Klæðist brúðarkjólnum árlega

„Ég keypti mér handgerðan svartan fjaðrabol í „vintage“-búð í Kanada …
„Ég keypti mér handgerðan svartan fjaðrabol í „vintage“-búð í Kanada og gullhálsmen í egypskum stíl,“ segir Sólveig í viðtalinu. Ljósmynd/Árni Sæberg

Sólveig Þórarinsdóttir er stofnandi og einn eigenda Sóla jóga- og hjólastúdíós, sem nýverið hlaut viðurkenninguna YOGA STUDIO OF THE YEAR 2018 í Evrópu. 

„Ég er afskaplega ópraktísk í klæðaburði og klæði mig sjaldnast eftir veðri heldur líðan. Þannig að það þarf ekkert að dusta rykið af kjólum og pilsum eftir veturinn, það er staðalbúnaður. Oft er ég illa klædd og það veldur stundum öðrum hugarangri en mér finnst gott að vera ýmist kalt eða mjög heitt þannig að þetta er allt í bland. Svo eru síðar útilegupeysur alltaf innan seilingar.“

Hvað keyptir þú þér síðast í fatnaði og fylgihlutum?

„Ég keypti mér handgerðan svartan fjaðrabol í „vintage“-búð í Kanada og gullhálsmen í egypskum stíl.“

Hvað skiptir mestu máli þegar kemur að fatnaði?

„Fyrir mér þarf allur fatnaður að vera þægilegur og klæðilegur, hvort sem er í sporti eða hversdags. Ég er búin að finna þau snið sem henta mínum vexti best og reyni að klæða mig samkvæmt því. Mér finnst að fatnaður eigi að fá að endurspegla þann persónuleika sem við búum yfir þannig að hann er margbreytilegur eins og við öll, ég hvet því alla til þess að láta samfélagsmynstur eða skoðanir annarra lönd og leið og klæðast því sem okkur lystir, alltaf. Það er líka mikilvægt að vera meðvitaður um litina sem við klæðumst og hvaða orku þeir bera með sér, svartur er til að mynda valdeflandi en getur einnig virkað fráhrindandi. Ég er því mest í ljósu, jafnvel hvítu sem færir mér frið og táknar hlýju og aðgengileika.“

Sólveig velur þægilegan fatnað sem er klæðilegur.
Sólveig velur þægilegan fatnað sem er klæðilegur. Ljósmynd/Árni Sæberg

Hvernig er nýjasta tískan, þegar kemur að jóga?

„Það góða við jóga er að það eru engar kröfur gerðar um tísku. Ég segi oftast að minna sé meira og er ég enn að nota margra ára gömul föt. Lulu Lemon hannar mjög endingargóðan fatnað sem hefur verið minn ferðafélagi á dýnunni frá byrjun. Við fengum stjórnendur Lulu í heimsókn í Sólir fyrir skömmu þar sem við lögðum drög að samstarfi en þessi fatnaður hefur því miður ekki verið aðgengilegur hérlendis ennþá. Það sem einnig hefur sárlega vantað er þægilegur fatnaður eftir æfingar, sem líka er hægt að nota hversdags. Þess vegna brugðum við á það ráð að hanna, í samstarfi við Hörpu Einarsdóttur og MYRKA, dásamlega velúrsamfestinga sem verða komnir í sölu í Sólum í sumar.“

Sólveig segir að það góða við jóga sé að þar …
Sólveig segir að það góða við jóga sé að þar eru engar kröfur gerðar um tísku. Árni Sæberg

Fer í brúðarkjólinn árlega

Hvaða hlutur í fataskápnum hefur mest gildi fyrir þig?

„Brúðarkjóllinn minn, án nokkurs vafa. Ég hef þá ánægjulegu hefð að klæðast honum alltaf á brúðkaupsafmælinu okkar, fjölskyldunni til mikillar skemmtunar; virkilega gaman að sinna hefðbundnum heimilisstörfum í brúðarkjólnum. Ég mæli eindregið með því að svona flíkur fái líf, endrum og eins.“

Hvað er lúxus að þínu mati?

„Tímaleysi. Að fá að lifa við þau forréttindi að starfa við það sem ég elska og eyða öllum mínum tíma með fólki sem mér er kært. Þannig verður allt tímalaust og maður fær tækifæri til að vera hér og nú.“

Hvað er gaman að gera á sumrin?

„Það er fátt betra en íslenska sumarið og útiveran, það er í sérstöku uppáhaldi hjá mér að fara á uppeldisstöðvarnar fyrir norðan í sveitina í Unadal í Skagafirði til mömmu og pabba. Þar get ég kjarnað mig í faðmi fjölskyldunnar og náttúrunnar. Ég geri mikið af því að hjóla, synda, syngja, dansa og umfram allt ELSKA. Megnið af sumrinu mínu fer þó fram í Taílandi þar sem ég er að fara í 300 tíma kennaranám í jóga til að dýpka þekkingu mína og vera betur í stakk búin að miðla áfram til annarra í haust.“

Með kókosilm

Hvaða ilmvatn notar þú?

„Pacifica Indian Coconut Nectar, milt og ljúft.“

Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn?

„Ég á engan uppáhalds en er hrifin af evrópskum hönnuðum s.s. GANNI, Stine Goya, Geysi, Malene Birger, Baum und Pferdgarten og Massimo Dutti.“

Hvernig skóm ertu hrifin af?

„Helst vil ég vera berfætt og er það mestmegnis, en þegar og ef ég er í skóm þá vil ég hafa þá háa en þægilega og því nota ég mest wedges.“

Hvað skiptir mestu máli í lífinu?

„Að muna hvaða tilgang við komum með inn í þetta æviskeið til þess að geta tekið allt út úr þessu dýrmæta lífi sem okkur hefur verið gefið.“

„Að muna hvaða tilgang við komum með inn í þetta …
„Að muna hvaða tilgang við komum með inn í þetta æviskeið til þess að geta tekið allt út úr þessu dýrmæta lífi sem okkur hefur verið gefið.“ Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál