Líf Chanel var ekki dans á rósum

Ljósmynd/skjáskot Instagram

Coco Chanel bjó til línu sem var einstaklega klassísk í upphafi síðustu aldar. Allt frá þeim tíma hefur sá undirtónn sem hún skapaði átt erindi. Við skoðum nýjustu Chanel-línuna í bland við sögu þessarar stórmerkilegu konu.

Gabrielle Bonheur „Coco“ Chanel er einn þekktasti hönnuður sögunnar. Chanel fæddist 19. ágúst árið 1883 í Saumur, Frakklandi. Móðir hennar, Eugénie Jeanne Devolle, betur þekkt sem Jeanne, vann sem þvottakona á spítala sem rekinn var af nunnum. Hún var ógift þegar hún eignaðist Chanel með farandsölumanninum Albert Chanel.

Úr Chanel Cruise-línunni sem var sýnd í byrjun maí í …
Úr Chanel Cruise-línunni sem var sýnd í byrjun maí í París. AFP

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að konan sem skapaði eitt verðmætasta vörumerki í heimi innan tískunnar hafi verið skráð Chasnel í fæðingarskrá sinni þar sem hvorugt foreldranna hafði tök á að vera við skráningu og gæta þess að nafn barnsins væri rétt skráð.

Þegar Chanel var tólf ára dó móðir hennar einungis 32 ára að aldri. Á þeim tíma voru börnin orðin fimm, drengirnir tveir voru sendir að vinna verkamannavinnu á sveitabæ en dæturnar voru sendar í klaustur sem tók við munaðarlausum börnum. Í klaustrinu kynntust systurnar miklum aga og einföldu lífi. 

Ljósmynd/skjáskot Instagram

Það var í klaustrinu sem Chanel lærði hannyrðir og sauma. Eftir sex ár í klaustrinu freistaðist Chanel til að fá sér vinnu sem saumakona, stofnaði síðar eigin verslun með hatta sem síðar leiddi til þess að hún stofnaði sitt eigið vörumerki með fatnaði, ilmvötnum, töskum og fylgihlutum svo eitthvað sé nefnt.

Chanel nýtti það sem hún kunni til að tjá sig. Á þeim tíma sem konur voru reyrðar í korsilettur vildi Chanel klæða sig eins og strákarnir. Enda hafði hún aldrei lært að lifa þannig að korsilettur kæmu að gagni.

Fallegur hvítur fatnaður undir dökkum jakka í sailor-sniði frá Chanel.
Fallegur hvítur fatnaður undir dökkum jakka í sailor-sniði frá Chanel. AFP

Hún var ekki hrædd við höfnun samfélagsins, þar sem hún þekkti lítið annað en höfnun frá æsku. Hún fann að inni í henni hljómaði tónlist ólík þeirri sem var spiluð var úti í samfélaginu og sú tónlist hlaut athygli hvar sem hún kom.

Ljósmynd/skjáskot Instagram

Hún fylgdi þessari köllun sinni allt til dauðadags og lifði lífinu af mikilli sannfærinu. Það sem hún bjó til í byrjun síðustu aldar, er undirtónn þess sem við köllum í dag klassík. Stefnan sem fer aldrei úr tísku, af því hún er ekki í tísku. Það sem þú klæðist þegar þú vilt túlka hver þú ert í staðinn fyrir að láta setja þig í hvað aðrir telja að henti þig best. Þegar þú hefur vaxið upp úr því að kaupa nýja hluti í hverjum mánuði og langar að halda áfram að vera þú þrátt fyrir tískubylgjur.

Einlituð dragt úr Cruise-línu Chanel.
Einlituð dragt úr Cruise-línu Chanel. AFP
Ljósmynd/skjáskot Instagram
LBD, litli svarti kjóllinn frá Chanel.
LBD, litli svarti kjóllinn frá Chanel. AFP
Þægilegur fatnaður í sumar frá Chanel.
Þægilegur fatnaður í sumar frá Chanel. AFP
Sjómannablá dragt með góðu sniði.
Sjómannablá dragt með góðu sniði. AFP







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál