur lyf. 

Fram kemur í grein Telegraph um uppgötvunina að fjórir af hverjum tíu mönnum byrji að fá skalla fyrir 45 ára aldurinn en tveir af hverjum þremur mönnum eru orðnir hálf hárlausir um sextugt. Uppgötvunin er kærkomin en í dag eru til lyf við þessu en þykja ekki skila góðum árangri og hafa slæmar aukaverkanir. Þeir allra örvæntingafyllstu geta svo farið í hárígræðslu. 

Vísindamenn við háskólann í Manchester byrjuðu á því að skoða krabbameinslyf þar sem aukin hárvöxtur er ein aukaverkunin. Ástæðan fyrir hárvextinum er að lyfið dregur úr virkni prótínsins SFRP1. Krabbameinslyfinu fylgdu hins vegar slæmar aukaverkanir svo ekki þýddi að vinna með það. Þeir fundu þá beinþynningarlyf sem þótti enn betra en krabbameinslyfið. 

Þegar lyfið var prófað á hársekkjum 40 manna sem voru að fara í hárígræðslu kom í ljós að hárvöxturinn var mikill og óx hárið um 2 millimetra á aðeins sex dögum. Vísindamaðurinn Nathan Hawkshaw segir að lyfið geti verið áhrifaríkt fyrir fólk sem glímir við hárlos. 

Jason Statham er byrjaður að missa hárið.
Jason Statham er byrjaður að missa hárið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál