Pakkarðu eins og sérfræðingur?

Þegar þú pakkar eins og sérfærðingur þá manstu að 80% …
Þegar þú pakkar eins og sérfærðingur þá manstu að 80% af tímanum notar þú 20% af þeim fatnaði sem þú tekur með þér í fríið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þegar maður pakkar eins og sérfræðingur er mikilvægt að muna hina gullnu reglu Pareto sem segir að 80% af tímanum notum við 20% af því sem við pökkum fyrir fríið. Sérfræðingur að pakka er góður að raða saman fatnaði og litum. Hann finnur út hitastig þar sem hann er að fara, velur sér nokkrar vel valdar flíkur sem passa saman í lit og sniðum og rúllar svo fatnaðinum upp af kostgæfni. Hann er með litla taupoka og gerir þannig ferðatöskuna eins og skúffu. Hann gerir ráð fyrir því að geta notað þjónustu til að þvo þar sem hann ferðast og fyllir töskuna aldrei meira en 80%. Þannig getur hann tekið nokkra hluti frá hverjum stað með sér heim í ferðalögum. Hann rúllar sokkapörum inn í skó og tekur einungis gæða snyrtivörur með sér sem hann hefur fært yfir í litla ferðabrúsa. Hann er umhverfisvænn upp að því marki að hann nýtir sér hárblásara og fleiri hluti sem eru á staðnum sem hann er að fara. Á myndinni sést hvernig hægt er að koma öllu vel fyrir í lítilli ferðatösku.

Þegar við pökkum eins og sérfræðingar þá passa allir litirnir …
Þegar við pökkum eins og sérfræðingar þá passa allir litirnir saman, við rúllum fatnaðinn og setjum sokka inn í skóna svo eitthvað sé nefnt. Ljósmynd/skjáskot Instagram
Sérfræðingar eru góðir í að nota litlar hirslur undir skart …
Sérfræðingar eru góðir í að nota litlar hirslur undir skart og annað sem skiptir máli. Ljósmynd/skjáskot Instagram




Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál