Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí

Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki í miklum metum hjá Elle og …
Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki í miklum metum hjá Elle og Vogue. AFP

Vefmiðlar hafa verið duglegir að taka saman lista yfir heitustu knattspyrnumennina á HM í Rússlandi en knattspyrnumenn vekja ekki alltaf bara athygli fyrir hæfileika á vellinum heldur líka fyrir útlitið. Vefsíður stóru tískutímaritanna Elle og Vogue tóku saman lista en enginn af íslensku landsliðsmönnunum komst á listann. 

32 komust og því fjöldi knattspyrnumanna töluverður á mótinu. Vogue valdi 15 leikmenn sem þóttu hve mest aðlaðandi en á þeim lista mátti meðal annars finna Argentínumanninn Nicolas Tagliafico en engan Íslending. 

Ari Feyr Skúlason í baráttu við Nicolas Tagliafico í leik …
Ari Feyr Skúlason í baráttu við Nicolas Tagliafico í leik Íslands og Argentínu. AFP

Öllu fleiri menn voru taldir upp á lista Elle yfir heitustu menn keppninnar eða 65 alls. Hægt hefði verið að velja tvo frá hverju landi en þrátt fyrir það komst enginn Íslendingur í gegnum nálarauga Elle. Nokkrir Argentínumenn voru þó á listanum sem og nokkrir Króatar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál