Góðar hugmyndir fyrir brúðkaup

Blóm í hári og fallega afslöppuð brúðhjón á stóra daginn.
Blóm í hári og fallega afslöppuð brúðhjón á stóra daginn. Ljosmynd/Getty images

Þegar kemur að brúðkaupum er hægt að fara margar ólíkar leiðir. Eftirfarandi hugmyndir eru innsýn inn í nokkra hluti sem er skemmtilegt að gera á stóra deginum. 

Gjafir fyrir aðstandendur

Mörg okkar eiga góða að sem eru boðnir og búnir að aðstoða okkur þegar á reynir. Á brúðkaupsdaginn er skemmtilegt að launa þessu fólki með fallegri gjöf. Hamingju hjóna smitar yfir í fjölskylduna og af hverju ekki að þakka tengdaforeldrum, börnum eða nánum ættingja með gjöf?

Myndaveggur

Þegar kemur að myndavegg er gaman að búa til rómantíska uppsetningu. Gegnsætt tjull með fallegum greinum, eða grænar greinar hangandi úr loftinu er skemmtilegt. Ímyndið ykkur myndir af öllum gestum með slíkan bakgrunn.

Hægt er að setja upp allskonar skraut í garðinum svo …
Hægt er að setja upp allskonar skraut í garðinum svo ljósmyndataka verði góð þennan dag. Hér er altari tilbúið sem seinna er hægt að nota sem myndavegg með brúðhjón og gestum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Makkarónur

Makkarónur eru gómsætar og fallegar á veisluborðum. Hægt er að nota þær í fallegum glærum öskjum eða ofan á kökur svo eitthvað sé nefnt. Fallegir makkarónu-turnar eru einnig vinsælir í brúðkaupum. Þar sem makkarónum er raðað upp eins og köku í nokkrum lögum.

Sætaskipan á spegli

Þegar kemur að sitjandi borðhaldi í brúðkaupum er ýmislegt hægt að gera. Ef hugmyndin er að hafa fallegt retro umhverfi, þá er góð hugmynd að skrifa sætaskipanina á spegilinn.

Skilaboð til hjóna

Sumir segja að það þurfi heilt þorp til að láta hjónabandið ganga upp. Þeir sem giftast í kirkju og eru trúaðir, geta haft Biblíu á gestaborði og beðið gesti um að benda á fallegan texta í biblíunni til að styðjast við í framtíðinni. Sem dæmi stendur á 365 stöðum í biblíunni að við höfum ekkert að óttast. Slík áminning er góð í lífsins ólgusjó.

Gjafir fyrir gesti

Sumir vilja hafa litlar gjafir fyrir gestina. Ýmislegt er í boði þegar kemur að þessu, fallega skreyttir súkkulaðimolar með kaffinu eða táknrænar gjafir sem minna á brúðhjónin og stóra daginn. Hér er hugmynd að skemmtilegri leið til að gleðja þá sem fagna með okkur á brúðkaupsdaginn.

Fallegar gjafir fyrir gesti er skemmtileg hefð í brúðkaupum.
Fallegar gjafir fyrir gesti er skemmtileg hefð í brúðkaupum. Ljósmynd/Getty images

Ævintýralegt brúðkaup

Það er vinsælt á meðal yngri kynslóða að halda upp á brúðkaup í hádeginu. Að raða upp vöfflum eins og köku og strá yfir þær flórsykri og skreyta með blómum er fallegt.

Klassískur borðbúnaður

Gyllt er vinsælt um þessar mundir. Á fallegu viðarborði kemur vel út að nota gylltan borðbúnað, gular servéttur og klassískt skraut á borði. Möguleikar eru endalausir.

Fallegur borðbúnaður og skraut í klassískum stíl gerir mikið fyrir …
Fallegur borðbúnaður og skraut í klassískum stíl gerir mikið fyrir veisluborðið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Borði og blóm á kökur

Einfaldar hvítar kökur eru vinsælar núna. Fallegt er að skreyta kökurnar með borða sem er í stíl við þema brúðkaupsins og blómum.

Bollakökur

„Cupcakes“ eða bollakökur eru prýðilegar og mjög vinsælar núna. Það sem er sniðugt að gera með þær er að stilla þeim upp sem grunni á köku og á veisluborði og hafa síðan hátiðlega hluta kökunnar einungis efst. Þannig getur hver og einn gestur fengið sér eina bollaköku í staðinn fyrir að fá of stóra sneið á diskinn. Eins er hægt að frysta bollakökur eftir brúðkaupið og bjóða síðan gestum upp á seinna.

Fallegar bollakökur sem auðvelt er að borða með hátíðlegum brúðarköku …
Fallegar bollakökur sem auðvelt er að borða með hátíðlegum brúðarköku toppi. Ljósmynd/Thinkstockphotos
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál