10 ferskustu sumarilmvötnin

Sama hvernig viðrar getur ferskur sumarilmur fært okkur sól og hita innra með okkur. Í ár streyma á markaðinn virkilega flott ilmvötn fyrir vor og sumar svo við tókum saman þau 10 ilmvötn sem okkur þykja passa vel við hækkandi hitastig, vonandi.

Miu Miu L’Eau Rosée

Kettlingurinn í auglýsingunni er nóg til að selja okkur þetta ilmvatn en það auðvitað skemmir ekki fyrir að ilmurinn sjálfur er nútímalegur, ferskur en í senn mjúkur blandaður rósatónum. Miu Miu heldur hér í unglegu einkenni sín án þess að fórna kvenleikanum.

Verð: 12.599 kr. (50 ml.)
Verð: 12.599 kr. (50 ml.)

Jean Paul Gaultier Classique Eau Fraiche

Í ár vinnur Jean Paul Gaultier sumarilminn sinn í samstarfi við listamanninn André Saraiva en sá síðarnefndi hannar fallega ilmvatnsglasið sem endurspeglar léttan og fjörugan ilminn. Ilmurinn er með nótum af hvítum blómum og er sætur en ferskur.

Verð: 16.999 kr. (100 ml.)
Verð: 16.999 kr. (100 ml.)

Giorgio Armani Si Passione

Bjartur og munúðarfullur ilmur sem hentar vel þeim sem vilja kveikja undir kynþokkanum meðfram grillinu. Ilmurinn færir okkur hina fullkomnu blöndu af ávaxtakenndum tónum sem blandast vanillu, rós og mjúkum kryddtónum.

Verð: 7.999 kr. (30 ml.)
Verð: 7.999 kr. (30 ml.)

Marc Jacobs Daisy Twinkle

Á hverju ári færir Marc Jacobs okkur sumarútgáfur af sínum vinsælustu ilmvötnum og í ár koma ilmvötnin Daisy, Daisy Dream og Daisy Eau So Fresh í sérstakri útgáfu sem nefnist Twinkle. Ásamt upprunalegu ilmtónunum bætast villt ber og fjólulauf í toppnótur ilmvatnanna sem gera þau enn ferskari.

Verð: 10.999 kr. (50 ml.)
Verð: 10.999 kr. (50 ml.)

Mugler Aura

Þetta er nýjasti ilmurinn frá Mugler og hvetur okkur til að enduruppgötva allan kvenleikann sem inn í okkur býr og vera eitt með náttúrunni. Ilmflaskan, sem hönnuð er af Thierry Mugler sjálfum, endurspeglar þessi skilaboð en hún er hjartalaga og græn á litinn, hjartað er uppruni lífsins og tilfinninga. Ilmurinn sjálfur einkennist af grænum tónum sem liggja á botni viðartóna.

Verð: 9.699 kr. (30 ml.)
Verð: 9.699 kr. (30 ml.)

Viktor & Rolf Flowerbomb Nectar

Þessi dísæti og blómakenndi ilmur kemur nú í fullorðins-útgáfu, ef svo mætti að orði komast, en þessi útgáfa er aðeins skarpari, ákafari og jafnvel metalkenndari. Þessi ilmur hentar bæði að degi og kvöldi til og býr yfir meiri dulúð en sá upprunalegi.

Verð: 8.999 kr. (30ml.)
Verð: 8.999 kr. (30ml.)

Gucci Bloom Acqua Di Fiori

Gucci færir okkur græna útgáfu af hinum upprunalega Gucci Bloom en þessi útgáfa er talsvert ferskari og eins og fyrr segir grænni. Við fyrstu kynni af ilmvatninu er eins og maður gangi í gegnum grænan, þéttan skóg sem einnig státar af hvítum blómum.

Verð: 11.999 kr. (50 ml.)
Verð: 11.999 kr. (50 ml.)

Stella McCartney STELLA Peony

Blómstrandi ferskur ilmur sem er þó ekki sætur heldur fullkominn fyrir hina nútímakonu. Stella McCartney segir að ilmvatnið nái að sameina fíngerða en djarfa ilmtóna en bóndarósin er að hennar mati á meðal fallegustu blóma í heiminum. Rósakeimur er af ilminum en með grænni og jarðbundnari blæ.

Verð: 11.999 kr. (50 ml.)
Verð: 11.999 kr. (50 ml.)

Jimmy Choo Blossom Special Edition

Blossom-ilmurinn frá Jimmy Choo var hannaður fyrir konur sem glitra og heilla alla sem í kringum þær eru. Ilmurinn einkennist af suðrænum ávöxtum og frangipani-blómi og kemur í takmarkaðri útgáfu nú fyrir sumarið.

Verð: 5.499 kr. (40 ml.)
Verð: 5.499 kr. (40 ml.)

CK One Summer 2018

Hinn árlegi sumarilmur Calvin Klein er tileinkaður hinum bláa himni og kemur því í fallega blárri flösku. Ilmurinn er sítruskenndur, ferskur og hentar báðum kynjum.

Verð: 7.699 kr. (100 ml.)
Verð: 7.699 kr. (100 ml.)Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Facebook: Snyrtipenninn

Instagram: Snyrtipenninn

Snapchat: Snyrtipenninn

mbl.is

Skvísupartý á Hilton

12:00 Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Í gær, 16:50 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Í gær, 15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

í gær „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

í gær Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

í gær Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í gær Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í fyrradag Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »