10 fegrunarráð sem eru ekki góð fyrir þig

Kókosolía er góð í hárið og á þurrkubletti, en hún …
Kókosolía er góð í hárið og á þurrkubletti, en hún getur stíflað húðina í andlitinu. mbl.is/AFP

Netið er fullt af fegrunarráðum allt frá því að nota kókosolíu sem rakakrem til þess að setja lím á fílapensla. Hér eru nokkur ráð sem ráðgjafi Cosmopolitan mælir EKKI með. 

Að nota kókosolíu sem rakakrem

Kókosolía og nytsemi hennar hefur verið eitt heitasta umræðuefnið undanfarin ár. Enda er hún góður kostur í eldhúsinu, svefnherberginu og baðherberginu, en ekki nota hana í stað rakakrems í andlitið. Kókosolía er góð í hárið og þurrkubletti, en hún getur stíflað húðina í andlitinu. 

Að fjarlægja dauðar húðfrumur með sítrónusafa

Það er ekki góð hugmynd að fylgja uppskriftum þar sem sítrónusafi er settur í maska eða skrúbba fyrir andlitið. Sýran í sítrónusafa er alltbof sterk fyrir andlitið og getur hún meðal annars brennt húðina. 

Heimagerðir skrúbbar með sykri, salti eða matarsóda

Sykur, salt og matarsódi eru ekki sérstaklega framleidd til að skrúbba andlit. Kornin eru allt of gróf og geta gert húðina rauða og sára. Margir heimagerðir skrúbbar innihalda þessi efni, en þau geta gert illt verra. Betra er að nudda andlitið með gömlum þvottapoka. 

Tannkrem á bólur

Efnin í tannkremi geta vissulega þurrkað upp bólur en tannkrem er einnig stútfullt af efnum sem eiga ekki að vera á húðinni til lengri tíma. Tannkremið getur þannig skilið húðina eftir í verra ástandi en hún var fyrir. 

Það er ekki góð hugmynd að fylgja uppskriftum þar sem …
Það er ekki góð hugmynd að fylgja uppskriftum þar sem sítrónusafi er settur í maska eða skrúbba fyrir andlitið. mbl.is/Pexels

Hráar eggjahvítur í andlitið

Að setja hráar eggjahvítur í andlitið er stundum sagt hafa yngjandi áhrif. Það hefur hins vegar ekki verið sannað og líkurnar á að fá salmonellu eru töluvert meiri en að þú vaknir eins og 7 ára krakki daginn eftir að hafa fylgt þessu ráði. 

Rassakrem á bólur

Rassakrem er gert til þess að græða brunasár á litlum bleyjurössum. Í því eru efni sem eru ekki góð fyrir andlitið, hvað þá fyrir húð sem fær oft bólur eða exem. 

Að matta húðina með svitalyktareyði

Það er ekki góð hugmynd að maka svitalyktareyði framan í sig til að reyna matta húðina eða minnka olíuframleiðslu. Þeir sem verða glansandi eftir nokkra tíma með farða, og gleymdu púðrinu heima, ættu frekar að nota einnota klósettsetur á almenningsklósettum til að matta húðina. Þær draga í sig olíu, ólíkt svitalyktareyðinum sem vinnur að því að minnka vökvaframleiðslu. 

Að setja lím á fílapensla

Fílapenslar eru hvimleiðir og erfitt að losna alveg við þá. Það er þó ekki gott ráð að setja lím á húðina til að reyna að losna við þá. Þó að lím, sem gert er fyrir krakka, innihaldi ekki nein eiturefni er það ekki gert til að setja á húðina. 

Að nota spritt sem tóner

Alkóhól er kjarnorkuefnið í snyrtivöruheiminum. Það eyðir allri olíu og vökvaframleiðslu í húðinni. Það skilur húðina eftir þurra og viðkvæma eftir notkun og húðin gæti brugðist við með auka olíuframleiðslu, sem við viljum ekki. 

Að nota hársprey í staðin fyrir „setting“ sprey

Líkt og með aðrar vörur í þessari grein var hársprey ekki gert til að setja á húðina. Það er gott til að halda hári á sínum stað en ekki er gott að reyna að setja förðun með hárspreyi. Húðin verður þurr og pirruð ef þú setur mikið hársprey á hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál