7 ástæður fyrir hárlosi

Prinsarnir Vilhjálmur og Harry eru að missa hárið en þó …
Prinsarnir Vilhjálmur og Harry eru að missa hárið en þó líklega bara vegna aldurs. AFP

Það kemur sá tími í lífi margra að hárið fer að þynnast og á það sérstaklega við karlmenn. Það þarf þó ekki að vera að menn séu að verða sköllóttir þegar hárið byrjar að þynnast. Margar aðrar ástæður en hækkandi aldur getur verið fyrir því að þú finnir fyrir hárlosi eins og Men's Health fór yfir. 

Skjaldkirtilsvandamál

Hárlos er sagt geta verið merki um að eitthvað sé að skjaldkirtlinum. Húðsjúkdómalæknir segir að bæði geti verið um vanvirkan sem og ofvirkan skjaldkirtil að ræða. Ef skjaldkirtillinn er vandamálið getur þú verið að missa hárið allstaðar á höfðinu sem og líkamshár.

Streita og veikindi

Ef að hárið fer auðveldlega þegar þú greiðir hárið á þér getur það verið vegna streitu. Ákveðin atburður getur haft áhrif á hárlos og kemur það fram um þrem til sex mánuðum seinna og getur það tekið þrjá til sex mánuði að koma því í lag aftur. Ekki er nákvæmlega vitað hvað það er við streitu og veikindi sem eykur hárlos en sumir vísindamenn halda því fram að það sé vegna streituhormóna. 

Hárlos þarf ekki endilega að þýða skalli.
Hárlos þarf ekki endilega að þýða skalli. mbl.is/Thinkstockphotos

Sýking

Sveppasýking er það fyrsta sem húðsjúkdómalæknir segist hugsa þegar hann sér hringlaga hárlosbletti á höfði fólks.  

Bólgin hársvörður 

Í slæmum tilfellum af sóríasis þar sem hársvörðurinn er meðal annars sagður vera rauður, fitugur og með flösu getur líka verið um tímabundið hárlos að ræða. 

Lyf 

Mörgum lyfjum fylgja aukaverkanir en hárlos er algeng aukaverkun lyfja. Breytt lyfjagjöf getur lagað þetta en líka er gott að taka bætiefni sem auka hárvöxt. 

Vegan mataræði

Ef fólk er nýbúið að skipta yfir í vegan mataræði er ekki ólíklegt að það fái ekki nógu mikið járn. Því fylgir oft hárlos en þá er ráð að fara í blóðprufu og taka inn bætiefni eða borða járnríka fæðu. 

Sjálfsónæmis sjúkdómur

Hárlos getur stafað af sjálfsónæmissjúkdómi sem þú veist kannski ekki af. Hringlaga blettir eru merki um þetta en stundum herjar sjúkdómurinn á allt hárið á höfðinu eða jafnvel á augabrúnir og skegg.

Ertu að missa hárið.
Ertu að missa hárið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál