Mætti í Jordan-skóm

Kendall Jenner og Virgil Abloh, eitt þekktasta andlit tískunnar um …
Kendall Jenner og Virgil Abloh, eitt þekktasta andlit tískunnar um þessar mundir. AFP

Himneskar verur og tilvísun í kaþólsku kirkjuna var þemað á Met Gala að þessu sinni. Virgil Abloh, listrænn stjórnandi Louis Vuitton, kom, sá og sigraði að margra mati á þessum viðburði. Hann mætti í fatnaði úr eigin línu og klæddist bláum Jordan-skóm við sem voru gerðir sérstaklega fyrir þennan viðburð og að sjálfsögðu fyrir listræna stjórnandann.

Sumir eru á því að tískan hafi ekkert með trú að gera á meðan aðrir segja að trúarbrögð túlki liti á sinn hátt og hafi áhrif á tískuna eða öfugt. Sem dæmi sé hvítur litur hreinleikans og svartur táknar sorg og dauða. Andrew Bolton, stjórnandi Metropolitan-safnsins, sagði í viðtali við Evening Standard að tískan endurspegli trúarbrögð og hvert og eitt þeirra noti liti og form á sinn hátt.

Sýningin í MET er ein sú stærsta hingað til þar sem 150 hlutir eru á sýningunni, 40 hlutir frá Vatíkaninu í Róm og fylgihlutir sem spanna 15 páfatímabil í sögunni. Sumir af þeim hlutum hafa aldrei áður farið úr Vatíkaninu. Auk þess verða til sýnis hlutir frá m.a. Coco Chanel sem var alin upp af nunnum kaþólsku kirkjunnar.

Þegar kom að gestum Met Gala-viðburðarins mátti sjá samspil hvíta litarins sem og búninga sem voru svartir og rauðir.

Á rauða dreglinum er greinilegt að stórstjörnurnar túlkuðu himneskar verur (heavenly bodies) á sinn hátt. Framliðnir er án efa orðið sem kaþólskir myndu nota, en auðvelt var að sjá samspil þeirra tveggja afla sem svo oft er talað um í þessari trú, á milli hins góða og illa. Hins bjarta og myrkra. Þess gjafmilda og gráðuga.

Virgil Abloh, listrænn stjórnandi Louis Vuitton, kom sá og sigraði …
Virgil Abloh, listrænn stjórnandi Louis Vuitton, kom sá og sigraði á Met Gala í nýjum fatnaði frá tískumerkinu og Jordan-skóm. Tilvísun hans í þessari línu voru einmitt trúarbrögð þannig að hann hefur unnið undirbúningsvinnuna betur en flestir aðrir. AFP
Rihanna með fallegt skraut um hálsinn og auðvitað með höfuðfat …
Rihanna með fallegt skraut um hálsinn og auðvitað með höfuðfat eins og páfinn sjálfur. AFP
Sean Combs mætti sem hvítur engill með stóran kross. Toppurinn …
Sean Combs mætti sem hvítur engill með stóran kross. Toppurinn yfir i-ið hefði verið rauðir skór við dressið. AFP
Taylor Hill í búning eins og Sanctae romanae ecclesiae cardinalis …
Taylor Hill í búning eins og Sanctae romanae ecclesiae cardinalis aka kardináli. AFP
Bella Hadid mætir í anda hins dökka. Eða hvað? Með …
Bella Hadid mætir í anda hins dökka. Eða hvað? Með fallegt hárskrautið minnir á þyrna þá sem Jesús bar áður en hann var krossfestur. AFP
Susie Cave og Nick Cave í svörtum lit og blóðrauðum. …
Susie Cave og Nick Cave í svörtum lit og blóðrauðum. Sannfærandi eins og ávalt. En ekki víst hvort uppspretta kærleika sé að finna í fasi þessara tveggja miðað við myndina. AFP
Kate Bosworth engill ástarinnar. Minnir á brúðarmey. Einstök samsetning.
Kate Bosworth engill ástarinnar. Minnir á brúðarmey. Einstök samsetning. AFP
Chadwick Boseman í mögnuðum fatnaði sem hefði getað verið einn …
Chadwick Boseman í mögnuðum fatnaði sem hefði getað verið einn af búningunum fyrir kvikmyndina The young pope. Hver einasti hlutur í þessari samsetningu er einstaklega vel valinn. AFP
Andreea Diaconu sem drottning þeirra blóðþyrstu. Skoðið varalitinn, höfuðfatið og …
Andreea Diaconu sem drottning þeirra blóðþyrstu. Skoðið varalitinn, höfuðfatið og litinn sem hún klæðist. AFP
Heilög Rosie Huntington-Whiteley virðist ætla í dýrlingatölu með þessum búningi.
Heilög Rosie Huntington-Whiteley virðist ætla í dýrlingatölu með þessum búningi. AFP
Katy Perry mætti fljúgandi á hátíðina. Engill að vanda.
Katy Perry mætti fljúgandi á hátíðina. Engill að vanda. AFP
Ariana Grande ástargyðja, algjörlega himnesk. Í kjól sem var skreyttur …
Ariana Grande ástargyðja, algjörlega himnesk. Í kjól sem var skreyttur englum. AFP
Alicia Vikander tók skikkjuna sem minnir á skikkju kardinála á …
Alicia Vikander tók skikkjuna sem minnir á skikkju kardinála á annað stig og er hér að setja fram fallega virðingarverða tilvísun í kaþólskar hefðir. AFP
Sarah Jessica Parker í öllu sínu veldi.
Sarah Jessica Parker í öllu sínu veldi. AFP
Jeremy Scott verndarengill sem berst fyrir þeim réttlátu í heimi …
Jeremy Scott verndarengill sem berst fyrir þeim réttlátu í heimi þar sem lögmál hins minnsta gildir. AFP
Madonna hefur verið heilluð af kaþólskri trú lengi. Hér minnir …
Madonna hefur verið heilluð af kaþólskri trú lengi. Hér minnir hún á íkon, heilaga persónu sem flýgur um loftin blá. Í hvoru liðinu er hún? Ömögulegt að segja. AFP
Stella Maxwell í frábærum kjól skreyttum englum.
Stella Maxwell í frábærum kjól skreyttum englum. AFP
Kim Kardashian, drottning drottnunar, íburðar og mikilfengleika. Með kross að …
Kim Kardashian, drottning drottnunar, íburðar og mikilfengleika. Með kross að sjálfsögðu. AFP
Zendaya gæti verið hermaður Guðs.
Zendaya gæti verið hermaður Guðs. AFP
Winnie Harlow engill.
Winnie Harlow engill. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál