Í einstökum kjól sem varð ekki til á einni nóttu

Emilia Clarke í kjól frá Dior á Cannes.
Emilia Clarke í kjól frá Dior á Cannes. AFP

Af öllum þeim fallegu kjólum sem sést hafa á rauða dreglinum í Cannes í ár hlýtur kjóll sem leikkonan Emilia Clarke klæddist á þriðjudaginn að vera einn af þeim fallegustu.

Clarke sem margir þekkja sem drekamóðurina Daenerys Targaryen úr Game of Thronse geislaði í hátískukjól frá Dior. Listrænn stjórnandi Dior, Maria Grazia Chiuri, hannaði kjólinn sérstaklega fyrir Clarke og að sögn Harper's Bazaar tók vinnan við kjólinn 250 klukkutíma. Sé því deilt niður á 40 klukkustunda vinnuviku eru það sex vikur og 10 tímar í yfirvinnu. 

Þó svo að kjóllinn líti út fyrir að vera fjólublár er hann gerður úr þremur lögum af tjullefni, bláu, svörtu og dökkfjólubláu. Kjóllinn var innblásinn af kjól úr vorlínu Dior sem var þó ermalaus, hvítur og þynnri. Hálsmálið sem setur punktinn yfir i-ið á kjólnum er þó eins á báðum kjólum. 

Emilia Clarke.
Emilia Clarke. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál