10 ferskustu sumarilmvötnin

Sama hvernig viðrar getur ferskur sumarilmur fært okkur sól og hita innra með okkur. Í ár streyma á markaðinn virkilega flott ilmvötn fyrir vor og sumar svo við tókum saman þau 10 ilmvötn sem okkur þykja passa vel við hækkandi hitastig, vonandi.

Miu Miu L’Eau Rosée

Kettlingurinn í auglýsingunni er nóg til að selja okkur þetta ilmvatn en það auðvitað skemmir ekki fyrir að ilmurinn sjálfur er nútímalegur, ferskur en í senn mjúkur blandaður rósatónum. Miu Miu heldur hér í unglegu einkenni sín án þess að fórna kvenleikanum.

Verð: 12.599 kr. (50 ml.)
Verð: 12.599 kr. (50 ml.)

Jean Paul Gaultier Classique Eau Fraiche

Í ár vinnur Jean Paul Gaultier sumarilminn sinn í samstarfi við listamanninn André Saraiva en sá síðarnefndi hannar fallega ilmvatnsglasið sem endurspeglar léttan og fjörugan ilminn. Ilmurinn er með nótum af hvítum blómum og er sætur en ferskur.

Verð: 16.999 kr. (100 ml.)
Verð: 16.999 kr. (100 ml.)

Giorgio Armani Si Passione

Bjartur og munúðarfullur ilmur sem hentar vel þeim sem vilja kveikja undir kynþokkanum meðfram grillinu. Ilmurinn færir okkur hina fullkomnu blöndu af ávaxtakenndum tónum sem blandast vanillu, rós og mjúkum kryddtónum.

Verð: 7.999 kr. (30 ml.)
Verð: 7.999 kr. (30 ml.)

Marc Jacobs Daisy Twinkle

Á hverju ári færir Marc Jacobs okkur sumarútgáfur af sínum vinsælustu ilmvötnum og í ár koma ilmvötnin Daisy, Daisy Dream og Daisy Eau So Fresh í sérstakri útgáfu sem nefnist Twinkle. Ásamt upprunalegu ilmtónunum bætast villt ber og fjólulauf í toppnótur ilmvatnanna sem gera þau enn ferskari.

Verð: 10.999 kr. (50 ml.)
Verð: 10.999 kr. (50 ml.)

Mugler Aura

Þetta er nýjasti ilmurinn frá Mugler og hvetur okkur til að enduruppgötva allan kvenleikann sem inn í okkur býr og vera eitt með náttúrunni. Ilmflaskan, sem hönnuð er af Thierry Mugler sjálfum, endurspeglar þessi skilaboð en hún er hjartalaga og græn á litinn, hjartað er uppruni lífsins og tilfinninga. Ilmurinn sjálfur einkennist af grænum tónum sem liggja á botni viðartóna.

Verð: 9.699 kr. (30 ml.)
Verð: 9.699 kr. (30 ml.)

Viktor & Rolf Flowerbomb Nectar

Þessi dísæti og blómakenndi ilmur kemur nú í fullorðins-útgáfu, ef svo mætti að orði komast, en þessi útgáfa er aðeins skarpari, ákafari og jafnvel metalkenndari. Þessi ilmur hentar bæði að degi og kvöldi til og býr yfir meiri dulúð en sá upprunalegi.

Verð: 8.999 kr. (30ml.)
Verð: 8.999 kr. (30ml.)

Gucci Bloom Acqua Di Fiori

Gucci færir okkur græna útgáfu af hinum upprunalega Gucci Bloom en þessi útgáfa er talsvert ferskari og eins og fyrr segir grænni. Við fyrstu kynni af ilmvatninu er eins og maður gangi í gegnum grænan, þéttan skóg sem einnig státar af hvítum blómum.

Verð: 11.999 kr. (50 ml.)
Verð: 11.999 kr. (50 ml.)

Stella McCartney STELLA Peony

Blómstrandi ferskur ilmur sem er þó ekki sætur heldur fullkominn fyrir hina nútímakonu. Stella McCartney segir að ilmvatnið nái að sameina fíngerða en djarfa ilmtóna en bóndarósin er að hennar mati á meðal fallegustu blóma í heiminum. Rósakeimur er af ilminum en með grænni og jarðbundnari blæ.

Verð: 11.999 kr. (50 ml.)
Verð: 11.999 kr. (50 ml.)

Jimmy Choo Blossom Special Edition

Blossom-ilmurinn frá Jimmy Choo var hannaður fyrir konur sem glitra og heilla alla sem í kringum þær eru. Ilmurinn einkennist af suðrænum ávöxtum og frangipani-blómi og kemur í takmarkaðri útgáfu nú fyrir sumarið.

Verð: 5.499 kr. (40 ml.)
Verð: 5.499 kr. (40 ml.)

CK One Summer 2018

Hinn árlegi sumarilmur Calvin Klein er tileinkaður hinum bláa himni og kemur því í fallega blárri flösku. Ilmurinn er sítruskenndur, ferskur og hentar báðum kynjum.

Verð: 7.699 kr. (100 ml.)
Verð: 7.699 kr. (100 ml.)



Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Facebook: Snyrtipenninn

Instagram: Snyrtipenninn

Snapchat: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál