Heilluð af axlarpúðum

Ágústa er hrifin af sumu í 80´s tískunni og kann …
Ágústa er hrifin af sumu í 80´s tískunni og kann að meta fallega samfestinga. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Ágústa Sveinsdóttir sér um kynningarmál fyrir Geysi ásamt því að vera með ýmis sjálfstæð hönnunar-verkefni á hliðarlínunni. Hún er útskrifuð úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og ræðir hér um uppáhalds flíkurnar sínar. 

Hvað heillar þig mest við tískuna núna?

„Samfestingar eru mjög vinsælir núna og ég elska það því þá er auðvelt að finna marga flotta. Þeir eru svo þægilegir og passa við allt. Einnig er ég að fíla 70‘s andrúmsloftið í kjólum.“

APC samfestingur.
APC samfestingur. Ljósmynd/Aðsend
Samfestingur frá Ganni.
Samfestingur frá Ganni. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er ómissandi í fataskápinn?

„Falleg yfirhöfn reddar manni alltaf. Dýrka t.d. síða Stine Goya gervipelsinn minn.“

Kápa frá Steine Goya.
Kápa frá Steine Goya. Ljósmynd/Aðsend

Hvað keyptir þú þér síðast?

„Ég keypti mér Kalda skó á kostaprís á „sample sale“ nýverið. Mega ánægð með þá, þeir eru svo þægilegir.“

Hvað langar þig í næst?

„Ég elska Rakel settið mitt úr Geysislínunni. Á nú þegar buxurnar og kjólinn yfir og er á leiðinni að kaupa mér peysuna í stíl. Svo fallegt og vorlegt.“

Hvað kemur mest á óvart með tískuna um þessar mundir?

„80's er að koma aftur og það kemur mér mikið á óvart hvað ég er spennt fyrir því. Hélt aldrei að ég myndi heillast af axlapúðum en viti menn.“

Hvaða trend ertu ekki að fíla?

„Hárskraut virðist vera rosa mikið inn t.d. svona krumputeygjur og kambar. Ég er ekki alveg að tengja við þetta.“

Hvers getur þú ekki verið án?

„Akkúrat núna þá eru það nýju Gosha Rubchinskiy x Adidas strigaskórnir mínir. Bæði því mér finnst þeir flottir og líka bara því þeir eru mega þægilegir. Ég er ólétt og kúlan er orðin svolítið fyrirferðamikil þannig að það er farið að verða erfiðara og erfiðara að reima skóna. Þess vegna eru þessir skór svo hentugir. Maður getur bara smeygt sér í þá eins og maður sé að klæða sig í sokka.“

Gosha Rubchinskiy x Adidas skór.
Gosha Rubchinskiy x Adidas skór. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er það dýrasta sem þú hefur keypt?

„Það dýrasta sem ég hef keypt upp á síðkastið er dásamleg mohair peysa úr SS17 línunni frá Ganni í Geysi.

Hún er handprjónuð af handverksfólki á Ítalíu og yndislega mjúk og falleg.“

Peysa frá Ganni.
Peysa frá Ganni. Ljósmynd/Aðsend

Eitthvað að lokum?

„Mæli innilega með Evu kjólnum úr Geysislínunni fyrir þær sem eru óléttar eins og ég. Hann er úr 100% merino ull og mega þæginlegur. Teygist með bumbunni en svo get ég alveg haldið áfram að nota hann eftir á.“

Ágústa hefur gott lag á að klæða sig í fallegan …
Ágústa hefur gott lag á að klæða sig í fallegan en þægilegan fatnað. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson
Það er allt í röð og reglu í fataskápnum hennar …
Það er allt í röð og reglu í fataskápnum hennar Ágústu. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál