Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

Kanye West hefur skoðun á því hvernig Kim Kardashan klæðir …
Kanye West hefur skoðun á því hvernig Kim Kardashan klæðir sig. AFP

Stíll Kim Kardashian hefur breyst mikið síðan hún byrjaði með eiginmanni sínum, Kanye West, fyrir sex árum. Raunveruleikastjarnan er ekkert að fela það að það sé eiginmanni sínum að þakka. Á dögunum greindi hún frá því að hún hefði farið að gráta þegar West lét hana taka til í skápnum. 

„Ég hélt alltaf að ég væri með góðan stíl, þangað til að ég hitti eiginmann minn og hann sagði mér að ég væri með hræðilegan stíl,“ sagði Kardashian samkvæmt W. „Hann var mjög almennilegur og hreinsaði út úr öllum skápnum mínum.“

Kim Kardashian áður en að Kanye West tók til í …
Kim Kardashian áður en að Kanye West tók til í fataskápnum hennar. mbl.is/Getty Images

Meðal þess sem West lét Kardashian losa sig við voru skór en stjörnurnar eru þekktar fyrir að eiga ekki bara tíu skópör heldur heilu skóskápana. „Ég átti örugglega 250 skópör og þegar við vorum búin að hreinsa út átti ég tvö pör eftir og ég grét,“ sagði Kardashian sem var þó ekki lengi skó og fatalaus. Eftir að hafa tæmt skápana fyllti West skápana af hönnun sem hann hafði valið á meðan þau voru á körfuboltaleik.

Stærstu hönnuðirnir voru þó fæstir tilbúnir í að taka þátt í að breyta tískuímynd Kardashian. Kardashian segir að í fyrstu hafi enginn viljað klæða hana nema Riccardo Tisci sem var þá listrænn stjórnandi Givenchy. Stjarnan segir að Tisci hafi verið fyrstur til þess gefa sér tækifæri auk þess sem hann kenndi henni margt um snið og hvernig hún ætti að klæða sig. Upp frá því fóru aðrir stærri hönnuðir að vinna með raunveruleikastjörnunni. 

Kim Kardashian í júní 2018.
Kim Kardashian í júní 2018. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál