7 ástæður fyrir hárlosi

Prinsarnir Vilhjálmur og Harry eru að missa hárið en þó ...
Prinsarnir Vilhjálmur og Harry eru að missa hárið en þó líklega bara vegna aldurs. AFP

Það kemur sá tími í lífi margra að hárið fer að þynnast og á það sérstaklega við karlmenn. Það þarf þó ekki að vera að menn séu að verða sköllóttir þegar hárið byrjar að þynnast. Margar aðrar ástæður en hækkandi aldur getur verið fyrir því að þú finnir fyrir hárlosi eins og Men's Health fór yfir. 

Skjaldkirtilsvandamál

Hárlos er sagt geta verið merki um að eitthvað sé að skjaldkirtlinum. Húðsjúkdómalæknir segir að bæði geti verið um vanvirkan sem og ofvirkan skjaldkirtil að ræða. Ef skjaldkirtillinn er vandamálið getur þú verið að missa hárið allstaðar á höfðinu sem og líkamshár.

Streita og veikindi

Ef að hárið fer auðveldlega þegar þú greiðir hárið á þér getur það verið vegna streitu. Ákveðin atburður getur haft áhrif á hárlos og kemur það fram um þrem til sex mánuðum seinna og getur það tekið þrjá til sex mánuði að koma því í lag aftur. Ekki er nákvæmlega vitað hvað það er við streitu og veikindi sem eykur hárlos en sumir vísindamenn halda því fram að það sé vegna streituhormóna. 

Hárlos þarf ekki endilega að þýða skalli.
Hárlos þarf ekki endilega að þýða skalli. mbl.is/Thinkstockphotos

Sýking

Sveppasýking er það fyrsta sem húðsjúkdómalæknir segist hugsa þegar hann sér hringlaga hárlosbletti á höfði fólks.  

Bólgin hársvörður 

Í slæmum tilfellum af sóríasis þar sem hársvörðurinn er meðal annars sagður vera rauður, fitugur og með flösu getur líka verið um tímabundið hárlos að ræða. 

Lyf 

Mörgum lyfjum fylgja aukaverkanir en hárlos er algeng aukaverkun lyfja. Breytt lyfjagjöf getur lagað þetta en líka er gott að taka bætiefni sem auka hárvöxt. 

Vegan mataræði

Ef fólk er nýbúið að skipta yfir í vegan mataræði er ekki ólíklegt að það fái ekki nógu mikið járn. Því fylgir oft hárlos en þá er ráð að fara í blóðprufu og taka inn bætiefni eða borða járnríka fæðu. 

Sjálfsónæmis sjúkdómur

Hárlos getur stafað af sjálfsónæmissjúkdómi sem þú veist kannski ekki af. Hringlaga blettir eru merki um þetta en stundum herjar sjúkdómurinn á allt hárið á höfðinu eða jafnvel á augabrúnir og skegg.

Ertu að missa hárið.
Ertu að missa hárið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Undir frönskum og japönskum áhrifum

Í gær, 23:59 Emmanuelle Simon er einn áhugaverðasti innanhúsarkitektinn um þessar mundir. Hún er fædd í Suður-Frakklandi og er að byrja að vekja athygli fyrir einfalda og fallega hönnun þar sem smáatriðin eru aðalatriðið. Tímalaus hönnun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira »

Sunneva og stjörnurnar elska bert á milli

Í gær, 21:00 Það eru ekki allir hrifnir af bert á milli tískunni en þó má finna fjölmargar stjörnur sem greinilega elska að klæðnaðurinn sé kominn aftur í tísku. Í sumar hafa allt frá íslenskum samfélagsmiðlastjörnum til stjarnanna í Hollywood sýnt á sér magavöðvana í stuttum bolum. Meira »

Er svo alvörugefin!

Í gær, 18:00 Kona biður um ráð þar sem hún er komin með leið á sér. Hvað gerir maður þegar maður er að verða versta útgáfan af sér? Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi gefur ráð. Meira »

Svona bjó Elizabeth Taylor

Í gær, 15:02 Hús sem leikkonan Elizabeth heitin Taylor keypti með öðrum eiginmanni sínum, Michael Wilding, árið 1953 er komið aftur nú til sölu og kostar vel yfir einn og hálfan milljarð. Meira »

Er ég góð systir?

Í gær, 12:00 Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir, velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir. Röddin sem hvíslar: Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald. Meira »

Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

Í gær, 09:00 Rosie Huntington-Whiteley byrjar að undirbúa húðina degi áður en hún á að mæta á opinbera viðburði. Brúnkusérfræðingur hennar fór yfir málið. Meira »

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

Í gær, 06:00 Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

í fyrradag Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

í fyrradag Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

í fyrradag Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

í fyrradag Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

í fyrradag Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

í fyrradag Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

í fyrradag Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

19.7. „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

19.7. Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

19.7. Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »

Himneskur brúðarkjóll dóttur Önnu Wintour

19.7. Dóttir tískudrottningarinnar Önnu Wintour, Bee Shaffer, gekk í hjónaband með öðru barni Vogue-ritstjóra. Ítölsk stemmning var yfir brúðarkjól númer tvö. Meira »

Ákvað að skipta um fyrirmyndir

19.7. María Hjarðar hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkamann sinn því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig. Hún segir líkamsvirðingu meðal annars felast í því að hlusta á líkamann sinn. Meira »

Litrík listamannaíbúð Steinunnar

19.7. Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og eiginmaður hennar Eiríkur Smári Sigurðarson hafa sett íbúð sína á Nýlendugötu á sölu. Meira »

Góð ráð áður en þú hittir tengdó

19.7. Það getur verið pínleg kvöldstund að hitta tengdaforeldrana í fyrsta skipti. Hér eru nokkur góð ráð til að koma sem best fram. Meira »