Allt um brúðarkjól hertogaynjunnar

Hertoginn og hertogaynjan af Sussex voru glæsileg til fara.
Hertoginn og hertogaynjan af Sussex voru glæsileg til fara. mbl.is/AFP

Meghan hertogaynja af Sussex klæddist hönnun Clare Waight Keller þegar hún gekk að eiga Harry sinn í dag. Keller starfar fyrir tískuhúsið Givenchy en hún starfaði áður fyrir Chloé. 

Kjóllinn er látlaus úr silkiefni. Hann er sérlega vel sniðinn, með tveimur sniðsaumum að framan og tveimur sniðsaumum að aftan og er tekinn í sundur í mittinu. Sniðið gerði það að verkum að hann lá vel á líkamanum. Hálsmálið er ákaflega fallegt og klæddi brúðina sérstaklega vel. Það var ekkert við kjólinn sem truflaði augað og fékk fegurð og glæsileiki brúðarinnar að njóta sín. Við kjólinn var hún með fimm metra langt slör og kórónu sem upprunalega var í eigu Mary drottningar, en kórónan er frá 1932. 

Lesendur Smartlands voru í grófum dráttum sammála um að brúður dagsins væri himnesk þegar þeir voru spurðir álits. 

Harry týndi blómin í vönd eiginkonunnar.
Harry týndi blómin í vönd eiginkonunnar. mbl.is/AFP
Slörið er fimm metra langt.
Slörið er fimm metra langt. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
Kossinn var guðdómlegur!
Kossinn var guðdómlegur! mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál