Emilia Clarke í íslenskri hönnun

Emilia Clarke í íslenskri hönnun.
Emilia Clarke í íslenskri hönnun. Ljósmynd/Instagram

Breska leikkonan Emilia Clarke, sem leikur drekamóðurina Daenerys Targaryen í Game of Thrones, klæðist Jökla Parka-úlpu frá 66°Norður á mynd sem hún birti af sjálfri sér á Instagram. Leikkonan tekur sig vel út í íslenskri hönnun en þessi flotta leikkona hefur heldur betur slegið í gegn drekamóðirin í þessari geysilega vinsælu sjónvarpsþáttaröð.

Hún hefur komið nokkrum sinnum til Íslands til að leika í Game of Thrones. Í janúar síðastliðinn voru tökur á áttundu og síðustu þáttaröð Game of Thrones hér á landi þar sem bæði Emilia Clarke og Kit Harrington, sem leikur John Snow, voru stödd á landinu. Var það í fjórða skipti sem tökur á Game of Thrones fóru fram hér á landi með leikurum og tökuliði. Gríðarleg spenna ríkir fyrir síðustu þáttaröðina sem sýnd verður á næsta ári. 

HBO-framleiðendur Game of Thrones hafa reglulega keypt vörur frá 66°Norður og meðal annars jólagjafir fyrir alla leikara og tökulið þáttanna. Þurfti 66°Norður að sérsauma talsvert af flíkum vegna þess að leikarar eru af öllum stærðum og gerðum eins og aðdáendur þáttanna ættu að þekkja vel en þar á meðal eru dvergurinn Tyrion Lannister, leikinn af Peter Dinklage, og Ser Gregor Clegane eða Fjallið sem leikinn er af Hafþóri Júlíusi Björnssyni, sterkasta manni heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál